Heimsmeistararnir frá 2018 og 2020 komir í 16-manna úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2021 22:39 Peter Wright mætir Ryan Searle í 16-manna úrslitum eftir sigur kvöldsins. Luke Walker/Getty Images Rob Cross og Peter Wright tryggðu sér báðir sæti í 16-manna úrslitum HM í pílu í kvöld. Cross þurfti öll sjö settin til að tryggja sér sigur, en Wright hrökk í gang og tók öll völd eftir að hafa tapað fyrstu tveim. Rob Cross, sem varð heimsmeistari árið 2018 og situr í 11. sæti heimslistans, mætti Daryl Gurney, sem situr í 22. sæti. Cross byrjaði betur og vann fyrsta settið 3-2, og niðurstaðan varð sú sama í öðru setti. Gurney ákvað að taka þátt í þemanu og vann þriðja settið 3-2, áður en Cross kom sér aftur í tveggja setta forystu með sigri í fjórða setti sem fór einmitt 3-2. Cross þurfti því aðeins að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sæti í 16-manna úrslitum, en Gurney hafði ekki sagt sitt síðasta og vann næstu tvö sett. Því þurfti sjöunda settið til að útkljá viðureignina þar sem að Cross hafði betur og er því kominn í 16-manna úrslit þar sem hann mætir annað hvort Gary Anderson eða Ian White. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝗱𝗶𝗴𝘀 𝗱𝗲𝗲𝗽 𝘁𝗼 𝘄𝗶𝗻 𝗮 𝗰𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰!That was a truly incredible game as Rob Cross beats Daryl Gurney 4-3 to reach the Fourth Round. A 170 to win it, in a game in which he hit five ton-plus checkouts and landed 13x 180s. What a match!#WHDarts pic.twitter.com/0XkuQAbcPj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Í seinni viðureign kvöldsins mættust þeir Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og sá næst besti í heiminum samkvæmt heimslista PDC, og Ástralinn Damon Heta sem situr í 31. sæti heimslistans. Heta fór vel af stað og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Þá vaknaði Peter Wright til lífsins og gjörsamlega keyrði yfir andstæðing sinn. Wright vann næstu fjögur sett 3-2, 3-1, 3-0 og 3-0 og tryggði sér þar með sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir þungarokkaranum sem sér illa, Ryan Searle. Michael van Gerwen og Chris Dobey áttu að mætast í lokaviðureign kvöldins, en sá fyrrnefndi greindist með Covid-19 í dag og þurfti því að draga sig úr leik. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Rob Cross, sem varð heimsmeistari árið 2018 og situr í 11. sæti heimslistans, mætti Daryl Gurney, sem situr í 22. sæti. Cross byrjaði betur og vann fyrsta settið 3-2, og niðurstaðan varð sú sama í öðru setti. Gurney ákvað að taka þátt í þemanu og vann þriðja settið 3-2, áður en Cross kom sér aftur í tveggja setta forystu með sigri í fjórða setti sem fór einmitt 3-2. Cross þurfti því aðeins að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sæti í 16-manna úrslitum, en Gurney hafði ekki sagt sitt síðasta og vann næstu tvö sett. Því þurfti sjöunda settið til að útkljá viðureignina þar sem að Cross hafði betur og er því kominn í 16-manna úrslit þar sem hann mætir annað hvort Gary Anderson eða Ian White. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝗱𝗶𝗴𝘀 𝗱𝗲𝗲𝗽 𝘁𝗼 𝘄𝗶𝗻 𝗮 𝗰𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰!That was a truly incredible game as Rob Cross beats Daryl Gurney 4-3 to reach the Fourth Round. A 170 to win it, in a game in which he hit five ton-plus checkouts and landed 13x 180s. What a match!#WHDarts pic.twitter.com/0XkuQAbcPj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Í seinni viðureign kvöldsins mættust þeir Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og sá næst besti í heiminum samkvæmt heimslista PDC, og Ástralinn Damon Heta sem situr í 31. sæti heimslistans. Heta fór vel af stað og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Þá vaknaði Peter Wright til lífsins og gjörsamlega keyrði yfir andstæðing sinn. Wright vann næstu fjögur sett 3-2, 3-1, 3-0 og 3-0 og tryggði sér þar með sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir þungarokkaranum sem sér illa, Ryan Searle. Michael van Gerwen og Chris Dobey áttu að mætast í lokaviðureign kvöldins, en sá fyrrnefndi greindist með Covid-19 í dag og þurfti því að draga sig úr leik. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira