Mætir aftur í Ally Pally eftir maraþonvaktir með slökkviliðinu um jólin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2021 11:30 Alan Soutar hefur slegið í gegn á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í pílukasti. getty/Luke Walker Nokkrum klukkutímum eftir að hafa slegið Mensur Suljovic út á heimsmeistaramótinu í pílukasti var Alan Soutar mættur í hina vinnuna sína, hjá slökkviliðinu. Hinn skoski Soutar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann sigraði Brasilíumanninn Diego Portela, 3-2, í 1. umferð og í 2. umferð vann hann óvæntan sigur á Austurríkismanninum Mensur Suljovic á Þorláksmessu. Soutar tapaði fyrstu tveimur settunum en gafst ekki upp og vann leikinn, 3-2. Hann tryggði sér sigurinn með eftirminnilegri 144 úttekt. ! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Soutar gat ekki fagnað sigrinum lengi því hann þurfti að mæta í vinnuna. Og hann tók engar smá vaktir. Á aðfangadag vann hann fjórtán klukkutíma og sextán klukkutíma á jóladag. Back to the real world @Big5SportsMana1 @MissionDarts @jambodean pic.twitter.com/kQFnB3ZFIs— Alan Soutar (@soots180) December 24, 2021 Soutar, sem er 43 ára, hefur starfað sem slökkviliðsmaður í sautján ár. Meðfram því finnur hann tíma til að keppa í pílukasti. Og ef það er ekki nóg þá þjálfa Soutar og eiginkona hans blindrahunda. „Þetta snýst bara um að finna jafnvægi þarna á milli. Ef ég þarf meira frí erum við með marga sem geta hlaupið í skarðið á stöðinni og skipt við mig,“ sagði Soutar við Sky Sports. „Ég reyni að halda báðum boltunum á lofti. En það að ég sé kominn í 3. umferð á HM gæti breytt lífi mínu til frambúðar.“ Hann á að mæta aftur til vinnu á morgun. Það gæti þó tafist eitthvað ef Soutar vinnur Portúgalann José De Sousa í fyrsta leik dagsins á HM. Líkurnar eru ekki með Soutar í liði en De Sousa er í 7. sæti heimslistans. En Skotinn hefur áður komið á óvart á HM og mætir fullur sjálfstrausts til leiks. „Jose er númer sjö á heimslistanum svo þetta verður erfitt verkefni fyrir mig. En ég er kominn upp í 54. sætið og það er ekkert sem stoppar mig í því að koma aftur á óvart. Ekkert,“ sagði Soutar. Viðureign hans og De Sousas hefst klukkan 12:40. Sýnt er frá heimsmeistaramótinu í pílukasti á Stöð 2 Sport 3. Pílukast Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Hinn skoski Soutar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann sigraði Brasilíumanninn Diego Portela, 3-2, í 1. umferð og í 2. umferð vann hann óvæntan sigur á Austurríkismanninum Mensur Suljovic á Þorláksmessu. Soutar tapaði fyrstu tveimur settunum en gafst ekki upp og vann leikinn, 3-2. Hann tryggði sér sigurinn með eftirminnilegri 144 úttekt. ! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Soutar gat ekki fagnað sigrinum lengi því hann þurfti að mæta í vinnuna. Og hann tók engar smá vaktir. Á aðfangadag vann hann fjórtán klukkutíma og sextán klukkutíma á jóladag. Back to the real world @Big5SportsMana1 @MissionDarts @jambodean pic.twitter.com/kQFnB3ZFIs— Alan Soutar (@soots180) December 24, 2021 Soutar, sem er 43 ára, hefur starfað sem slökkviliðsmaður í sautján ár. Meðfram því finnur hann tíma til að keppa í pílukasti. Og ef það er ekki nóg þá þjálfa Soutar og eiginkona hans blindrahunda. „Þetta snýst bara um að finna jafnvægi þarna á milli. Ef ég þarf meira frí erum við með marga sem geta hlaupið í skarðið á stöðinni og skipt við mig,“ sagði Soutar við Sky Sports. „Ég reyni að halda báðum boltunum á lofti. En það að ég sé kominn í 3. umferð á HM gæti breytt lífi mínu til frambúðar.“ Hann á að mæta aftur til vinnu á morgun. Það gæti þó tafist eitthvað ef Soutar vinnur Portúgalann José De Sousa í fyrsta leik dagsins á HM. Líkurnar eru ekki með Soutar í liði en De Sousa er í 7. sæti heimslistans. En Skotinn hefur áður komið á óvart á HM og mætir fullur sjálfstrausts til leiks. „Jose er númer sjö á heimslistanum svo þetta verður erfitt verkefni fyrir mig. En ég er kominn upp í 54. sætið og það er ekkert sem stoppar mig í því að koma aftur á óvart. Ekkert,“ sagði Soutar. Viðureign hans og De Sousas hefst klukkan 12:40. Sýnt er frá heimsmeistaramótinu í pílukasti á Stöð 2 Sport 3.
Pílukast Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira