„Þau eru bara fúl að vera ekki boðið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2021 19:15 Gunnar Örn, dætur hans tvær og Sigurður Hólm kunnu vel að meta kæsta skötuna. Vísir Fólk sem fussar og sveiar yfir þeim sem njóta skötunnar er bara fúlt yfir því að vera ekki boðið með. Þetta segir einn af fjölmörgum unnendum skötunnar sem var á borðum í margri skötuveislunni í dag. Á Laugáasi í Laugardalnum byrjaði fólk að mæta í skötuna um ellefuleytið. „En það eru mun færri sem að koma núna en undanfarin ár vegna Covid. Það hafa verið þónokkrar afpantanir, í morgun, og verði mjög leitt að geta ekki komið. Þetta er gömul hefð hjá mörgum,“ segir Ragnar Guðmundsson eigandi Lauga-áss. Lauga-ás var einn fjölmargra veitingastaða sem fékk undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda fimmtíu manna hólf út Þorláksmessu. Gunnar Örn Ólafsson var ekki að fá sér skötu í fyrsta skipti og sannarlega ekki í það síðasta. „Hún er bara stórkostleg einu orði sagt. Ein er svo rosalega sterk að maður þarf að anda frá sér til að geta borðað hana,“ segir Gunnar Örn sem sat að snæðingi með börnum sínum þremur og góðum vini. „Pabbi er bara farinn að grenja,“ segir Þórunn dóttir hans í gríni og Gunnar tekur undir: „Það liggur við.“ Jóna Vigfúsdóttir kann vel að meta skötuna. „Þetta er ótrúlega gott, þrátt fyrir lykt.“ Allir við borð Gunnars kunnu vel að meta þennan umdeilda fiskrétt. „Alveg meiriháttar. Þetta er það sem maður þarf að gera fyrir jólin. Að fá sér skötuna, svo koma jólin,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson. „Þetta er hluti af hefðinni. Maður er alinn upp við þetta,“ bætir Þórunn við. Sumir gestir á Lauga-ási ætluðu ekkert að fá sér Skötu. Fiskur í gratín var á boðstólnum hjá feðgunum Benedikt Svavarssyni og Svavari Benediktssyni. Þeir tjáðu fréttamanni að það væri jólalegt að koma á Lauga-ás á Þorláksmessu, í skötuveislu, þótt þeir veldu ekki skötuna á diskinn sinn. Hallfríður Vigfúsdóttir, systir Jónu, var klædd í jólavesti sem hún sagði að færi beint í þvott eftir skötuveisluna. Eins og eflaust fleiri flíkur sem fólk klæddist í skötuveislunni. „Mér var vinsamlegast tilkynnt að ég skildi fara í sturtu áður en ég hitti restina af fjölskyldunni,“ segir Hallfríður og hlær. En hvað með alla þá sem segja að skatan sé ekkert góð? Fólk sem borði hana sé bara að ljúga. „Þau eru bara fúl að vera ekki boðið,“ segir Gunnar Örn. Ragnar eigandi man þá tíð þegar skatan var borin fram á hverjum laugardegi. Það var upp úr miðri síðustu öld þegar hann reiddi fram mat á Hressingarskálanum og svo síðar á sjónum. Honum hugnast ekki að byrja á því aftur. „Nei, ég held ekki. Maður fékk nóg af því þá.“ Jól Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Á Laugáasi í Laugardalnum byrjaði fólk að mæta í skötuna um ellefuleytið. „En það eru mun færri sem að koma núna en undanfarin ár vegna Covid. Það hafa verið þónokkrar afpantanir, í morgun, og verði mjög leitt að geta ekki komið. Þetta er gömul hefð hjá mörgum,“ segir Ragnar Guðmundsson eigandi Lauga-áss. Lauga-ás var einn fjölmargra veitingastaða sem fékk undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda fimmtíu manna hólf út Þorláksmessu. Gunnar Örn Ólafsson var ekki að fá sér skötu í fyrsta skipti og sannarlega ekki í það síðasta. „Hún er bara stórkostleg einu orði sagt. Ein er svo rosalega sterk að maður þarf að anda frá sér til að geta borðað hana,“ segir Gunnar Örn sem sat að snæðingi með börnum sínum þremur og góðum vini. „Pabbi er bara farinn að grenja,“ segir Þórunn dóttir hans í gríni og Gunnar tekur undir: „Það liggur við.“ Jóna Vigfúsdóttir kann vel að meta skötuna. „Þetta er ótrúlega gott, þrátt fyrir lykt.“ Allir við borð Gunnars kunnu vel að meta þennan umdeilda fiskrétt. „Alveg meiriháttar. Þetta er það sem maður þarf að gera fyrir jólin. Að fá sér skötuna, svo koma jólin,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson. „Þetta er hluti af hefðinni. Maður er alinn upp við þetta,“ bætir Þórunn við. Sumir gestir á Lauga-ási ætluðu ekkert að fá sér Skötu. Fiskur í gratín var á boðstólnum hjá feðgunum Benedikt Svavarssyni og Svavari Benediktssyni. Þeir tjáðu fréttamanni að það væri jólalegt að koma á Lauga-ás á Þorláksmessu, í skötuveislu, þótt þeir veldu ekki skötuna á diskinn sinn. Hallfríður Vigfúsdóttir, systir Jónu, var klædd í jólavesti sem hún sagði að færi beint í þvott eftir skötuveisluna. Eins og eflaust fleiri flíkur sem fólk klæddist í skötuveislunni. „Mér var vinsamlegast tilkynnt að ég skildi fara í sturtu áður en ég hitti restina af fjölskyldunni,“ segir Hallfríður og hlær. En hvað með alla þá sem segja að skatan sé ekkert góð? Fólk sem borði hana sé bara að ljúga. „Þau eru bara fúl að vera ekki boðið,“ segir Gunnar Örn. Ragnar eigandi man þá tíð þegar skatan var borin fram á hverjum laugardegi. Það var upp úr miðri síðustu öld þegar hann reiddi fram mat á Hressingarskálanum og svo síðar á sjónum. Honum hugnast ekki að byrja á því aftur. „Nei, ég held ekki. Maður fékk nóg af því þá.“
Jól Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira