Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 23:24 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir breytingar í Stjórnarráðinu ekki þjóna hagsmunum almennings. Vísir/Friðrik Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. Frumvarp um breytta skipan ráðuneyta er til umræðu á Alþingi í kvöld en eins og flestir sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum landsins hafa orðið varir við var nokkur breyting þar á þegar ný ríkisstjórn tók við. Menntamálaráðuneytinu var til að mynda skipt í tvennt og eru menntamál nú á borði tveggja ráðherra, málefni voru færð til milli ráðherra og svo framvegis. „Gagnrýnin er auðvitað fyrst og fremst sú að það er engin knýjandi þörf, það var ekkert sérstakt sem kallaði á það að fara í þessar breytingar,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir breytingarnar ekki þjóna hagsmunum almennings sérstaklega, heldur fyrst og fremst hagsmunum ríkisstjórnarflokkanna. „Fjármálaráðherra hefur sagt að þessar breytingar verði í kring um einhverjar hundruð milljóna króna. Þetta veldur hægagangi innan kerfisins þannig að manni finnst þetta vera ansi dýrkeypt ráðherraskipti milli flokkanna,“ sagði Þorbjörg. Af og frá að Sjálfstæðisflokkurinn sé óábyrgur í efnahagsstjórn Þorbjörg sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur i fjármálum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Diljá Mist, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur fyrir að breyting ráðuneyta sé óábyrg gagnvart fjármálum ríkisins. Vísir/Vilhelm „Nei, við erum svo sannarlega ekki orðin það og eins og við Þorbjörg erum nú oft sammála þá er auðvitað aðalatriðið og markmiðið það að veita borgurum betri þjónustu,“ sagði Diljá í kvöldfréttum. „Það er aðalatriði málsins. Sjálfstæðisflokkurinn verður nú seint sakaður um óábyrga efnahagsstjórn eða óábyrgan rekstur á ríkisfjármálum og staðan í ríkisfjármálunum núna ber þess glöggt vitni.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Frumvarp um breytta skipan ráðuneyta er til umræðu á Alþingi í kvöld en eins og flestir sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum landsins hafa orðið varir við var nokkur breyting þar á þegar ný ríkisstjórn tók við. Menntamálaráðuneytinu var til að mynda skipt í tvennt og eru menntamál nú á borði tveggja ráðherra, málefni voru færð til milli ráðherra og svo framvegis. „Gagnrýnin er auðvitað fyrst og fremst sú að það er engin knýjandi þörf, það var ekkert sérstakt sem kallaði á það að fara í þessar breytingar,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir breytingarnar ekki þjóna hagsmunum almennings sérstaklega, heldur fyrst og fremst hagsmunum ríkisstjórnarflokkanna. „Fjármálaráðherra hefur sagt að þessar breytingar verði í kring um einhverjar hundruð milljóna króna. Þetta veldur hægagangi innan kerfisins þannig að manni finnst þetta vera ansi dýrkeypt ráðherraskipti milli flokkanna,“ sagði Þorbjörg. Af og frá að Sjálfstæðisflokkurinn sé óábyrgur í efnahagsstjórn Þorbjörg sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur i fjármálum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Diljá Mist, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur fyrir að breyting ráðuneyta sé óábyrg gagnvart fjármálum ríkisins. Vísir/Vilhelm „Nei, við erum svo sannarlega ekki orðin það og eins og við Þorbjörg erum nú oft sammála þá er auðvitað aðalatriðið og markmiðið það að veita borgurum betri þjónustu,“ sagði Diljá í kvöldfréttum. „Það er aðalatriði málsins. Sjálfstæðisflokkurinn verður nú seint sakaður um óábyrga efnahagsstjórn eða óábyrgan rekstur á ríkisfjármálum og staðan í ríkisfjármálunum núna ber þess glöggt vitni.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18
Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10