Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Gunnar Guðni Tómasson skrifar 11. desember 2021 12:01 Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. Staðreyndirnar eru þessar Landsvirkjun vinnur og selur yfir 70% af raforku á Íslandi og rekur stærsta vinnslukerfi landsins með aflstöðvum og tilheyrandi miðlunarlónum fyrir vatnsaflsstöðvar, sem forstjóri OR virðist hafa miklar skoðanir á hvernig hægt sé að reka. Samanlagt uppsett afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar er nú um 2150 MW, þar af um 2000 MW í vatnsafli. Til samanburðar er heildar uppsett afl raforku á landinu um 3000 MW. Frá árinu 2014 hefur Landsvirkjun gangsett þrjár nýjar aflstöðvar með uppsett afl 285 MW og jafnframt aukið vinnslugetu í kerfi sínu með ýmsum aðgerðum. Sveigjanleiki í raforkusamningum Staðreyndin er sú að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar er full selt um þessar mundir. Viðskiptavinir hafa hins vegar ákveðinn sveigjanleika, mismikinn eftir samningum, til að fullnýta ekki samningana þegar illa árar hjá þeim, líkt og til dæmis gerðist árið 2020 og fyrstu mánuði þessa árs. Á móti hefur Landsvirkjun sveigjanleika til skerðinga þegar illa árar í vatnsbúskapnum. Orku, sem er þegar samningsbundin viðskiptavinum, er ekki hægt að nýta í orkuskipti framtíðarinnar. Ítrekuð vinnslumet slegin Frá síðari hluta ársins 2020 hefur eftirspurn eftir vörum viðskiptavina okkar aukist og afurðaverð þeirra hækkað, sem er jákvætt fyrir Landsvirkjun, viðskiptavini fyrirtækisins og allt þjóðarbúið. Mikil eftirspurn er því eftir raforku í landinu og hefur hún vaxið mjög hratt undanfarnar vikur og mánuði. Vinnslumet hafa ítrekað verið slegin í vinnslukerfi Landsvirkjunar, nú síðast föstudaginn 3. desember þegar vinnsla fyrirtækisins fór í fyrsta skipti yfir 1900 MW. Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það í raun alveg upp urið. Engin laus orka í vinnslukerfi Landsvirkjunar Með þessari miklu eftirspurn eftir raforku er vinnslukerfi Landsvirkjunar fullselt og í raun er veruleg umframeftirspurn eftir raforku um þessar mundir sem ekki er hægt að mæta. Þetta á við jafnvel þótt vatnsbúskapur væri eins og í meðalári og vinnslugeta Landsvirkjunar væri óskert. Við núverandi aðstæður er því engin laus orka í vinnslukerfi Landsvirkjunar. Þröng staða í vatnsbúskapnum Við þetta bætist að staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar er þröng um þessar mundir vegna lítils innrennslis til miðlunarlóna. Vinnslugetan er því að nokkru leyti skert frá því sem hún væri í meðalári og er það ástæða þess að fyrirtækið hefur þurft að grípa til takmarkana á afhendingu orku til tiltekinna viðskiptavina á undanförnum dögum. Hvar er laus orka? Við hjá Landsvirkjun getum ekki tjáð okkur um orkuvinnslu annarra fyrirtækja á raforkumarkaði á Íslandi. En ef lausa orku er að finna á raforkumarkaðnum þá er hana að finna hjá einhverjum öðrum aðila en Landsvirkjun. Mikilvægt er að vanda alla umræðu sem snýr að orkuöryggi þjóðarinnar og hvernig sé hægt að tryggja nauðsynleg orkuskipti framtíðarinnar og jafnframt að byggja þá umræðu á staðreyndum. Höfundur er framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. Staðreyndirnar eru þessar Landsvirkjun vinnur og selur yfir 70% af raforku á Íslandi og rekur stærsta vinnslukerfi landsins með aflstöðvum og tilheyrandi miðlunarlónum fyrir vatnsaflsstöðvar, sem forstjóri OR virðist hafa miklar skoðanir á hvernig hægt sé að reka. Samanlagt uppsett afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar er nú um 2150 MW, þar af um 2000 MW í vatnsafli. Til samanburðar er heildar uppsett afl raforku á landinu um 3000 MW. Frá árinu 2014 hefur Landsvirkjun gangsett þrjár nýjar aflstöðvar með uppsett afl 285 MW og jafnframt aukið vinnslugetu í kerfi sínu með ýmsum aðgerðum. Sveigjanleiki í raforkusamningum Staðreyndin er sú að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar er full selt um þessar mundir. Viðskiptavinir hafa hins vegar ákveðinn sveigjanleika, mismikinn eftir samningum, til að fullnýta ekki samningana þegar illa árar hjá þeim, líkt og til dæmis gerðist árið 2020 og fyrstu mánuði þessa árs. Á móti hefur Landsvirkjun sveigjanleika til skerðinga þegar illa árar í vatnsbúskapnum. Orku, sem er þegar samningsbundin viðskiptavinum, er ekki hægt að nýta í orkuskipti framtíðarinnar. Ítrekuð vinnslumet slegin Frá síðari hluta ársins 2020 hefur eftirspurn eftir vörum viðskiptavina okkar aukist og afurðaverð þeirra hækkað, sem er jákvætt fyrir Landsvirkjun, viðskiptavini fyrirtækisins og allt þjóðarbúið. Mikil eftirspurn er því eftir raforku í landinu og hefur hún vaxið mjög hratt undanfarnar vikur og mánuði. Vinnslumet hafa ítrekað verið slegin í vinnslukerfi Landsvirkjunar, nú síðast föstudaginn 3. desember þegar vinnsla fyrirtækisins fór í fyrsta skipti yfir 1900 MW. Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það í raun alveg upp urið. Engin laus orka í vinnslukerfi Landsvirkjunar Með þessari miklu eftirspurn eftir raforku er vinnslukerfi Landsvirkjunar fullselt og í raun er veruleg umframeftirspurn eftir raforku um þessar mundir sem ekki er hægt að mæta. Þetta á við jafnvel þótt vatnsbúskapur væri eins og í meðalári og vinnslugeta Landsvirkjunar væri óskert. Við núverandi aðstæður er því engin laus orka í vinnslukerfi Landsvirkjunar. Þröng staða í vatnsbúskapnum Við þetta bætist að staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar er þröng um þessar mundir vegna lítils innrennslis til miðlunarlóna. Vinnslugetan er því að nokkru leyti skert frá því sem hún væri í meðalári og er það ástæða þess að fyrirtækið hefur þurft að grípa til takmarkana á afhendingu orku til tiltekinna viðskiptavina á undanförnum dögum. Hvar er laus orka? Við hjá Landsvirkjun getum ekki tjáð okkur um orkuvinnslu annarra fyrirtækja á raforkumarkaði á Íslandi. En ef lausa orku er að finna á raforkumarkaðnum þá er hana að finna hjá einhverjum öðrum aðila en Landsvirkjun. Mikilvægt er að vanda alla umræðu sem snýr að orkuöryggi þjóðarinnar og hvernig sé hægt að tryggja nauðsynleg orkuskipti framtíðarinnar og jafnframt að byggja þá umræðu á staðreyndum. Höfundur er framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun