Stoðsending til velferðarmála Björn Bjarki Þorsteinsson og Sigurjón Norberg Kjærnested skrifa 23. desember 2021 08:00 Það var skemmtilegt að fylgjast með kosningabaráttunni haust fyrir okkur sem störfum innan vébanda Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV. Allir flokkar og framboð voru á því að styrkja þyrfti og styðja betur við hjúkrunarheimili, dagdvalir og fyrirtæki i velferðarþjónustu. Það var meiningarmunur á útfærslum en engan stjórnmálamann hittum við sem tók ekki undir þessi sjónarmið. Við fylltumst svo enn frekari von þegar við sáum nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála hennar. Þar var að finna áherslu á að efla mönnun í heilbrigðisþjónustunni, að byggja upp nýjar og fjölbreyttari lausnir í umönnun, að auka þjónustu hringinn í kringum landið og margt fleira – allt í þágu þeirra sem mestu máli skipta, fólksins sem við þjónustum alla daga. Nú hefur fjárlaganefnd lokið vinnu við breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu og þar sjáum við þennan góða vilja og áherslur raungerast. Fjárlaganefnd leggur til aukna fjármuni til hjúkrunarheimila, sem var algerlega nauðsynlegt til að rekstur þeirra gangi upp á næsta ári. Hjúkrunarheimili landsins og íbúar þeirra horfðu upp á niðurskurð á þjónustu og rekstri á næsta ári. Það gleymist of oft að niðurskurður til hjúkrunarheimila þýðir færra starfsfólk og minni umönnun fyrir íbúa heimilanna. Slíku slysi hefur nú verið afstýrt! Í breytingartillögu fjárlaganefndar kemur einnig til lykilframlag til Alzheimersamtakanna vegna þjónustumiðstöðvar fyrir fólk sem greinist ungt með heilabilun eða er á fyrri stigum sjúkdómsins. Þá er lagt til aukið fjármagn til hinna mikilvægu verkefna sem SÁÁ sinnir, en vonir standa þó til að fjármagnið verði aukið enn frekar til SÁÁ í þriðju umræðu þannig að ósk SÁÁ um 300 milljóna viðbótarframlag á árinu 2022 verði mætt. Áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum um uppbyggingu fjölbreyttra þjónustuúrræða fyrir eldra fólk, t.d. dagdvalir, heimahjúkrun, fjölbreytt þjónustuúrræði og fjarþjónusta eru einnig að raungerast við aðra umræðu fjárlaga. Þar hlökkum við í SFV til samstarfs við að útfæra og framkvæma þær mikilvægu úrbætur. Rekstur hjúkrunarheimila hefur árum saman verið þungur og allar faglegar úttektir sýnt fram að þar þurfi að gera betur í fjárveitingum til heimilanna. Þökk sé þeirri forystu sem fjárlaganefnd og heilbrigðisráðherra hafa sýnt nú þá byrjar næsta rekstrarár hjúkrunarheimila má segja með vindinn í bakið. Það eru þó enn fjölmörg verkefni sem stjórnvöld og heimilin þurfa að leysa saman í framtíðinni í samstarfi og samvinnu. Til dæmis vantar enná töluvert upp á svo reksturinn sé fullfjármagnaður þannig að mönnunarviðmiðum Embættis landlæknis sé fylgt. En engu að síður er það okkur fulltrúum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu mikil ánægja að geta endað árið 2021 með þökkum og hrósi til heilbrigðisráðherra, fjárlaganefndar ogþingheims alls, því við trúum og treystum að það verði samþykkt samhljóða að auka fjármagn til okkar mikilvæga málaflokks. Höfundar eru formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það var skemmtilegt að fylgjast með kosningabaráttunni haust fyrir okkur sem störfum innan vébanda Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV. Allir flokkar og framboð voru á því að styrkja þyrfti og styðja betur við hjúkrunarheimili, dagdvalir og fyrirtæki i velferðarþjónustu. Það var meiningarmunur á útfærslum en engan stjórnmálamann hittum við sem tók ekki undir þessi sjónarmið. Við fylltumst svo enn frekari von þegar við sáum nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála hennar. Þar var að finna áherslu á að efla mönnun í heilbrigðisþjónustunni, að byggja upp nýjar og fjölbreyttari lausnir í umönnun, að auka þjónustu hringinn í kringum landið og margt fleira – allt í þágu þeirra sem mestu máli skipta, fólksins sem við þjónustum alla daga. Nú hefur fjárlaganefnd lokið vinnu við breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu og þar sjáum við þennan góða vilja og áherslur raungerast. Fjárlaganefnd leggur til aukna fjármuni til hjúkrunarheimila, sem var algerlega nauðsynlegt til að rekstur þeirra gangi upp á næsta ári. Hjúkrunarheimili landsins og íbúar þeirra horfðu upp á niðurskurð á þjónustu og rekstri á næsta ári. Það gleymist of oft að niðurskurður til hjúkrunarheimila þýðir færra starfsfólk og minni umönnun fyrir íbúa heimilanna. Slíku slysi hefur nú verið afstýrt! Í breytingartillögu fjárlaganefndar kemur einnig til lykilframlag til Alzheimersamtakanna vegna þjónustumiðstöðvar fyrir fólk sem greinist ungt með heilabilun eða er á fyrri stigum sjúkdómsins. Þá er lagt til aukið fjármagn til hinna mikilvægu verkefna sem SÁÁ sinnir, en vonir standa þó til að fjármagnið verði aukið enn frekar til SÁÁ í þriðju umræðu þannig að ósk SÁÁ um 300 milljóna viðbótarframlag á árinu 2022 verði mætt. Áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum um uppbyggingu fjölbreyttra þjónustuúrræða fyrir eldra fólk, t.d. dagdvalir, heimahjúkrun, fjölbreytt þjónustuúrræði og fjarþjónusta eru einnig að raungerast við aðra umræðu fjárlaga. Þar hlökkum við í SFV til samstarfs við að útfæra og framkvæma þær mikilvægu úrbætur. Rekstur hjúkrunarheimila hefur árum saman verið þungur og allar faglegar úttektir sýnt fram að þar þurfi að gera betur í fjárveitingum til heimilanna. Þökk sé þeirri forystu sem fjárlaganefnd og heilbrigðisráðherra hafa sýnt nú þá byrjar næsta rekstrarár hjúkrunarheimila má segja með vindinn í bakið. Það eru þó enn fjölmörg verkefni sem stjórnvöld og heimilin þurfa að leysa saman í framtíðinni í samstarfi og samvinnu. Til dæmis vantar enná töluvert upp á svo reksturinn sé fullfjármagnaður þannig að mönnunarviðmiðum Embættis landlæknis sé fylgt. En engu að síður er það okkur fulltrúum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu mikil ánægja að geta endað árið 2021 með þökkum og hrósi til heilbrigðisráðherra, fjárlaganefndar ogþingheims alls, því við trúum og treystum að það verði samþykkt samhljóða að auka fjármagn til okkar mikilvæga málaflokks. Höfundar eru formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar