Skýjalausnir lykillinn að upplýsingakerfum framtíðarinnar Rúnar Sigurðsson skrifar 30. desember 2021 08:31 Eldri upplýsingakerfi voru gjarnan með ýmis stoðkerfi inni í sjálfum grunnkerfunum. Það gerði þau óþarflega flókin og erfið í uppfærslu þegar nýjar útgáfur komu fram. Oft á tíðum voru uppfærslur það flóknar að nánast þurfti að setja kerfin upp frá grunni með viðeigandi kostnaði og einnig setja upp uppfærslur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig með ærnum kostnaði. Mörg fyrirtækin kusu því að uppfæra ekki á kostnað öryggis og hagræðingar með nýjum og öflugri upplýsingakerfum. Skýjalausnir – hver er ávinningurinn? Nútíma skýjalausnir er mikil hagræðing frá eldri lausnum þar sem þurfti að huga að rekstri netþjóna með öllum þeim kostnaði og óöryggi sem því fylgdi. Hver man ekki eftir eldri útgáfum af Excel og Word. Þá var eilíft vandamál að allir væru búnir að uppfæra til að geta sent gögn frá einum aðila til annars til að geta nýtt sér nýjustu útgáfur. Nú er þetta allt löngu leyst og engin spyr lengur um hvaða útgáfu af Excel þú ert með. Eftir tilkomu Office365 frá Microsoft er greitt eitt mánaðargjald - allir eru í nýjustu útgáfunni og engin hefur áhyggjur af rekstri netþjóna. Ekki má samt gleyma öryggis- og afritunarmálum þessu samfara, það þarf enn að huga að þeim. Nútíma upplýsingakerfi eru í skýjalausnum Í nútíma upplýsingakerfum gerum við kröfur um að allir séu í sömu útgáfu, uppfærslur og lagfæringar séu meira og minna sjálfvirkar og kosti ekkert aukalega. Nýjar útgáfur og lagfæringar koma reglulega og allir fylgja eftir þróuninni á lausninni. Það eru gríðarlega miklar breytingar að eiga sér stað í nútíma upplýsingakerfum. Einn af stóru kostunum er sá að allir njóta góðs af þróuninni og fá nýjustu uppfærslur án auka kostnaðar en þær koma reglulega eftir því sem tækninni fleygir fram. Besta lausnin val fyrir verkefnið sem á að leysa Ein af breytingunum sem er að eiga sér stað samhliða skýjalausnavæðingunni er að nú er auðvelt að samþátta lausnir við grunnupplýsingakerfið. Í dag eru svokölluð forritaskil að ryðja sér til rúms. Forritaskil eða API samþætting (Application Program Interface) auðveldar samþættingu á lausnum sem henta í mismunandi umhverfi. Nú geta fyrirtækin valið sér, t.d. verk/tímaskráningu sem hentar, vefverslun sem hentar og fleiri lausnir mætti nefna. Ef lausnirnar hafa API forritaskil er auðvelt að tengja þau við grunnnupplýsingakerfið og þannig ná fram hagræðingu. Höfum alltaf í huga að við viljum tengja ólík kerfi saman og það mega ekki vera nein göt á milli kerfanna, upplýsingar fara á milli sjálfvirkt með samþáttunum. Engin óþarfa handavinna, pappír eða möppur. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Eldri upplýsingakerfi voru gjarnan með ýmis stoðkerfi inni í sjálfum grunnkerfunum. Það gerði þau óþarflega flókin og erfið í uppfærslu þegar nýjar útgáfur komu fram. Oft á tíðum voru uppfærslur það flóknar að nánast þurfti að setja kerfin upp frá grunni með viðeigandi kostnaði og einnig setja upp uppfærslur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig með ærnum kostnaði. Mörg fyrirtækin kusu því að uppfæra ekki á kostnað öryggis og hagræðingar með nýjum og öflugri upplýsingakerfum. Skýjalausnir – hver er ávinningurinn? Nútíma skýjalausnir er mikil hagræðing frá eldri lausnum þar sem þurfti að huga að rekstri netþjóna með öllum þeim kostnaði og óöryggi sem því fylgdi. Hver man ekki eftir eldri útgáfum af Excel og Word. Þá var eilíft vandamál að allir væru búnir að uppfæra til að geta sent gögn frá einum aðila til annars til að geta nýtt sér nýjustu útgáfur. Nú er þetta allt löngu leyst og engin spyr lengur um hvaða útgáfu af Excel þú ert með. Eftir tilkomu Office365 frá Microsoft er greitt eitt mánaðargjald - allir eru í nýjustu útgáfunni og engin hefur áhyggjur af rekstri netþjóna. Ekki má samt gleyma öryggis- og afritunarmálum þessu samfara, það þarf enn að huga að þeim. Nútíma upplýsingakerfi eru í skýjalausnum Í nútíma upplýsingakerfum gerum við kröfur um að allir séu í sömu útgáfu, uppfærslur og lagfæringar séu meira og minna sjálfvirkar og kosti ekkert aukalega. Nýjar útgáfur og lagfæringar koma reglulega og allir fylgja eftir þróuninni á lausninni. Það eru gríðarlega miklar breytingar að eiga sér stað í nútíma upplýsingakerfum. Einn af stóru kostunum er sá að allir njóta góðs af þróuninni og fá nýjustu uppfærslur án auka kostnaðar en þær koma reglulega eftir því sem tækninni fleygir fram. Besta lausnin val fyrir verkefnið sem á að leysa Ein af breytingunum sem er að eiga sér stað samhliða skýjalausnavæðingunni er að nú er auðvelt að samþátta lausnir við grunnupplýsingakerfið. Í dag eru svokölluð forritaskil að ryðja sér til rúms. Forritaskil eða API samþætting (Application Program Interface) auðveldar samþættingu á lausnum sem henta í mismunandi umhverfi. Nú geta fyrirtækin valið sér, t.d. verk/tímaskráningu sem hentar, vefverslun sem hentar og fleiri lausnir mætti nefna. Ef lausnirnar hafa API forritaskil er auðvelt að tengja þau við grunnnupplýsingakerfið og þannig ná fram hagræðingu. Höfum alltaf í huga að við viljum tengja ólík kerfi saman og það mega ekki vera nein göt á milli kerfanna, upplýsingar fara á milli sjálfvirkt með samþáttunum. Engin óþarfa handavinna, pappír eða möppur. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar