Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Snorri Másson skrifar 12. desember 2021 19:46 Elín Ásvaldsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum frá 1993 og segist því miður vön hvirfilbyljunum. Hún slapp við hættu að þessu sinni, en veðrin verða sífellt verri. Stöð 2 Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. Á víðfeðmu svæði í sex ríkjum Bandaríkjanna ríkir víðast hvar mikið hörmungarástand. Tala látinna nálgast hundrað og björgunarstarfi er víðast hvar sinnt af veikum mætti. Kentucky-ríki hefur orðið einna verst úti. Ríkisstjórni í Kentucky fullyrti í dag að hvirfilbylurinn væri sá allra mannskæðasti í sögu ríkisins. Elín ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Elín Ásvaldsdóttir glerlistakona er búsett í St. Louis í Missouri, töluvert norðvestur af versta hamfarasvæðinu í Kentucky, og hefur verið í Bandaríkjunum frá árinu 1993. Áður en hvirfilbylurinn reið yfir hafði veðrið verið einkar gott eins og venjulega þegar óveður af þessum toga er í aðsigi. En svo skall það á af fullum þunga á föstudag, með tilheyrandi viðvörunarkerfum sem fóru í gang. „Þannig að við náttúrulega stukkum bara ofan í kjallara og vorum þar mestallt kvöldið. Ég held að ég hafi farið að sofa um ellefuleytið. Þegar maður er vanur því að vera með þetta svona yfir sér tekur maður þetta ekki alveg eins alvarlega og maður ætti að gera alltaf. En við vorum heppin að það kom ekkert hjá okkur. En rétt áður en ég fór að sofa kom þetta á Amazon-bygginguna,“ segir Elín í samtali við fréttastofu. Í rúmlega hálftíma fjarlægð frá heimili Elínar féll vöruhús Amazon saman með þeim afleiðingum að sex létust. „Þetta er bara ömurlegt. Það er svo oft sem þetta kemur og það verður svo ofboðsleg eyðilegging. Það er ekkert sem maður getur gert nema vera ofan í kjallara og það er ástæðan fyrir því flestir eru með kjallara í húsinu hjá sér. Það er eiginlega öruggasti staðurinn til að vera á með svona mikið af steinsteypu í kringum mann,“ segir Elín. Svona harkalegar hamfarir vekja umræðu um loftslagsmál vestanhafs, en hvifilbylir fara versnandi með ári hverju. „Þú veist hvernig Ameríkanar eru, þeir eru svo pólaríseraðir. Minn helmingur, eins og ég segi, sem vill gera eitthvað í málunum, og svo annar helmingur sem segir að þetta sé ekki að gerast. Þannig að ég vona bara að umheimurinn leggist á eitt og breyti sínum gjörðum svo að heimurinn sleppi við þetta,“ segir Elín. Náttúruhamfarir Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sjá meira
Á víðfeðmu svæði í sex ríkjum Bandaríkjanna ríkir víðast hvar mikið hörmungarástand. Tala látinna nálgast hundrað og björgunarstarfi er víðast hvar sinnt af veikum mætti. Kentucky-ríki hefur orðið einna verst úti. Ríkisstjórni í Kentucky fullyrti í dag að hvirfilbylurinn væri sá allra mannskæðasti í sögu ríkisins. Elín ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Elín Ásvaldsdóttir glerlistakona er búsett í St. Louis í Missouri, töluvert norðvestur af versta hamfarasvæðinu í Kentucky, og hefur verið í Bandaríkjunum frá árinu 1993. Áður en hvirfilbylurinn reið yfir hafði veðrið verið einkar gott eins og venjulega þegar óveður af þessum toga er í aðsigi. En svo skall það á af fullum þunga á föstudag, með tilheyrandi viðvörunarkerfum sem fóru í gang. „Þannig að við náttúrulega stukkum bara ofan í kjallara og vorum þar mestallt kvöldið. Ég held að ég hafi farið að sofa um ellefuleytið. Þegar maður er vanur því að vera með þetta svona yfir sér tekur maður þetta ekki alveg eins alvarlega og maður ætti að gera alltaf. En við vorum heppin að það kom ekkert hjá okkur. En rétt áður en ég fór að sofa kom þetta á Amazon-bygginguna,“ segir Elín í samtali við fréttastofu. Í rúmlega hálftíma fjarlægð frá heimili Elínar féll vöruhús Amazon saman með þeim afleiðingum að sex létust. „Þetta er bara ömurlegt. Það er svo oft sem þetta kemur og það verður svo ofboðsleg eyðilegging. Það er ekkert sem maður getur gert nema vera ofan í kjallara og það er ástæðan fyrir því flestir eru með kjallara í húsinu hjá sér. Það er eiginlega öruggasti staðurinn til að vera á með svona mikið af steinsteypu í kringum mann,“ segir Elín. Svona harkalegar hamfarir vekja umræðu um loftslagsmál vestanhafs, en hvifilbylir fara versnandi með ári hverju. „Þú veist hvernig Ameríkanar eru, þeir eru svo pólaríseraðir. Minn helmingur, eins og ég segi, sem vill gera eitthvað í málunum, og svo annar helmingur sem segir að þetta sé ekki að gerast. Þannig að ég vona bara að umheimurinn leggist á eitt og breyti sínum gjörðum svo að heimurinn sleppi við þetta,“ segir Elín.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sjá meira
„Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56
Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55