Skattlaust ár fyrir heilbrigðisstarfsfólk í bráðaþjónustu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2021 08:12 Ragnar Freyr er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og var á einum tíma umsjónarmaður Covid-göngudeildarinnar. „Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár?“ spyr Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, í Facebook-færslu. Að sögn Ragnars lágu níu inni á spítalanum í gær sökum Covid-19, sem hann segir ekki hljóma ýkja mikið, en á sama tíma hafi 32 bráðveikir sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni þar sem ekki var pláss fyrir þá annars staðar. „Spítalarnir okkar eru hreinlega yfirfullir af sjúklingum,“ segir Ragnar. Ragnar sagði samfélagið standa frammi fyrir stærstu Covid-bylgjunni hingað til. Lista- og veitingamenn hefðu lýst yfir áhyggjum vegna boðaðra aðgerða og skiljanlega kölluðu þeir eftir úrræðum. „Við, heilbrigðisstarfsfólk, höfum líka miklar áhyggjur, því þrátt fyrir að hafa endalaust bent á vankanta hefur lítið sem ekkert áorkast í að auka þanþol heilbrigðiskerfisins til að bregðast betur við þeim áföllum sem dunið hafa á okkur síendurtekið á liðnum mánuðum og árum. Við höfum hrópað okkur hás - kallandi eftir aðgerðum,“ segir Ragnar á Facebook. Okkur vantar mannskap, bætir hann við, menntað heilbrigðisstarfsfólk til að sinna bráðveikum sjúklingum. Hvort sem þeir eru með Covid eða ekki. „Öllu þessu fólki þarf að sinna.“ Ragnar segir „EKKERT“ hafa verið gert til að mæta þörfum heilbrigðisstarfsfólks annað en að kalla það inn úr fríum og biðja það að vinna aukavaktir. Ef eitthvað hafi starfsfólki fækkað, þar sem það hefði valið að snúa sér að öðrum störfum. „Hvernig snúum við vörn í sókn? Á göngum spítalans varpaði einn hjúkrunarfræðingur fram hugmynd, sem mér fannst hljóma ansi vel. Hugmynd sem gæti lokkað fólk aftur inn á sjúkrahúsið og þannig aukið getu okkar til að sinna veiku fólki. Fólkinu okkar. Hugmyndin er þessi: Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár? Þannig gæti það orðið mjög eftirsóknarvert að sinna þessum störfum og vandinn við að manna vaktir gæti mögulega minnkað til muna. Þanþol okkar gæti aukist. Gæti þessi hugmynd gert gæfumuninn?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Að sögn Ragnars lágu níu inni á spítalanum í gær sökum Covid-19, sem hann segir ekki hljóma ýkja mikið, en á sama tíma hafi 32 bráðveikir sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni þar sem ekki var pláss fyrir þá annars staðar. „Spítalarnir okkar eru hreinlega yfirfullir af sjúklingum,“ segir Ragnar. Ragnar sagði samfélagið standa frammi fyrir stærstu Covid-bylgjunni hingað til. Lista- og veitingamenn hefðu lýst yfir áhyggjum vegna boðaðra aðgerða og skiljanlega kölluðu þeir eftir úrræðum. „Við, heilbrigðisstarfsfólk, höfum líka miklar áhyggjur, því þrátt fyrir að hafa endalaust bent á vankanta hefur lítið sem ekkert áorkast í að auka þanþol heilbrigðiskerfisins til að bregðast betur við þeim áföllum sem dunið hafa á okkur síendurtekið á liðnum mánuðum og árum. Við höfum hrópað okkur hás - kallandi eftir aðgerðum,“ segir Ragnar á Facebook. Okkur vantar mannskap, bætir hann við, menntað heilbrigðisstarfsfólk til að sinna bráðveikum sjúklingum. Hvort sem þeir eru með Covid eða ekki. „Öllu þessu fólki þarf að sinna.“ Ragnar segir „EKKERT“ hafa verið gert til að mæta þörfum heilbrigðisstarfsfólks annað en að kalla það inn úr fríum og biðja það að vinna aukavaktir. Ef eitthvað hafi starfsfólki fækkað, þar sem það hefði valið að snúa sér að öðrum störfum. „Hvernig snúum við vörn í sókn? Á göngum spítalans varpaði einn hjúkrunarfræðingur fram hugmynd, sem mér fannst hljóma ansi vel. Hugmynd sem gæti lokkað fólk aftur inn á sjúkrahúsið og þannig aukið getu okkar til að sinna veiku fólki. Fólkinu okkar. Hugmyndin er þessi: Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár? Þannig gæti það orðið mjög eftirsóknarvert að sinna þessum störfum og vandinn við að manna vaktir gæti mögulega minnkað til muna. Þanþol okkar gæti aukist. Gæti þessi hugmynd gert gæfumuninn?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira