Fimmfaldur heimsmeistari úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. desember 2021 23:10 Raymond van Barneveld er úr leik á heimsmeistaramótin í pílukasti. Luke Walker/Getty Images Fimmfaldi heimsmeistarinn Raymond van Barneveld, eða Barney, er úr leik á HM í pílu eftir 3-1 tap gegn heimsmeistaranum frá 2018, Rob Cross. Barney hætti í pílukasti árið 2019 en snéri aftur á þessu ári. Mikil eftirvænting var fyrir endurkomu hans, og enn meiri eftirvænting fyrir viðureign hans gegn Rob Cross í 64-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Barney byrjaði af miklum krafti og vann fyrsta settið 3-1 þar sem að hann tók meðal annars út 170, sem er hæsta mögulega útskotið í pílukasti. Eftir fyrsta settið fór hins vegar að halla undan fæti hjá Barney og Cross gekk á lagið. Cross vann annað settið 3-1 og það þriðja sigraði hann með minnsta mun, 3-2. Cross reyndist svo mun sterkari í fjórða setti og sigraði það 3-0 og tryggði sér um leið sæti í 32-manna úrslitum. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝘀𝗲𝗻𝗱𝘀 𝗕𝗮𝗿𝗻𝗲𝘆 𝗼𝘂𝘁!What a game that was, as Rob Cross beats Raymond van Barneveld 3-1 to reach the Third Round. A great recovery after Barney flew to the first set!#WHDarts | Second Round pic.twitter.com/WWS0LS6Myc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Í fyrstu viðureign kvöldsins vann Hollendingurinn Danni Noppert 3-1 sigur gegn Jason Heaver og Gabriel Clemens vann öruggan 3-0 sigur gegn Lewy Williams í annarri viðureign kvöldsins. Í fjórðu og seinustu viðureign kvöldsins mættust Rusty-Jake Rodriguez frá Austurríki og Englendingurinn Chris Dobey. Rusty-Jake er í 91. sæti heimslistans en Dobey siutr í 30. sæti, og því bjuggust flesti við öruggum sigri Englendingsins. Rusty-Jake vann hins vegar nauman 3-2 sigur gegn kasti í fyrsta setti, og slíkt hið sama gerðist í öðru setti. Dobey náði vopnum sínum í þriðja setti og vann það 3-1, fjórða settið vann hann einnig 3-1 og hann kláraði svo leikinn í fimmta setti með, jú, 3-1 sigri. Heimsmeistaramótið í pílukasti fer nú í stutt jólafrí, enda aðfangadagur á morgun. Keppni hefst á ný á mánudaginn, en þá hefjast 32-manna úrslitin. Pílukast Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
Barney hætti í pílukasti árið 2019 en snéri aftur á þessu ári. Mikil eftirvænting var fyrir endurkomu hans, og enn meiri eftirvænting fyrir viðureign hans gegn Rob Cross í 64-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Barney byrjaði af miklum krafti og vann fyrsta settið 3-1 þar sem að hann tók meðal annars út 170, sem er hæsta mögulega útskotið í pílukasti. Eftir fyrsta settið fór hins vegar að halla undan fæti hjá Barney og Cross gekk á lagið. Cross vann annað settið 3-1 og það þriðja sigraði hann með minnsta mun, 3-2. Cross reyndist svo mun sterkari í fjórða setti og sigraði það 3-0 og tryggði sér um leið sæti í 32-manna úrslitum. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝘀𝗲𝗻𝗱𝘀 𝗕𝗮𝗿𝗻𝗲𝘆 𝗼𝘂𝘁!What a game that was, as Rob Cross beats Raymond van Barneveld 3-1 to reach the Third Round. A great recovery after Barney flew to the first set!#WHDarts | Second Round pic.twitter.com/WWS0LS6Myc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Í fyrstu viðureign kvöldsins vann Hollendingurinn Danni Noppert 3-1 sigur gegn Jason Heaver og Gabriel Clemens vann öruggan 3-0 sigur gegn Lewy Williams í annarri viðureign kvöldsins. Í fjórðu og seinustu viðureign kvöldsins mættust Rusty-Jake Rodriguez frá Austurríki og Englendingurinn Chris Dobey. Rusty-Jake er í 91. sæti heimslistans en Dobey siutr í 30. sæti, og því bjuggust flesti við öruggum sigri Englendingsins. Rusty-Jake vann hins vegar nauman 3-2 sigur gegn kasti í fyrsta setti, og slíkt hið sama gerðist í öðru setti. Dobey náði vopnum sínum í þriðja setti og vann það 3-1, fjórða settið vann hann einnig 3-1 og hann kláraði svo leikinn í fimmta setti með, jú, 3-1 sigri. Heimsmeistaramótið í pílukasti fer nú í stutt jólafrí, enda aðfangadagur á morgun. Keppni hefst á ný á mánudaginn, en þá hefjast 32-manna úrslitin.
Pílukast Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira