„Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra“ Atli Arason skrifar 8. desember 2021 23:22 Ásta Júlía Grímsdóttir. Vísir/Andri Marinó Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals, var sátt með nauman sigur í Keflavík eftir framlengdan leik, 74-79. „Ég er ótrúlega ánægð með okkur. Þær ná að koma til baka eftir að við vorum eitthvað í kringum tíu stigum yfir, þær eru með lið sem eru gott í því að koma til baka. Ég er mjög ánægð með okkur að við héldum áfram að berjast og náðum þessu að lokum,“ sagði Ásta í viðtali við Vísi eftir leik. Ásta lenti snemma í villuvandræðum en hún náði þó að klára leikinn með fjórar villur. Ásta var hvað mest ánægð með baráttu andann í lið Vals í gegnum allan leikinn. „Við vorum að berjast. Ég lendi í villuvandræðum strax í byrjun með þrjár villur eftir þrjár mínútur, við samt höldum bara áfram. Við vorum með lítið lið inn á og allir að berjast. Við náðum endalaust að taka fráköst og ýta þeim út.“ Valskonur voru yfir meira og minna allan leikinn áður en það kemur að fjórða leikhluta, þar sem Keflvíkingar ná að vinna sig inn í leikinn og knýja fram framlengingu. Ásta telur að Valur hafi ekki misst leikinn frá sér heldur hafi Keflvíkingar einfaldlega verið betri í fjórða leikhluta. „Ég er ekkert viss um að við séum að missa leikinn frá okkur, þær eru bara að setja skotin sín. Þær eru með þannig lið að þær geta sett ótrúleg skot. Við þurfum kannski að vera aðeins meira með hendurnar í andlitinu á þeim. Þær fengu reyndar aðeins of opin 'cut' undir körfunni og það telur allt.“ Í fyrsta leikhluta sló þögn á salinn á einum tímapunkti en þá heyrðist hátt og skýrt í Grími Atlasyni, faðir Ástu, öskra á Aðalstein dómara að dómgæslan hafi ekki verið í samræmi við það sem tveir hafi rætt sín á milli einhverju áður. Ásta var þó lítið að kippa sér yfir látunum úr stúkunni, en hún segir eðlilegt að áhorfendur láti í sér heyra og foreldrar hennar eru þar ekki undanskilin. „Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra. Keflvíkingarnir í stúkunni voru öskrandi allan tíman líka. Þetta er bara hitinn í leiknum, það er mjög erfitt að sitja í stúkunni að horfa og geta ekki haft nein áhrif á leikinn, maður þekkir það alveg sjálfur þannig ég skil þau vel.“ Næsti leikur Íslandsmeistara Vals er gegn bikarmeisturum Hauka. Ásta segir að Valskonur þurfi að halda áfram á sömu vegferð til að sækja stigin tvö gegn bikarmeisturunum. „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera, spila góða vörn, tala vel saman og halda áfram að berjast,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Valur Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægð með okkur. Þær ná að koma til baka eftir að við vorum eitthvað í kringum tíu stigum yfir, þær eru með lið sem eru gott í því að koma til baka. Ég er mjög ánægð með okkur að við héldum áfram að berjast og náðum þessu að lokum,“ sagði Ásta í viðtali við Vísi eftir leik. Ásta lenti snemma í villuvandræðum en hún náði þó að klára leikinn með fjórar villur. Ásta var hvað mest ánægð með baráttu andann í lið Vals í gegnum allan leikinn. „Við vorum að berjast. Ég lendi í villuvandræðum strax í byrjun með þrjár villur eftir þrjár mínútur, við samt höldum bara áfram. Við vorum með lítið lið inn á og allir að berjast. Við náðum endalaust að taka fráköst og ýta þeim út.“ Valskonur voru yfir meira og minna allan leikinn áður en það kemur að fjórða leikhluta, þar sem Keflvíkingar ná að vinna sig inn í leikinn og knýja fram framlengingu. Ásta telur að Valur hafi ekki misst leikinn frá sér heldur hafi Keflvíkingar einfaldlega verið betri í fjórða leikhluta. „Ég er ekkert viss um að við séum að missa leikinn frá okkur, þær eru bara að setja skotin sín. Þær eru með þannig lið að þær geta sett ótrúleg skot. Við þurfum kannski að vera aðeins meira með hendurnar í andlitinu á þeim. Þær fengu reyndar aðeins of opin 'cut' undir körfunni og það telur allt.“ Í fyrsta leikhluta sló þögn á salinn á einum tímapunkti en þá heyrðist hátt og skýrt í Grími Atlasyni, faðir Ástu, öskra á Aðalstein dómara að dómgæslan hafi ekki verið í samræmi við það sem tveir hafi rætt sín á milli einhverju áður. Ásta var þó lítið að kippa sér yfir látunum úr stúkunni, en hún segir eðlilegt að áhorfendur láti í sér heyra og foreldrar hennar eru þar ekki undanskilin. „Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra. Keflvíkingarnir í stúkunni voru öskrandi allan tíman líka. Þetta er bara hitinn í leiknum, það er mjög erfitt að sitja í stúkunni að horfa og geta ekki haft nein áhrif á leikinn, maður þekkir það alveg sjálfur þannig ég skil þau vel.“ Næsti leikur Íslandsmeistara Vals er gegn bikarmeisturum Hauka. Ásta segir að Valskonur þurfi að halda áfram á sömu vegferð til að sækja stigin tvö gegn bikarmeisturunum. „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera, spila góða vörn, tala vel saman og halda áfram að berjast,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Valur Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn