Sprenging í tíðni áunninnar sykursýki: Matvælaframleiðendur beri mikla ábyrgð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2021 18:30 Bolli Þórsson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd Samsett Sprenging hefur orðið í fjölda fólks sem hefur greinst með áunna sykursýki hér á landi síðustu ellefu ár. Aukningin helst í hendur við fjölgun fólks í ofþyngd. Talið er að þrjátíu prósent þeirra sem hafa sjúkdóminn séu vangreind. Tvöfalt fleiri taka lyf til að lækka blóðsykur sinn nú en fyrir ellefu árum samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Blóðsykurslækkandi lyf, utan insúlíns (ATC flokkur A10B) miðað við stöðu í lyfjagagnagrunni, dags. 20.12.2021. Heimild:Landlæknir.Vísir/Ragnar Visage Þetta kemur líka fram í grein sem birtist í Læknablaðinu á þessu ári þar sem algengi sykursýki 2 meira en tvöfaldaðist í nær öllum aldurshópum frá 2005 til 2018. Áætlaður fjöldi fólks með sykursýki. Heimild: Læknablaðið.Vísir/Ragnar Visage Haldi fólki með sykursýki á Íslandi áfram að fjölga með svipuðum hraða gæti fjöldi fólks með sykursýki verið um 24.000 manns árið 2040. „Það er líka aukning á sykursýki eitt af einhverjum ástæðum, þó áunninn sykursýki eða sykursýki 2 sé um 90% tilvika,“ segir Bolli Þórsson sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd sem er einn höfunda greinarinnar. Einkum megi rekja aukningu á sykursýki tvö til þriggja þátta. „Það eru bein tengsl milli ofþyngdar og sykursýki, hreyfingarleysi hefur líka neikvæð áhrif og mataræðið,“ segir hann. Bolli sem starfar sem læknir hjá Hjartavernd segir að vísbendingar séu um að neikvæð þróun hafi átt sér stað í öllum þessum þáttum síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. „Fólk hefur verið heldur að þyngjast síðustu ár og það er svona minna að hreyfa sig. Þá hef ég hef heyrt um rannsóknir frá Íslenskri erfðagreiningu um að þol fólks sé minna,“ segir hann. Matvælaframleiðendur beri siðferðislega ábyrgð Bolli segir of algengt að fólk neyti tilbúinna, óhollra matvæla en framleiðendur beri líka mikla ábyrgð. „Matvælaframleiðendur bera mikla ábyrgð á þessari þróun. Þeir hafa siðferðislega ábyrgð á að hafa eins holl innihaldsefni og mögulegt er í framleiðslu sinni sem er því miður ekki alltaf raunin,“ segir hann. Bolli segir að streita geti líka haft neikvæð áhrif, einkum á þá sem eru þegar með sykursýki. „Það eru einhver tengsl við streitu og sykursýki það er ekki spurning,“ segir hann. Bolli segir að talið sé að um þriðjungur þeirra sem eru með sykursýki séu vangreindir og ómeðhöndluð sykursýki geti valdið margs konar vanda. „Of hár sykur fer mjög illa með mörg líffæri og æðar þannig að þetta veldur mörgum sjúkdómum í líffærum eins og nýrum og augum. Þá ýtir of hár sykur undir æðakölkun sem er aðal orsökin fyrir hjarta og æðasjúkdómum Heilsa Landspítalinn Matur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Tvöfalt fleiri taka lyf til að lækka blóðsykur sinn nú en fyrir ellefu árum samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Blóðsykurslækkandi lyf, utan insúlíns (ATC flokkur A10B) miðað við stöðu í lyfjagagnagrunni, dags. 20.12.2021. Heimild:Landlæknir.Vísir/Ragnar Visage Þetta kemur líka fram í grein sem birtist í Læknablaðinu á þessu ári þar sem algengi sykursýki 2 meira en tvöfaldaðist í nær öllum aldurshópum frá 2005 til 2018. Áætlaður fjöldi fólks með sykursýki. Heimild: Læknablaðið.Vísir/Ragnar Visage Haldi fólki með sykursýki á Íslandi áfram að fjölga með svipuðum hraða gæti fjöldi fólks með sykursýki verið um 24.000 manns árið 2040. „Það er líka aukning á sykursýki eitt af einhverjum ástæðum, þó áunninn sykursýki eða sykursýki 2 sé um 90% tilvika,“ segir Bolli Þórsson sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd sem er einn höfunda greinarinnar. Einkum megi rekja aukningu á sykursýki tvö til þriggja þátta. „Það eru bein tengsl milli ofþyngdar og sykursýki, hreyfingarleysi hefur líka neikvæð áhrif og mataræðið,“ segir hann. Bolli sem starfar sem læknir hjá Hjartavernd segir að vísbendingar séu um að neikvæð þróun hafi átt sér stað í öllum þessum þáttum síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. „Fólk hefur verið heldur að þyngjast síðustu ár og það er svona minna að hreyfa sig. Þá hef ég hef heyrt um rannsóknir frá Íslenskri erfðagreiningu um að þol fólks sé minna,“ segir hann. Matvælaframleiðendur beri siðferðislega ábyrgð Bolli segir of algengt að fólk neyti tilbúinna, óhollra matvæla en framleiðendur beri líka mikla ábyrgð. „Matvælaframleiðendur bera mikla ábyrgð á þessari þróun. Þeir hafa siðferðislega ábyrgð á að hafa eins holl innihaldsefni og mögulegt er í framleiðslu sinni sem er því miður ekki alltaf raunin,“ segir hann. Bolli segir að streita geti líka haft neikvæð áhrif, einkum á þá sem eru þegar með sykursýki. „Það eru einhver tengsl við streitu og sykursýki það er ekki spurning,“ segir hann. Bolli segir að talið sé að um þriðjungur þeirra sem eru með sykursýki séu vangreindir og ómeðhöndluð sykursýki geti valdið margs konar vanda. „Of hár sykur fer mjög illa með mörg líffæri og æðar þannig að þetta veldur mörgum sjúkdómum í líffærum eins og nýrum og augum. Þá ýtir of hár sykur undir æðakölkun sem er aðal orsökin fyrir hjarta og æðasjúkdómum
Heilsa Landspítalinn Matur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11