Fótbolti

Leika líka við Finna á Spáni

Sindri Sverrisson skrifar
Ísland vann dramatískan sigur á Finnlandi, 3-2, á Laugardalsvelli í undankeppni HM en tapaði svo 1-0 á útivelli. Það kom þó ekki að sök þar sem Pyry Soiri tryggði Finnum 1-1 jafntefli gegn Króötum og hjálpaði þar með Íslandi að komast á HM í fyrsta sinn.
Ísland vann dramatískan sigur á Finnlandi, 3-2, á Laugardalsvelli í undankeppni HM en tapaði svo 1-0 á útivelli. Það kom þó ekki að sök þar sem Pyry Soiri tryggði Finnum 1-1 jafntefli gegn Króötum og hjálpaði þar með Íslandi að komast á HM í fyrsta sinn. EPA-EFE/KIMMO BRANDT

Nú er orðið ljóst hverjir verða andstæðingar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vináttulandsleikjum liðsins í lok mars.

Íslenska liðið fer til Spánar og mætir þar heimamönnum í vináttulandsleik 29. mars, eins og áður hefur komið fram. Þremur dögum áður mætir Ísland liði Finnlands, einnig á Spáni.

Ekki er ljóst í hvaða borg leikurinn við Spánn verður leikinn en leikurinn við Finna verður í Murcia.

Finnar voru mótherjar Íslands í undankeppni HM 2018 þar sem liðin unnu sinn leikinn hvort. Liðin hafa alls mæst 12 sinnum og haf Finnar unnið sjö sigra en Íslendingar þrjá.

Finnland er sem stendur í 58. sæti heimslista FIFA, fjórum sætum ofar en Ísland.

Fyrsti landsleikur ársins eftir níu daga

Það styttist í fyrstu landsleiki þessa árs því Ísland spilar tvo vináttulandsleiki í Tyrklandi nú í janúar. Fyrri leikurinn er gegn Úganda 12. janúar og sá seinni gegn Suður-Kóreu 15. janúar. Landsliðshópurinn, sem væntanlega verður að mestu skipaður leikmönnum sem spila í Skandinavíu, verður tilkynntur á næstu dögum.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari er enn án aðstoðarþjálfara eftir að Eiður Smári Guðjohnsen hætti fyrir rúmum mánuði síðan. Arnar hafði vonast til þess að ráðinn yrði aðstoðarþjálfari fyrir áramót en varð ekki að ósk sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×