Grindr fær risasekt í Noregi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2021 15:33 Grindr er vinsælt stefnumótaforrit. Avishek Das/SOPA Images/LightRocket via Getty Images) Norska persónuverndarstofnunin Datatilsynet hefur sektað eigendur stefnumótusmáforritsins Grindr um 65 milljónir norskra króna, tæplega milljarð íslenskra króna Um er að ræða hæstu sekt sem stofnunin hefur beitt til þessa. Vakin er athygli á niðurstöðu Datatilsynet á vef Persónuverndar, systurstofnun norsku stofnunarinnar hér á landi. Þar segir að sektin sé til komin vegna þess að Grindr hafi veitt þriðja aðila aðgang að gögnum notenda forritsins í markaðssetningarskyni, án samþykkis þeirra. Meðal þeirra upplýsinga sem Grindr miðlaði voru GPS staðsetning, IP-tala, auglýsingaauðkenni, aldur, kyn og sú staðreynd að viðkomandi væri notandi að Grindr. Hægt var að bera kennsl á notendur og viðtakendur gátu deilt gögnunum frekar. Um viðkvæmar persónuupplýsingar er að ræða þar sem upplýsingarnar vörðuðu meðal annars kynhegðun notenda, segir á vef Persónuverndar. Grindr er máforrit sem ætlað er fyrir samkynhneigða svo þeir geti kynnst öðrum samkynhneigðum. Rannsókn Datatilsynet beindist að tæplega tveggja ára tímabili frá júlí 2018 til apríl 2020 en þá breytti Grindr því hvernig staðið væri að því að biðja um samþykki fyrir deilingu upplýsinga í forritinu. Alls nemur sektin um einum milljarði íslenskra króna, en hún var lækkuð úr 100 milljónum norskum krónum, tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna, með vísan í fjárhagsstöðu félagsins og þess að Grindr hafi bætt úr fyrrgreindum annmörkum á hugbúnaðinum. Noregur Tækni Samfélagsmiðlar Neytendur Persónuvernd Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Vakin er athygli á niðurstöðu Datatilsynet á vef Persónuverndar, systurstofnun norsku stofnunarinnar hér á landi. Þar segir að sektin sé til komin vegna þess að Grindr hafi veitt þriðja aðila aðgang að gögnum notenda forritsins í markaðssetningarskyni, án samþykkis þeirra. Meðal þeirra upplýsinga sem Grindr miðlaði voru GPS staðsetning, IP-tala, auglýsingaauðkenni, aldur, kyn og sú staðreynd að viðkomandi væri notandi að Grindr. Hægt var að bera kennsl á notendur og viðtakendur gátu deilt gögnunum frekar. Um viðkvæmar persónuupplýsingar er að ræða þar sem upplýsingarnar vörðuðu meðal annars kynhegðun notenda, segir á vef Persónuverndar. Grindr er máforrit sem ætlað er fyrir samkynhneigða svo þeir geti kynnst öðrum samkynhneigðum. Rannsókn Datatilsynet beindist að tæplega tveggja ára tímabili frá júlí 2018 til apríl 2020 en þá breytti Grindr því hvernig staðið væri að því að biðja um samþykki fyrir deilingu upplýsinga í forritinu. Alls nemur sektin um einum milljarði íslenskra króna, en hún var lækkuð úr 100 milljónum norskum krónum, tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna, með vísan í fjárhagsstöðu félagsins og þess að Grindr hafi bætt úr fyrrgreindum annmörkum á hugbúnaðinum.
Noregur Tækni Samfélagsmiðlar Neytendur Persónuvernd Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira