Kolbrún gapandi hissa á Jóni Rúnari Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2021 09:37 Kolbrún Hrund og Jón Rúnar hafa verið öflug í sjálfboðavinnu innan knattspyrnuhreyfingarinnar undanfarin ár. Vísir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum, segist vera gapandi hissa á orðum Jóns Rúnars Halldórssonar, stjórnarmanns í Íslenskum toppfótbolta, í hennar garð. Jón Rúnar hefur sent stjórn KSÍ bréf þar sem hann sagði stjórn sambandsins verða að ræða framgöngu Kolbrúnar Hrundar og í framhaldinu víkja henni frá verkefnum á vegum KSÍ. Hún væri ekki hæf til að sinna þeim verkefnum, stuðningsyfirlýsing hennar til Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. Fjallað var um málið á Vísi í gær. „Vitið þið, að ég er bara gapandi hissa. Mér brá svo þegar ég sá þessa frétt vegna þess að hingað til hef ég bara átt jákvæð og góð samskipti við bæði félagið hans, FH, og aðra aðila innan ÍTF, og taldi einhvern veginn að við værum öll á sömu leið. Að sigla að því að byggja aftur upp traust, að sinna málum betur sem þurfti að sinna betur,“ sagði Kolbrún í Bítinu á morgun, aðspurð um gagnrýni Jóns Rúnars. Hissa á persónulegri árás Í bréfinu, sem Jón Rúnar tók fram að væri sent í eigin nafni, hélt hann því fram að Kolbrúnu væri ekki stætt á því að starfa á vegum KSÍ. „Siðferði í allri sinni mynd. Það er ekki hægt að berjast fyrir bættu siðferði öðru megin lækjar en vera svo bullandi siðblindur hinum megin,“ skrifaði Jón Rúnar. Höfuðstöðvar KSÍ eru á Laugardalsvelli.Vísir/Vilhelm Þessi orð komu Kolbrúnu á óvart. „Það kom mér líka á óvart að hann skyldi ráðast á mér persónulega, ekki bara gagnrýna orðin mín heldur líka að kalla mig bullandi siðblinda. Fyrir að lýsa yfir stuðningi við Vöndu. Ég var auðvitað ekki að gera upp á milli frambjóðenda, það er enginn annar í framboði heldur en Vanda,“ sagði Kolbrún Hrund. Nýtti tækifærið til að hvetja fólk til að standa við stóru orðin Vísaði hún þar í lokaorð sín á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Þar greip Kolbrún tækifærið og hvatti fólk til að styðja við Vöndu Sigurgeirsdóttur í komandi formannskosningum, eitthvað sem Jón Rúnar er af ósáttur með. „Á meðan það er enginn annar kominn í framboð taldi ég sjálfsagt á þessu málþingi þar sem við vorum að fjalla um jafnrétti í íþróttum að nota tækifærið til þess að hvetja fólk við að standa við stóru orðin og fylkja sér á bak við það, að við séum að sigla í rétta átt.“ Hún telur að með þessum orðum hafi hún ekki verið að misnota aðstöðu sína, enda sé enginn annar en Vanda í framboði, eins og staðan er núna. „Nei, ef að það væri kominn einhver mótframbjóðandi, ef ég vissi að það væru einhverjir að berjast um einhverja stöðu hefði ég ekki verið að lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda fram yfir annann. Ég hef hvergi séð og tel að það sé hvergi komið fram annað framboð.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál KSÍ Bítið Tengdar fréttir Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Jón Rúnar hefur sent stjórn KSÍ bréf þar sem hann sagði stjórn sambandsins verða að ræða framgöngu Kolbrúnar Hrundar og í framhaldinu víkja henni frá verkefnum á vegum KSÍ. Hún væri ekki hæf til að sinna þeim verkefnum, stuðningsyfirlýsing hennar til Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. Fjallað var um málið á Vísi í gær. „Vitið þið, að ég er bara gapandi hissa. Mér brá svo þegar ég sá þessa frétt vegna þess að hingað til hef ég bara átt jákvæð og góð samskipti við bæði félagið hans, FH, og aðra aðila innan ÍTF, og taldi einhvern veginn að við værum öll á sömu leið. Að sigla að því að byggja aftur upp traust, að sinna málum betur sem þurfti að sinna betur,“ sagði Kolbrún í Bítinu á morgun, aðspurð um gagnrýni Jóns Rúnars. Hissa á persónulegri árás Í bréfinu, sem Jón Rúnar tók fram að væri sent í eigin nafni, hélt hann því fram að Kolbrúnu væri ekki stætt á því að starfa á vegum KSÍ. „Siðferði í allri sinni mynd. Það er ekki hægt að berjast fyrir bættu siðferði öðru megin lækjar en vera svo bullandi siðblindur hinum megin,“ skrifaði Jón Rúnar. Höfuðstöðvar KSÍ eru á Laugardalsvelli.Vísir/Vilhelm Þessi orð komu Kolbrúnu á óvart. „Það kom mér líka á óvart að hann skyldi ráðast á mér persónulega, ekki bara gagnrýna orðin mín heldur líka að kalla mig bullandi siðblinda. Fyrir að lýsa yfir stuðningi við Vöndu. Ég var auðvitað ekki að gera upp á milli frambjóðenda, það er enginn annar í framboði heldur en Vanda,“ sagði Kolbrún Hrund. Nýtti tækifærið til að hvetja fólk til að standa við stóru orðin Vísaði hún þar í lokaorð sín á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Þar greip Kolbrún tækifærið og hvatti fólk til að styðja við Vöndu Sigurgeirsdóttur í komandi formannskosningum, eitthvað sem Jón Rúnar er af ósáttur með. „Á meðan það er enginn annar kominn í framboð taldi ég sjálfsagt á þessu málþingi þar sem við vorum að fjalla um jafnrétti í íþróttum að nota tækifærið til þess að hvetja fólk við að standa við stóru orðin og fylkja sér á bak við það, að við séum að sigla í rétta átt.“ Hún telur að með þessum orðum hafi hún ekki verið að misnota aðstöðu sína, enda sé enginn annar en Vanda í framboði, eins og staðan er núna. „Nei, ef að það væri kominn einhver mótframbjóðandi, ef ég vissi að það væru einhverjir að berjast um einhverja stöðu hefði ég ekki verið að lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda fram yfir annann. Ég hef hvergi séð og tel að það sé hvergi komið fram annað framboð.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál KSÍ Bítið Tengdar fréttir Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent