Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2021 14:40 Smitin eru að mestu bundin við tvo árganga skólans. Vísir/Vilhelm Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. Smit af völdum Covid-19 hefur nú komið upp í sérskólanum Klettaskóla í Reykjavík en í heildina hafa tíu nemendur og fimm starfsmenn greinst smitaðir. Arnheiður Helgadóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir í samtali við fréttastofu að smitin séu að mestu bundin við tvo árganga skólans og að þeim hafi tekist að einangra tilfellin nokkuð vel. Skólastarf hefur ekki verið fellt niður en bæði starfsmenn og nemendur, hafa verið sendir í sóttkví vegna málsins sem hefur áhrif á skólastarf, líkt og gefur að skilja. Þau fari nú alfarið eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og þau hafa alltaf gert. Mögulegt er að grípa þurfi til hertra aðgerða innan skólans ef fleiri greinast á næstu dögum. Um leið og smitin komu upp fyrir helgi var ráðist í smitrakningu að sögn Arnheiðar og bindur hún vonir við að fleiri muni ekki greinast á næstu dögum. „En þetta fyrirbæri er nú þannig að við höfum ekki hugmynd um hvert morgundagurinn leiðir okkur,“ segir Arnheiður. Hún bendir á að staðan í Klettaskóla sé ekki frábrugðin stöðunni í öðrum skólum hér á landi þar sem börn hafa í auknum mæli verið að greinast smituð í haust og vetur. Þetta sé þó í fyrsta sinn sem að hópsmit komi upp innan Klettaskóla og segir Arnheiður að þau hafi verið heppin með það. „Ég þakka fyrst og fremst foreldrum og svo hins vegar starfsfólki sem hefur staðið sig ótrúlega vel,“ segir Arnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Smit af völdum Covid-19 hefur nú komið upp í sérskólanum Klettaskóla í Reykjavík en í heildina hafa tíu nemendur og fimm starfsmenn greinst smitaðir. Arnheiður Helgadóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir í samtali við fréttastofu að smitin séu að mestu bundin við tvo árganga skólans og að þeim hafi tekist að einangra tilfellin nokkuð vel. Skólastarf hefur ekki verið fellt niður en bæði starfsmenn og nemendur, hafa verið sendir í sóttkví vegna málsins sem hefur áhrif á skólastarf, líkt og gefur að skilja. Þau fari nú alfarið eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og þau hafa alltaf gert. Mögulegt er að grípa þurfi til hertra aðgerða innan skólans ef fleiri greinast á næstu dögum. Um leið og smitin komu upp fyrir helgi var ráðist í smitrakningu að sögn Arnheiðar og bindur hún vonir við að fleiri muni ekki greinast á næstu dögum. „En þetta fyrirbæri er nú þannig að við höfum ekki hugmynd um hvert morgundagurinn leiðir okkur,“ segir Arnheiður. Hún bendir á að staðan í Klettaskóla sé ekki frábrugðin stöðunni í öðrum skólum hér á landi þar sem börn hafa í auknum mæli verið að greinast smituð í haust og vetur. Þetta sé þó í fyrsta sinn sem að hópsmit komi upp innan Klettaskóla og segir Arnheiður að þau hafi verið heppin með það. „Ég þakka fyrst og fremst foreldrum og svo hins vegar starfsfólki sem hefur staðið sig ótrúlega vel,“ segir Arnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46