Skotinn fljúgandi bjargaði sér fyrir horn | Þungarokkarinn engin fyrirstaða fyrir Wright Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. desember 2021 23:04 Gary Anderson er kominn í átta manna úrslit. Adam Davy/PA Images via Getty Images Skotinn fljúgandi, Gary Anderson, vann nauman 4-3 sigur gegn Rob Cross í 16-manna úrslitum HM í pílukasti í kvöld eftir að hafa komist í 3-1. Þá vann Peter Wright öruggan 4-1 sigur gegn þungarokkaranum Ryan Searle. Fyrsta viðureign kvöldsins var hins vegar viðureign James Wade og Martijn Kleermaker. Wade fór örugglega áfram, en hann vann fyrstu fjögur settin og tryggði sér 4-0 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mæti Mervyn King. 𝗖𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰 𝗪𝗮𝗱𝗲 𝗽𝗼𝘄𝗲𝗿𝘀 𝘁𝗵𝗿𝗼𝘂𝗴𝗵!James Wade wastes no time in beating Martijn Kleermaker and securing his spot in the Last Eight. #WHDarts pic.twitter.com/IbJchKF4jv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Önnur viðureign kvöldsins var svo viðureign Gary Anderson og Rob Cross. Anderson er í fimmta sæti heimslista PDC og varð heimsmeistari árin 2015 og 2016, en Cross situr í 11. sæti og varð heimsmeistari árið 2018, á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Cross vann fyrsta settið með minnsta mun, 3-2, áður en Anderson vann þrjú í röð, 3-0, 3-0 og 3-1, og var þá aðeins einu setti frá því að tryggja sér sigur. Taugarnar virtust hins vegar ná til Anderson semklúðraði hverju útskotinu á fætur öðru. Cross nýtti sér mistök Skotans og vann næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Því þurfti oddasett til að skera úr um sigurvegara. Anderson kom hausnum í lag á ögurstundu og vann lokasettið 3-1. Hann tryggsði sér þar með 4-3 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mætir Luke Humphries. 𝗔𝗡𝗗𝗘𝗥𝗦𝗢𝗡 𝗪𝗜𝗡𝗦!!More incredible drama at Alexandra Palace as Gary Anderson eventually beats Rob Cross to reach the Quarter-Finals!A 4-3 victory for Anderson, who was in cruise control at 3-1 but was pushed all the way!What a game! #WHDarts pic.twitter.com/ij0wSJPPQx— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Þá átti Peter Wright ekki í miklum vandræðum með Ryan Searle í lokaviðureign kvöldsins. Heimsmeistarinn frá 2020 vann fyrstu tvö settin 3-1, áður en Searle náð sér í sigur í þriðja settinu, einnig 3-1. Wright reyndist þó of stór biti fyrir þungarokkarann, en hann vann fjórða settið 3-0 og það fimmta 3-1 og tryggði sér þar með 4-1 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem Callan Rydz bíður hans. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram á nýju ári, en átta manna úrslitin verða spiluð á nýársdag. Eins og áður verð a tvær útsendingar, sú fyrri klukkan 12:30 og sú seinni klukkan 19:00, og allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Fyrsta viðureign kvöldsins var hins vegar viðureign James Wade og Martijn Kleermaker. Wade fór örugglega áfram, en hann vann fyrstu fjögur settin og tryggði sér 4-0 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mæti Mervyn King. 𝗖𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰 𝗪𝗮𝗱𝗲 𝗽𝗼𝘄𝗲𝗿𝘀 𝘁𝗵𝗿𝗼𝘂𝗴𝗵!James Wade wastes no time in beating Martijn Kleermaker and securing his spot in the Last Eight. #WHDarts pic.twitter.com/IbJchKF4jv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Önnur viðureign kvöldsins var svo viðureign Gary Anderson og Rob Cross. Anderson er í fimmta sæti heimslista PDC og varð heimsmeistari árin 2015 og 2016, en Cross situr í 11. sæti og varð heimsmeistari árið 2018, á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Cross vann fyrsta settið með minnsta mun, 3-2, áður en Anderson vann þrjú í röð, 3-0, 3-0 og 3-1, og var þá aðeins einu setti frá því að tryggja sér sigur. Taugarnar virtust hins vegar ná til Anderson semklúðraði hverju útskotinu á fætur öðru. Cross nýtti sér mistök Skotans og vann næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Því þurfti oddasett til að skera úr um sigurvegara. Anderson kom hausnum í lag á ögurstundu og vann lokasettið 3-1. Hann tryggsði sér þar með 4-3 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mætir Luke Humphries. 𝗔𝗡𝗗𝗘𝗥𝗦𝗢𝗡 𝗪𝗜𝗡𝗦!!More incredible drama at Alexandra Palace as Gary Anderson eventually beats Rob Cross to reach the Quarter-Finals!A 4-3 victory for Anderson, who was in cruise control at 3-1 but was pushed all the way!What a game! #WHDarts pic.twitter.com/ij0wSJPPQx— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Þá átti Peter Wright ekki í miklum vandræðum með Ryan Searle í lokaviðureign kvöldsins. Heimsmeistarinn frá 2020 vann fyrstu tvö settin 3-1, áður en Searle náð sér í sigur í þriðja settinu, einnig 3-1. Wright reyndist þó of stór biti fyrir þungarokkarann, en hann vann fjórða settið 3-0 og það fimmta 3-1 og tryggði sér þar með 4-1 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem Callan Rydz bíður hans. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram á nýju ári, en átta manna úrslitin verða spiluð á nýársdag. Eins og áður verð a tvær útsendingar, sú fyrri klukkan 12:30 og sú seinni klukkan 19:00, og allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira