Maðurinn fannst heill á húfi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. desember 2021 17:54 Frá vettvangi leitarinnar í Elliðaárdal. Vísir/Sigurjón Uppfært: Maðurinn sem lögregla og björgunarsveitir leituðu að í kvöld fannst heill á húfi á áttunda tímanum í kvöld. Fréttina um leitina má lesa hér að neðan: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir aðstoð björgunarsveita við leit að manni sem nú stendur yfir í Elliðaárdal í Reykjavík. Þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið, í samtali við fréttastofu. Hún kvaðst ekki geta gefið nánari upplýsingar um leitina að svo stöddu. Í tilkynningu frá lögreglu sem fréttastofu barst rétt í þessu er lýst eftir manninum. Hann er sagður illa áttaður, mjög klæðalítill og líklegast aðeins í svörtu, ermalausu vesti. Hann er talinn um 180 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og krúnurakaður. „Hann gæti verið í Elliðarárdal og eða nærumhverfi. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til leitar. Ef einhverjir hafa orðið varir við klæðalítinn mann í svörtu ermalausu vesti á þessum slóðum eða vita hvar hann er að finna eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samban við lögreglu í síma 112,“ segir í tilkynningu lögreglu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafultrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að útkall hafi borist björgunarsveitum upp úr klukkan þrjú. Um hundrað björgunarsveitarmenn aðstoði lögreglu nú við leitina. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 20. Lögreglumál Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir aðstoð björgunarsveita við leit að manni sem nú stendur yfir í Elliðaárdal í Reykjavík. Þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið, í samtali við fréttastofu. Hún kvaðst ekki geta gefið nánari upplýsingar um leitina að svo stöddu. Í tilkynningu frá lögreglu sem fréttastofu barst rétt í þessu er lýst eftir manninum. Hann er sagður illa áttaður, mjög klæðalítill og líklegast aðeins í svörtu, ermalausu vesti. Hann er talinn um 180 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og krúnurakaður. „Hann gæti verið í Elliðarárdal og eða nærumhverfi. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til leitar. Ef einhverjir hafa orðið varir við klæðalítinn mann í svörtu ermalausu vesti á þessum slóðum eða vita hvar hann er að finna eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samban við lögreglu í síma 112,“ segir í tilkynningu lögreglu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafultrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að útkall hafi borist björgunarsveitum upp úr klukkan þrjú. Um hundrað björgunarsveitarmenn aðstoði lögreglu nú við leitina. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 20.
Lögreglumál Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Sjá meira