Jafnréttismál eru mannréttindamál – útrýmum ofbeldi í íþróttum og samfélaginu Ellen Calmon skrifar 10. desember 2021 14:31 Í dag, 10. desember er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn en 73 ár eru liðin frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á þessum degi árið 1948. Íþróttir – leikvangur karlmennskunnar? Í tilefni dagsins hélt mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkur opna málstofu í Ráðhúsi Reykjavíkur um jafnrétti í íþróttum sem bar yfirskriftina: Íþróttir leikvangur karlmennskunnar? Í erindunum sem þar voru flutt mátti heyra að almennt virðist almenningur og íþróttahreyfingin vera að vakna til lífsins er varðar að jafna þurfi stöðu allra kynja þegar kemur að aðgengi og þátttöku í íþróttum. Þátttaka barna með annað móðurmál en íslensku Talað var um mikilvægi þess að virkja börn og fullorðna með annað móðurmál en íslensku til þátttöku í hvers kyns hefðbundnu eða óhefðbundnu íþróttastarfi þar sem þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi er mikilvægur liður í samfélagsþátttöku og félagatengslamyndun. Jasmina Vajzovic Crnac, verkefnastjóri hverfisverkefna í Breiðholti fór yfir átak sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir í Breiðholti þar sem börnum og foreldrum með annað móðurmál en íslensku er boðið upp á einstaklingsþjónustu. Þar er boðið upp á viðtöl með það að markmiði að finna út úr því hvaða íþróttir börnin hafa áhuga á að stunda þar geta þau einnig fengið aðstoð við skráningu og jafnvel fylgd í fyrstu skrefunum í þátttöku í skipulögðu íþrótta- og/eða tómstundastarfi. Hefur þetta verkefni gefist mjög vel og sífellt fleiri börn með annað móðurmál en íslensku taka nú þátt. Jafnréttisúttekt er mikilvægt tól til úrbóta Samkvæmt jafnréttisúttekt á störfum hverfisíþróttafélaga sem kynnt var á fundinum í morgun mátti sjá að sum íþróttafélög virðast standa nokkuð vel hvað varðar jafnt kynjahlutfall í skipan starfsfólks og stjórna en önnur félög mega bæta sig verulega. Jafnréttisúttekt er mikilvægur liður í því að félögin fái rýni á störf sín og geti þannig bætt úr. Varðandi launakjörin þá segjast félögin að kynin fái greidd jöfn laun en fram kom í máli Sigríðar Finnborgadóttir verkefnisstjóra í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá Reykjavíkurborg að greina þarf betur hvaða forsendur og breytur liggja þar að baki. Hinsegin og kynsegin fyrirmyndir í íþróttum Einnig var farið yfir málefni hinsegin og kynsegin fólks og fræðslu í íþróttum. Enn eimir af því að gert er grín að hinsegin fólki í íþróttastarfi og notaðar eru setningar eins og „síðastur þangað er hommi“ eins og þegar um kapphlaup er að ræða. Þá er hinsegin fólk ekki mjög sýnilegt í íþróttaheiminum og þar vantar fleiri fyrirmyndir. Enn vantar upp á fræðslu og taka þarf betur á fordómum og þá er einnig töluverð vanþekking á stöðu transbarna eins og kom fram í erindi Svandísar Önnu Sigurðardóttur sérfræðings í hinsegin- og jafnréttismálum Reykjavíkurborgar. Bæta þarf menningu í íþróttahreyfingunni Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur og fulltrúi í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fór yfir skýrslu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Í máli hennar kom fram að nú er verið að skoða viðhorf, vinnulag og menningu. Þar er meðal annars verið að skoða hvernig eiga formlegar tilkynningar að berast, hverjir eru verkferlarnir og verið er að vinna að tillögum að úrbótum varðandi viðhorf, vinnulag og menningu. Skýrt þarf að vera hver viðurlögin eru og hvenær fólk á afturkvæmt og hvort fólk á afturkvæmt ef brot hefur átt sér stað. Kolbrún skýrði frá fjórum tillögum þar sem uppfæra þarf siðareglur og í þeim á að vera skýrt kveðið á um ofbeldismál. Að skýra þurfi leiðir og viðbrögð Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) í ofbeldismálum og að forysta KSÍ taki skýra afstöðu gegn ofbeldi, einnig að KSÍ verði leiðandi á sviði jafnréttismála innan íþróttahreyfingarinnar. Kynferðisofbeldismálum gagnvart börnum fjölgað um 65% Þá kom einnig fram í pallborði í lok málstofnunnar að hvers kyns ofbeldi gegn börnum er að finna alls staðar í samfélaginu og að við þurfum öll að taka höndum saman til að berjast gegn því. Þar er umfjöllun og fræðsla okkar helsta vopn. Í máli Kolbrúnar kom einnig fram að kynferðisofbeldismálum gegn börnum hefur fjölgað um 65% á síðastliðnum tveimur árum. Í þessu ljósi finnst mér mikilvægt að árétta að það er borgaraleg skylda okkar allra að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn sé beitt ofbeldi eða vanrækslu. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að jafnréttismál eru mannréttindamál. Iðkum mannréttindi og stöndum saman gegn öllu ofbeldi! Hægt er að sjá upptöku af málstofunni hér á Facebook Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Samfylkingin Jafnréttismál Mannréttindi Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 10. desember er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn en 73 ár eru liðin frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á þessum degi árið 1948. Íþróttir – leikvangur karlmennskunnar? Í tilefni dagsins hélt mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkur opna málstofu í Ráðhúsi Reykjavíkur um jafnrétti í íþróttum sem bar yfirskriftina: Íþróttir leikvangur karlmennskunnar? Í erindunum sem þar voru flutt mátti heyra að almennt virðist almenningur og íþróttahreyfingin vera að vakna til lífsins er varðar að jafna þurfi stöðu allra kynja þegar kemur að aðgengi og þátttöku í íþróttum. Þátttaka barna með annað móðurmál en íslensku Talað var um mikilvægi þess að virkja börn og fullorðna með annað móðurmál en íslensku til þátttöku í hvers kyns hefðbundnu eða óhefðbundnu íþróttastarfi þar sem þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi er mikilvægur liður í samfélagsþátttöku og félagatengslamyndun. Jasmina Vajzovic Crnac, verkefnastjóri hverfisverkefna í Breiðholti fór yfir átak sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir í Breiðholti þar sem börnum og foreldrum með annað móðurmál en íslensku er boðið upp á einstaklingsþjónustu. Þar er boðið upp á viðtöl með það að markmiði að finna út úr því hvaða íþróttir börnin hafa áhuga á að stunda þar geta þau einnig fengið aðstoð við skráningu og jafnvel fylgd í fyrstu skrefunum í þátttöku í skipulögðu íþrótta- og/eða tómstundastarfi. Hefur þetta verkefni gefist mjög vel og sífellt fleiri börn með annað móðurmál en íslensku taka nú þátt. Jafnréttisúttekt er mikilvægt tól til úrbóta Samkvæmt jafnréttisúttekt á störfum hverfisíþróttafélaga sem kynnt var á fundinum í morgun mátti sjá að sum íþróttafélög virðast standa nokkuð vel hvað varðar jafnt kynjahlutfall í skipan starfsfólks og stjórna en önnur félög mega bæta sig verulega. Jafnréttisúttekt er mikilvægur liður í því að félögin fái rýni á störf sín og geti þannig bætt úr. Varðandi launakjörin þá segjast félögin að kynin fái greidd jöfn laun en fram kom í máli Sigríðar Finnborgadóttir verkefnisstjóra í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá Reykjavíkurborg að greina þarf betur hvaða forsendur og breytur liggja þar að baki. Hinsegin og kynsegin fyrirmyndir í íþróttum Einnig var farið yfir málefni hinsegin og kynsegin fólks og fræðslu í íþróttum. Enn eimir af því að gert er grín að hinsegin fólki í íþróttastarfi og notaðar eru setningar eins og „síðastur þangað er hommi“ eins og þegar um kapphlaup er að ræða. Þá er hinsegin fólk ekki mjög sýnilegt í íþróttaheiminum og þar vantar fleiri fyrirmyndir. Enn vantar upp á fræðslu og taka þarf betur á fordómum og þá er einnig töluverð vanþekking á stöðu transbarna eins og kom fram í erindi Svandísar Önnu Sigurðardóttur sérfræðings í hinsegin- og jafnréttismálum Reykjavíkurborgar. Bæta þarf menningu í íþróttahreyfingunni Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur og fulltrúi í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fór yfir skýrslu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Í máli hennar kom fram að nú er verið að skoða viðhorf, vinnulag og menningu. Þar er meðal annars verið að skoða hvernig eiga formlegar tilkynningar að berast, hverjir eru verkferlarnir og verið er að vinna að tillögum að úrbótum varðandi viðhorf, vinnulag og menningu. Skýrt þarf að vera hver viðurlögin eru og hvenær fólk á afturkvæmt og hvort fólk á afturkvæmt ef brot hefur átt sér stað. Kolbrún skýrði frá fjórum tillögum þar sem uppfæra þarf siðareglur og í þeim á að vera skýrt kveðið á um ofbeldismál. Að skýra þurfi leiðir og viðbrögð Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) í ofbeldismálum og að forysta KSÍ taki skýra afstöðu gegn ofbeldi, einnig að KSÍ verði leiðandi á sviði jafnréttismála innan íþróttahreyfingarinnar. Kynferðisofbeldismálum gagnvart börnum fjölgað um 65% Þá kom einnig fram í pallborði í lok málstofnunnar að hvers kyns ofbeldi gegn börnum er að finna alls staðar í samfélaginu og að við þurfum öll að taka höndum saman til að berjast gegn því. Þar er umfjöllun og fræðsla okkar helsta vopn. Í máli Kolbrúnar kom einnig fram að kynferðisofbeldismálum gegn börnum hefur fjölgað um 65% á síðastliðnum tveimur árum. Í þessu ljósi finnst mér mikilvægt að árétta að það er borgaraleg skylda okkar allra að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn sé beitt ofbeldi eða vanrækslu. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að jafnréttismál eru mannréttindamál. Iðkum mannréttindi og stöndum saman gegn öllu ofbeldi! Hægt er að sjá upptöku af málstofunni hér á Facebook Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar