Virkt eftirlit er grundvöllur verðmætasköpunnar Ögmundur Knútsson skrifar 15. desember 2021 07:30 Vaxandi umhverfisvitund almennings og auknar kröfur neytenda um að fiskveiðum sé stjórnað með sjálfbærni að leiðarljósi hefur skapað íslenskum sjávarútvegi gott orðspor og samkeppnisforskot. Þetta byggir meðal annars á trausti þess að hér séu vísindalegar nálganir notaðar við stjórn fiskveiða, ábyrg nýting fiskistofna og umgengni við hafið í hávegum höfð. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur gagnrýnt að mjög takmörkuð gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Ríkisendurskoðun gagnrýndi auk þess Fiskistofu, sem hefur það hlutverk að gæta að ábyrgri nýtingu sjávarauðlindarinnar, árið 2018 vegna veikburða og ómarkviss eftirlits. Það kemur íslenskum sjávarútvegi ekki til góða að sú saga nái fótfestu að á Íslandi sé óvirkt fiskveiðieftirlit heldur grefur það undan trúverðugleikanum sem byggst hefur upp. Fiskistofa hefur þegar brugðist við gagnrýni FAO og Ríkisendurskoðunnar. Meðal annars hefur stofnunin fjárfest í drónum og var eftirlit með þeim hafi í upphafi þessa árs. Áður en drónar voru teknir í notkun var fjöldi brottkastmála hjá Fiskistofu í kringum 10 mál á ári. Í lok nóvember árið 2021 var fjöldi mála kominn í 142. Það er ljóst að tíðni brottkasts segir ekki allt um magnið sem er hent en ljóst er að tegunda- og lengdarháð brottkast er mun meira en áætlað hefur verið hingað til á Íslandsmiðum. Mikilvægt er að farið verði í átaksverkefni til að áætla brottkastið á Íslandsmiðum og þróuð verði aðferðafræði til að nota gögn frá drónum sem og mælingum gerðum af eftirlitsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur þegar óskað eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun og Landhelgisgæsluna um slíkt verkefni. Samhliða mælingum á brottkast er mikilvægt að farið verði í fræðilega skoðun á hvernig úrræði í fiskveiðistjórnunarkerfinu eru nýtt til að koma í veg fyrir brottkast og hvort styrkja þurfi þau úrræði. Hendum ekki verðmætum og orðsporinu um leið Mikil verðmæti felast í þeim fiski sem er hent við veiðar og ljóst að hægt er að auka verðmætasköpun mikið ef öllum fiski verði landað eins og lög segja til um. Mikilvægt er greinin komi sér upp verklagi og gæðakerfum sem tryggja skaðlausa hegðun. Skilvirkt eftirlit er mikilvægt fyrir greinina í heild sinni til tryggja gott orðspor og samkeppnishæfni hennar. Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi á heimsvísu í tækniþróun og mikilvægt að eftirlit verði það einnig þannig að litið verði til Íslands sem fyrirmynd í umgengni um auðlindina á heimsvísu. Slíkt er hægt með sameiginlegu átaki allra sem að greininni koma og mikilvægt fyrir orðspor íslensks sjávarafurða. Sé það ekki gert grefur það undan vísindalegri nálgun því hún byggir þá ekki lengur á réttum tölum, það grefur svo undan lífríkinu og orðsporinu og þar með sjávarútveginum í heild. Lagaumhverfi Fiskistofu þarf að styrkja til að hægt verði að þróa eftirlitið í takt við þróun tæknibreytinga þar sem horft er á sjálfvirknivæðingar eftirlitsins og ábyrgðar greinarinnar við að sýna fram skaðlausa hegðun. Gott regluumhverfi og eftirlit er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög til að ná fram góðum lífskjörum og almennt séð gera umhverfið þannig úr garði að það sé góður staður til að lifa, starfa og eiga viðskipti í. Skilvirkar og vandaðar eftirlitsstofnanir spila þar lykilhlutverk, en þeim er á sama tíma ætlað að stuðla að framþróun, nýsköpun, aukinni framleiðni og hagvexti. Höfundur er Fiskistofustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Vaxandi umhverfisvitund almennings og auknar kröfur neytenda um að fiskveiðum sé stjórnað með sjálfbærni að leiðarljósi hefur skapað íslenskum sjávarútvegi gott orðspor og samkeppnisforskot. Þetta byggir meðal annars á trausti þess að hér séu vísindalegar nálganir notaðar við stjórn fiskveiða, ábyrg nýting fiskistofna og umgengni við hafið í hávegum höfð. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur gagnrýnt að mjög takmörkuð gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Ríkisendurskoðun gagnrýndi auk þess Fiskistofu, sem hefur það hlutverk að gæta að ábyrgri nýtingu sjávarauðlindarinnar, árið 2018 vegna veikburða og ómarkviss eftirlits. Það kemur íslenskum sjávarútvegi ekki til góða að sú saga nái fótfestu að á Íslandi sé óvirkt fiskveiðieftirlit heldur grefur það undan trúverðugleikanum sem byggst hefur upp. Fiskistofa hefur þegar brugðist við gagnrýni FAO og Ríkisendurskoðunnar. Meðal annars hefur stofnunin fjárfest í drónum og var eftirlit með þeim hafi í upphafi þessa árs. Áður en drónar voru teknir í notkun var fjöldi brottkastmála hjá Fiskistofu í kringum 10 mál á ári. Í lok nóvember árið 2021 var fjöldi mála kominn í 142. Það er ljóst að tíðni brottkasts segir ekki allt um magnið sem er hent en ljóst er að tegunda- og lengdarháð brottkast er mun meira en áætlað hefur verið hingað til á Íslandsmiðum. Mikilvægt er að farið verði í átaksverkefni til að áætla brottkastið á Íslandsmiðum og þróuð verði aðferðafræði til að nota gögn frá drónum sem og mælingum gerðum af eftirlitsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur þegar óskað eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun og Landhelgisgæsluna um slíkt verkefni. Samhliða mælingum á brottkast er mikilvægt að farið verði í fræðilega skoðun á hvernig úrræði í fiskveiðistjórnunarkerfinu eru nýtt til að koma í veg fyrir brottkast og hvort styrkja þurfi þau úrræði. Hendum ekki verðmætum og orðsporinu um leið Mikil verðmæti felast í þeim fiski sem er hent við veiðar og ljóst að hægt er að auka verðmætasköpun mikið ef öllum fiski verði landað eins og lög segja til um. Mikilvægt er greinin komi sér upp verklagi og gæðakerfum sem tryggja skaðlausa hegðun. Skilvirkt eftirlit er mikilvægt fyrir greinina í heild sinni til tryggja gott orðspor og samkeppnishæfni hennar. Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi á heimsvísu í tækniþróun og mikilvægt að eftirlit verði það einnig þannig að litið verði til Íslands sem fyrirmynd í umgengni um auðlindina á heimsvísu. Slíkt er hægt með sameiginlegu átaki allra sem að greininni koma og mikilvægt fyrir orðspor íslensks sjávarafurða. Sé það ekki gert grefur það undan vísindalegri nálgun því hún byggir þá ekki lengur á réttum tölum, það grefur svo undan lífríkinu og orðsporinu og þar með sjávarútveginum í heild. Lagaumhverfi Fiskistofu þarf að styrkja til að hægt verði að þróa eftirlitið í takt við þróun tæknibreytinga þar sem horft er á sjálfvirknivæðingar eftirlitsins og ábyrgðar greinarinnar við að sýna fram skaðlausa hegðun. Gott regluumhverfi og eftirlit er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög til að ná fram góðum lífskjörum og almennt séð gera umhverfið þannig úr garði að það sé góður staður til að lifa, starfa og eiga viðskipti í. Skilvirkar og vandaðar eftirlitsstofnanir spila þar lykilhlutverk, en þeim er á sama tíma ætlað að stuðla að framþróun, nýsköpun, aukinni framleiðni og hagvexti. Höfundur er Fiskistofustjóri.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun