Hörður Axel: Verður skrýtið að spila gegn Hauki Helga Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2021 22:23 Hörður Axel er algjör lykilmaður í sterku liði Keflvíkinga. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflvíkinga sem gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu þar 90-76 sigur í Subway deildinni í kvöld. „Heilt yfir var þetta mjög gott, sérstaklega til að byrja með. Þá vorum við mjög fastir fyrir og grimmir. Þetta datt niður á köflum en við lokuðum alltaf á það sem við þurftum að loka á og gerðum vel í að klára leikinn,“ sagði Hörður Axel í samtali við Vísi eftir leik. Keflvíkingar voru með yfirhöndina nær allan tímann og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Hörður Axel sagði þó varasamt að slaka á gegn Grindavík. „Það er stórhættulegt að spila í Grindavík og á móti þeim ef maður heldur að maður sé kominn með eitthvað. Þá koma þeir með einhver áhlaup eins og þeir gerðu í kvöld og það er stórhættulegt. Þeir eru þannig að lið að ef þeir komast í taktinn er erfitt að eiga við þá.“ David Okeke. lykilmaður Keflavíkur, sleit hásin á dögunum og verður ekkert meira með í vetur. „Þetta auðvitað breytir heilmiklu fyrir okkur, það eru fleiri sem þurfa að taka meira til sín og stíga upp. Við erum búnir að vera full passívir nokkrir í liðinu og höfum látið boltann rúlla full mikið. Í kvöld var Jaka mjög góður og Halldór Garðar líka. Þetta var skref í rétta átt að ef við missum mann út að aðrir stígi upp og geri góða hluti.“ Framundan er jólahátíðin en núna verður spilað í Subway deildinni á milli jóla og nýárs. Keflvíkingar eiga risaleik en þeir mæta nágrönnum sínum úr Njarðvík þann 29.desember. Þar er Haukur Helgi Pálsson, félagi Harðar í landsliðinu til fjölda ára. „Það verður mjög skrýtið að spila gegn Hauki, ég hef aldrei spilað gegn honum og það verður mjög sérstakt fyrir mig. Fyrst ætla ég að fá að njóta jólanna með fjölskyldunni og taka smá pásu frá þessu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Keflavík ÍF UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
„Heilt yfir var þetta mjög gott, sérstaklega til að byrja með. Þá vorum við mjög fastir fyrir og grimmir. Þetta datt niður á köflum en við lokuðum alltaf á það sem við þurftum að loka á og gerðum vel í að klára leikinn,“ sagði Hörður Axel í samtali við Vísi eftir leik. Keflvíkingar voru með yfirhöndina nær allan tímann og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Hörður Axel sagði þó varasamt að slaka á gegn Grindavík. „Það er stórhættulegt að spila í Grindavík og á móti þeim ef maður heldur að maður sé kominn með eitthvað. Þá koma þeir með einhver áhlaup eins og þeir gerðu í kvöld og það er stórhættulegt. Þeir eru þannig að lið að ef þeir komast í taktinn er erfitt að eiga við þá.“ David Okeke. lykilmaður Keflavíkur, sleit hásin á dögunum og verður ekkert meira með í vetur. „Þetta auðvitað breytir heilmiklu fyrir okkur, það eru fleiri sem þurfa að taka meira til sín og stíga upp. Við erum búnir að vera full passívir nokkrir í liðinu og höfum látið boltann rúlla full mikið. Í kvöld var Jaka mjög góður og Halldór Garðar líka. Þetta var skref í rétta átt að ef við missum mann út að aðrir stígi upp og geri góða hluti.“ Framundan er jólahátíðin en núna verður spilað í Subway deildinni á milli jóla og nýárs. Keflvíkingar eiga risaleik en þeir mæta nágrönnum sínum úr Njarðvík þann 29.desember. Þar er Haukur Helgi Pálsson, félagi Harðar í landsliðinu til fjölda ára. „Það verður mjög skrýtið að spila gegn Hauki, ég hef aldrei spilað gegn honum og það verður mjög sérstakt fyrir mig. Fyrst ætla ég að fá að njóta jólanna með fjölskyldunni og taka smá pásu frá þessu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Keflavík ÍF UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03