Hápunktar HM í pílukasti: Soutar, Rydz, níu pílurnar hjá Borland og epískur leikur Smiths og Claytons Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 10:00 Heimsmeistaramótið í pílukasti olli engum vonbrigðum. vísir/getty Heimsmeistaramótinu í pílukasti lauk í gær. Vísir fékk einn helsta pílusérfræðing landsins til að velja hápunkta mótsins. Peter Wright sigraði Michael Smith, 7-5, í úrslitaleik HM í gær og vann þar með sinn annan heimsmeistaratitil á síðustu þremur árum. Í tilefni af því að heimsmeistaramótinu er lokið fékk Vísir pílusérfræðinginn Guðna Þ. Guðjónsson til að velja hápunkta mótsins. Hvað kom mest á óvart? „Þrír níu pílna leikir. Það er ótrúlegt. Svo myndi ég segja framganga Alan Soutar á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann vann fyrstu þrjá leikina sína, alla í oddasetti. Í öðrum leiknum gegn Mensur Suljovic var hann 2-0 undir í settum og leggjum en vann leikinn með því að taka út 144. Svo vann hann Jose de Sousa, sem er sjöundi á heimslistanum, með því að taka út 136 í oddasetti. Hann náði sér í þátttökurétt á PDC mótaröðina í fyrra og er búinn að vera mjög góður á henni. Svo verður að minnast á mann mótsins, Callan Rydz. Hann tapaði ekki setti fyrr en gegn Soutar í fjórða leiknum sínum.“ Hvað var augnablik mótsins? „Níu pílna leikurinn hjá Willie Borland til að vinna Bradley Brooks. Þetta var í oddalegg í oddasetti og hann vann með níu pílna leik.“ Hver var besti leikur mótsins? „Það eru þrír sem koma til greina og heimsmeistarinn Peter Wright tók þátt í tveimur þeirra. Annars vegar gegn Rydz og hins vegar gegn Gary Anderson. Svo er það Michael Smith gegn Jonny Clayton og ef ég ætti að velja einn myndi ég velja hann. Það var svo mikil dramatík.“ Hver voru vonbrigði mótsins? „Það sem var leiðinlegt við mótið var að þrír þurftu að draga sig úr keppni vegna kórónuveirunnar, þar á meðal Michael van Gerwen sem spilaði bara einn leik. Ég hefði alveg séð hann leika til úrslita.“ Pílukast Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Peter Wright sigraði Michael Smith, 7-5, í úrslitaleik HM í gær og vann þar með sinn annan heimsmeistaratitil á síðustu þremur árum. Í tilefni af því að heimsmeistaramótinu er lokið fékk Vísir pílusérfræðinginn Guðna Þ. Guðjónsson til að velja hápunkta mótsins. Hvað kom mest á óvart? „Þrír níu pílna leikir. Það er ótrúlegt. Svo myndi ég segja framganga Alan Soutar á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann vann fyrstu þrjá leikina sína, alla í oddasetti. Í öðrum leiknum gegn Mensur Suljovic var hann 2-0 undir í settum og leggjum en vann leikinn með því að taka út 144. Svo vann hann Jose de Sousa, sem er sjöundi á heimslistanum, með því að taka út 136 í oddasetti. Hann náði sér í þátttökurétt á PDC mótaröðina í fyrra og er búinn að vera mjög góður á henni. Svo verður að minnast á mann mótsins, Callan Rydz. Hann tapaði ekki setti fyrr en gegn Soutar í fjórða leiknum sínum.“ Hvað var augnablik mótsins? „Níu pílna leikurinn hjá Willie Borland til að vinna Bradley Brooks. Þetta var í oddalegg í oddasetti og hann vann með níu pílna leik.“ Hver var besti leikur mótsins? „Það eru þrír sem koma til greina og heimsmeistarinn Peter Wright tók þátt í tveimur þeirra. Annars vegar gegn Rydz og hins vegar gegn Gary Anderson. Svo er það Michael Smith gegn Jonny Clayton og ef ég ætti að velja einn myndi ég velja hann. Það var svo mikil dramatík.“ Hver voru vonbrigði mótsins? „Það sem var leiðinlegt við mótið var að þrír þurftu að draga sig úr keppni vegna kórónuveirunnar, þar á meðal Michael van Gerwen sem spilaði bara einn leik. Ég hefði alveg séð hann leika til úrslita.“
Pílukast Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira