Ekki var leikið í Alexandra Palace á Gamlársdag en þar tekur fjörið aftur völdin á Nýársdag og fer nú að draga til tíðinda þar sem aðeins átta bestu kastarar mótsins eru eftir.
Fyrri útsendingin hefst klukkan 12:30 þar sem sýnt verður beint frá einvígum á milli James Wade og Mervyn King annars vegar og Luke Humphries og Gary Anderson hins vegar.
Í kvöld er svo komið að tveimur áhugaverðum viðureignum þar sem Peter Wright mætir Callan Rydz áður en Gerwyn Price mætir Michael Smith. Seinni útsendingin hefst klukkan 19:30.
Þá verður einnig boðið upp á fótbolta og körfubolta á sportstöðvum Stöðvar 2 á þessum fyrsta degi ársins 2022.