Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2021 07:48 Jussie Smollett gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Empire. AP Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. Þetta er niðurstaða kviðdóms en réttarhöld í máli hins 39 ára Smollett hafa staðið í Chicago í Bandaríkjunum síðustu daga. Smollett neitaði því sem fram kom í ákæru um að hann hafi sviðsett árásina gegn sér. Saksóknarar fullyrtu að Smollett hafi „logið í marga klukkutíma“ í vitnastúku þar sem hann hafi endurtekið það sem hann sagði lögreglunni í Chicago eftir árásina. Kviðdómur fann hann sekan í fimm ákæruliðum, en hver ákæruliður getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Þar sem Smollett er með hreina sakaskrá telja sérfræðingar að Smollett megi eiga von á stuttum fangelsisdómi eða jafnvel skilorðsbundnum dómi, að því er segir í frétt BBC. Enn er ekki komin dagsetning hvenær dómari mun greina frá refsingu Smolletts. Smollett, sem er bæði svartur og samkynhneigður og sem gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Empire, tilkynnti lögreglu um árásina í janúar 2019. Sagði hann tvo árásarmenn hafa hrópað að honum ýmsum ókvæðisorðum og slagorð stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Þá sagði hann mennina hafa kastað kemísku efni á hann og komið snöru fyrir utan um hálsinn á honum þar sem hann var á gangi heim síðla nætur í Chicago. Lögregla hóf svo rannsókn á málinu í febrúar sama ár vegna gruns um að Smollett hafi sviðsett árásina í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér. Átti hann að hafa greitt bræðrunum Abimbola og Olabinjo Osundairo alls 3.500 dali, um hálfa milljón króna, fyrir það að ráðast á sig. Abimbola hafði þá starfað sem aukaleikari í þáttunum Empire. Bandaríkin Hollywood Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40 Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Þetta er niðurstaða kviðdóms en réttarhöld í máli hins 39 ára Smollett hafa staðið í Chicago í Bandaríkjunum síðustu daga. Smollett neitaði því sem fram kom í ákæru um að hann hafi sviðsett árásina gegn sér. Saksóknarar fullyrtu að Smollett hafi „logið í marga klukkutíma“ í vitnastúku þar sem hann hafi endurtekið það sem hann sagði lögreglunni í Chicago eftir árásina. Kviðdómur fann hann sekan í fimm ákæruliðum, en hver ákæruliður getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Þar sem Smollett er með hreina sakaskrá telja sérfræðingar að Smollett megi eiga von á stuttum fangelsisdómi eða jafnvel skilorðsbundnum dómi, að því er segir í frétt BBC. Enn er ekki komin dagsetning hvenær dómari mun greina frá refsingu Smolletts. Smollett, sem er bæði svartur og samkynhneigður og sem gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Empire, tilkynnti lögreglu um árásina í janúar 2019. Sagði hann tvo árásarmenn hafa hrópað að honum ýmsum ókvæðisorðum og slagorð stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Þá sagði hann mennina hafa kastað kemísku efni á hann og komið snöru fyrir utan um hálsinn á honum þar sem hann var á gangi heim síðla nætur í Chicago. Lögregla hóf svo rannsókn á málinu í febrúar sama ár vegna gruns um að Smollett hafi sviðsett árásina í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér. Átti hann að hafa greitt bræðrunum Abimbola og Olabinjo Osundairo alls 3.500 dali, um hálfa milljón króna, fyrir það að ráðast á sig. Abimbola hafði þá starfað sem aukaleikari í þáttunum Empire.
Bandaríkin Hollywood Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40 Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40
Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06