Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2021 14:40 Smitin eru að mestu bundin við tvo árganga skólans. Vísir/Vilhelm Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. Smit af völdum Covid-19 hefur nú komið upp í sérskólanum Klettaskóla í Reykjavík en í heildina hafa tíu nemendur og fimm starfsmenn greinst smitaðir. Arnheiður Helgadóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir í samtali við fréttastofu að smitin séu að mestu bundin við tvo árganga skólans og að þeim hafi tekist að einangra tilfellin nokkuð vel. Skólastarf hefur ekki verið fellt niður en bæði starfsmenn og nemendur, hafa verið sendir í sóttkví vegna málsins sem hefur áhrif á skólastarf, líkt og gefur að skilja. Þau fari nú alfarið eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og þau hafa alltaf gert. Mögulegt er að grípa þurfi til hertra aðgerða innan skólans ef fleiri greinast á næstu dögum. Um leið og smitin komu upp fyrir helgi var ráðist í smitrakningu að sögn Arnheiðar og bindur hún vonir við að fleiri muni ekki greinast á næstu dögum. „En þetta fyrirbæri er nú þannig að við höfum ekki hugmynd um hvert morgundagurinn leiðir okkur,“ segir Arnheiður. Hún bendir á að staðan í Klettaskóla sé ekki frábrugðin stöðunni í öðrum skólum hér á landi þar sem börn hafa í auknum mæli verið að greinast smituð í haust og vetur. Þetta sé þó í fyrsta sinn sem að hópsmit komi upp innan Klettaskóla og segir Arnheiður að þau hafi verið heppin með það. „Ég þakka fyrst og fremst foreldrum og svo hins vegar starfsfólki sem hefur staðið sig ótrúlega vel,“ segir Arnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Smit af völdum Covid-19 hefur nú komið upp í sérskólanum Klettaskóla í Reykjavík en í heildina hafa tíu nemendur og fimm starfsmenn greinst smitaðir. Arnheiður Helgadóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir í samtali við fréttastofu að smitin séu að mestu bundin við tvo árganga skólans og að þeim hafi tekist að einangra tilfellin nokkuð vel. Skólastarf hefur ekki verið fellt niður en bæði starfsmenn og nemendur, hafa verið sendir í sóttkví vegna málsins sem hefur áhrif á skólastarf, líkt og gefur að skilja. Þau fari nú alfarið eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og þau hafa alltaf gert. Mögulegt er að grípa þurfi til hertra aðgerða innan skólans ef fleiri greinast á næstu dögum. Um leið og smitin komu upp fyrir helgi var ráðist í smitrakningu að sögn Arnheiðar og bindur hún vonir við að fleiri muni ekki greinast á næstu dögum. „En þetta fyrirbæri er nú þannig að við höfum ekki hugmynd um hvert morgundagurinn leiðir okkur,“ segir Arnheiður. Hún bendir á að staðan í Klettaskóla sé ekki frábrugðin stöðunni í öðrum skólum hér á landi þar sem börn hafa í auknum mæli verið að greinast smituð í haust og vetur. Þetta sé þó í fyrsta sinn sem að hópsmit komi upp innan Klettaskóla og segir Arnheiður að þau hafi verið heppin með það. „Ég þakka fyrst og fremst foreldrum og svo hins vegar starfsfólki sem hefur staðið sig ótrúlega vel,“ segir Arnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46