Heimsmeistarinn sagði að búið væri að gengisfella HM og lagði til að því yrði frestað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 07:31 Gerwyn Price vann öruggan sigur á Dirk van Duijvenbode í sextán manna úrslit á HM í pílukasti í gær. getty/Luke Walker Heimsmeistarinn Gerwyn Price lagði það til að HM í pílukasti yrði frestað vegna fjölda keppenda sem hafa þurft að draga sig úr keppni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Þrír sterkir keppendur hafa þurft að hætta keppni eftir að hafa smitast af veirunni: Vincent van Voort, Dave Chisnall og þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen. Sá síðastnefndi sendi mótshöldurum tóninn eftir að hann þurfti að draga sig úr keppni og sagði að ekki væri hugað nógu vel að sóttvörnum í Alexandra höllinni þar sem HM fer fram. Eftir að Chisnall þurfti að draga sig úr keppni í gær setti Price inn færslu á Instagram þar sem hann sagði það þyrfti að fresta mótinu. „Nú er búið að gengisfella mótið. Ég vil frekar spila við þá bestu til að verða bestur. Mér finnst ömurlegt að þessir leikmenn þurfi að hætta vegna veirunnar,“ skrifaði Price. Gerwyn Price has called for the tournament to be postponed. Do you agree? #WHDarts pic.twitter.com/gVqpTHUSid— Live Darts (@livedarts) December 29, 2021 Price skýrði svo mál sitt frekar í annarri færslu og dró þá aðeins í land. „Ég hef verið í þeirra sporum svo ég finn til með leikmönnunum sem hafa þurft að hætta. Það fer mikil vinna í að skipuleggja viðburð eins og HM svo kannski er ekki besta hugmyndin að fresta mótinu en ég yrði ekki ósammála ef það yrði gert. Ég ætla núna að fara varlega og í hæfilegri fjarlægð frá öðrum. Farið öll varlega,“ skrifaði Price. Í gærkvöldi tryggði hann sér sæti í átta manna úrslitum á HM með sigri á Dirk van Duijvenbode. Hollendingurinn vann fyrsta settið en þá hrökk Price heldur betur í gang og vann alla leggi og sett sem eftir voru. Í átta manna úrslitum mætir Price Michael Smith sem sigraði Jonny Clayton í frábærum leik í gær, 4-3. Pílukast Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Þrír sterkir keppendur hafa þurft að hætta keppni eftir að hafa smitast af veirunni: Vincent van Voort, Dave Chisnall og þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen. Sá síðastnefndi sendi mótshöldurum tóninn eftir að hann þurfti að draga sig úr keppni og sagði að ekki væri hugað nógu vel að sóttvörnum í Alexandra höllinni þar sem HM fer fram. Eftir að Chisnall þurfti að draga sig úr keppni í gær setti Price inn færslu á Instagram þar sem hann sagði það þyrfti að fresta mótinu. „Nú er búið að gengisfella mótið. Ég vil frekar spila við þá bestu til að verða bestur. Mér finnst ömurlegt að þessir leikmenn þurfi að hætta vegna veirunnar,“ skrifaði Price. Gerwyn Price has called for the tournament to be postponed. Do you agree? #WHDarts pic.twitter.com/gVqpTHUSid— Live Darts (@livedarts) December 29, 2021 Price skýrði svo mál sitt frekar í annarri færslu og dró þá aðeins í land. „Ég hef verið í þeirra sporum svo ég finn til með leikmönnunum sem hafa þurft að hætta. Það fer mikil vinna í að skipuleggja viðburð eins og HM svo kannski er ekki besta hugmyndin að fresta mótinu en ég yrði ekki ósammála ef það yrði gert. Ég ætla núna að fara varlega og í hæfilegri fjarlægð frá öðrum. Farið öll varlega,“ skrifaði Price. Í gærkvöldi tryggði hann sér sæti í átta manna úrslitum á HM með sigri á Dirk van Duijvenbode. Hollendingurinn vann fyrsta settið en þá hrökk Price heldur betur í gang og vann alla leggi og sett sem eftir voru. Í átta manna úrslitum mætir Price Michael Smith sem sigraði Jonny Clayton í frábærum leik í gær, 4-3.
Pílukast Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira