Searle skaut Borland niður á jörðina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2021 16:17 Þrátt fyrir að sjá varla á píluspjaldið er Ryan Searle afar flinkur spilari. getty/John Walton Ryan Searle, William O'Connor og Luke Humphries komust örugglega í 3. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Joe Cullen þurfti hins vegar að hafa mikið fyrir sínum sigri. Í fyrsta leik dagsins mætti Searle Skotanum William Borland sem sló í gegn í 1. umferð þegar hann tryggði sér sigur á Bradley Brooks með ótrúlegum níu pílna leik. Borland átti þó ekki mikla möguleika í Searle sem hefur leikið einkar vel á þessu ári og er í 15. sæti heimslistans. Searle vann fyrsta settið 3-0 og Borland virtist ekki eiga möguleika. Skotinn náði sér aðeins betur á strik í næstu tveimur settum en það dugði ekki til. Searle vann þau bæði, 3-2, og leikinn, 3-0. Í öðrum leik dagsins vann Írinn William O'Connor mjög svo öruggan sigur á reynsluboltanum Glen Durrant. O'Connor vann leikinn 3-0 og tapaði aðeins einum legg. Austurríkismaðurinn Rowby-John Rodriguez sýndi góða takta í 1. umferðinni en átti litla möguleika gegn Luke Humphries sem vann viðureignina, 3-0. Eftir þrjár frekar ójafnar viðureignir var mikil spenna í leik Cullens og Jims Williams. Sá síðarnefndi komst í 0-1 og 1-2 en Cullen gafst ekki upp. Hann jafnaði með því að vinna fjórða settið, 3-0, og tryggði sér svo sigurinn með 3-1 sigri í oddasetti. Fjórir leikir fara fram á HM í kvöld. Bein útsending Stöðvar 2 Sports 3 hefst klukkan 19:00. Leikir kvöldsins Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker Pílukast Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sjá meira
Í fyrsta leik dagsins mætti Searle Skotanum William Borland sem sló í gegn í 1. umferð þegar hann tryggði sér sigur á Bradley Brooks með ótrúlegum níu pílna leik. Borland átti þó ekki mikla möguleika í Searle sem hefur leikið einkar vel á þessu ári og er í 15. sæti heimslistans. Searle vann fyrsta settið 3-0 og Borland virtist ekki eiga möguleika. Skotinn náði sér aðeins betur á strik í næstu tveimur settum en það dugði ekki til. Searle vann þau bæði, 3-2, og leikinn, 3-0. Í öðrum leik dagsins vann Írinn William O'Connor mjög svo öruggan sigur á reynsluboltanum Glen Durrant. O'Connor vann leikinn 3-0 og tapaði aðeins einum legg. Austurríkismaðurinn Rowby-John Rodriguez sýndi góða takta í 1. umferðinni en átti litla möguleika gegn Luke Humphries sem vann viðureignina, 3-0. Eftir þrjár frekar ójafnar viðureignir var mikil spenna í leik Cullens og Jims Williams. Sá síðarnefndi komst í 0-1 og 1-2 en Cullen gafst ekki upp. Hann jafnaði með því að vinna fjórða settið, 3-0, og tryggði sér svo sigurinn með 3-1 sigri í oddasetti. Fjórir leikir fara fram á HM í kvöld. Bein útsending Stöðvar 2 Sports 3 hefst klukkan 19:00. Leikir kvöldsins Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker
Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker
Pílukast Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sjá meira