Kóngurinn bestur undir pressu en taugarnar brugðust Dobey Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 16:36 Mervyn King fagmannlegur í leiknum gegn Raymond Smith í dag. Getty/Luke Walker Mervyn King stimplaði sig inn í 8-manna úrslitin á HM í pílukasti í Lundúnum í dag þrátt fyrir að lenda í erfiðri stöðu í leik sínum við Ástralann Raymond Smith. Luke Humphries vann rosalegt taugastríð gegn Chris Dobey. Smith komst í 2-0 og 3-1, og þurfti því bara að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sigurinn. King hafði hins vegar engan áhuga á að detta úr keppni í dag og vann þrjú sett í röð og leikinn þar með 4-3. King vann oddasettið 3-0 þar sem Smith klúðraði meðal annars þremur tækifærum til að vinna annan legginn. ! Mervyn King completes a royal comeback, coming from 2-0 and 3-1 down to defeat the impressive Australian Raymond Smith in a deciding set!#WHDarts pic.twitter.com/vz3n0kH7Iu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Hinn 23 ára gamli Callan Rydz hefur verið einn af stjörnum mótsins til þessa og þó að hann hafi loksins tapað einu setti í dag, í fyrsta sinn á mótinu, þá vann hann næstu fjögur og tryggði sér öruggan sigur gegn Alan Soutar. Chris Dobey komst í 2-0 og 3-1 gegn Luke Humphries en lenti svo í miklum vandræðum. Humphries náði að jafna metin og komst í 1-0 í oddasettinu. Dobey svaraði með frábærum legg og komst svo yfir þrátt fyrir mikið basl, en Humphries jafnaði á ný. Því þurfti upphækkun og þá dugðu taugar Humphries betur þó að báðir virtust hreinlega ætla að fara á taugum. !What. A. Match. Yet ANOTHER Ally Pally classic as Luke Humphries comes from 3-1 down to defeat Chris Dobey in a tie-break!A third Ally Pally quarter-final in four years for 'Cool Hand' #WHDarts pic.twitter.com/E80zN3sLBu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Sextán manna úrslitunum lýkur svo í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3, með þremur leikjum. Peter Wright mætir þá Ryan Searle, James Wade mætir Martijn Kleermaker og Gary Anderson mætir Rob Cross. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Sjá meira
Smith komst í 2-0 og 3-1, og þurfti því bara að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sigurinn. King hafði hins vegar engan áhuga á að detta úr keppni í dag og vann þrjú sett í röð og leikinn þar með 4-3. King vann oddasettið 3-0 þar sem Smith klúðraði meðal annars þremur tækifærum til að vinna annan legginn. ! Mervyn King completes a royal comeback, coming from 2-0 and 3-1 down to defeat the impressive Australian Raymond Smith in a deciding set!#WHDarts pic.twitter.com/vz3n0kH7Iu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Hinn 23 ára gamli Callan Rydz hefur verið einn af stjörnum mótsins til þessa og þó að hann hafi loksins tapað einu setti í dag, í fyrsta sinn á mótinu, þá vann hann næstu fjögur og tryggði sér öruggan sigur gegn Alan Soutar. Chris Dobey komst í 2-0 og 3-1 gegn Luke Humphries en lenti svo í miklum vandræðum. Humphries náði að jafna metin og komst í 1-0 í oddasettinu. Dobey svaraði með frábærum legg og komst svo yfir þrátt fyrir mikið basl, en Humphries jafnaði á ný. Því þurfti upphækkun og þá dugðu taugar Humphries betur þó að báðir virtust hreinlega ætla að fara á taugum. !What. A. Match. Yet ANOTHER Ally Pally classic as Luke Humphries comes from 3-1 down to defeat Chris Dobey in a tie-break!A third Ally Pally quarter-final in four years for 'Cool Hand' #WHDarts pic.twitter.com/E80zN3sLBu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Sextán manna úrslitunum lýkur svo í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3, með þremur leikjum. Peter Wright mætir þá Ryan Searle, James Wade mætir Martijn Kleermaker og Gary Anderson mætir Rob Cross. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Sjá meira