„Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. janúar 2022 19:00 Hilmar Örn Kolbeins hefur barist fyrir því að fá að fara aftur heim til sín í marga mánuði. Flóki Ásgeirsson lögmaður hans segir málið með eindæmum af hálfu borgarinnar. Vísir/Arnar Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. Hilmar Örn Kolbeins fjölfatlaður maður sem fagnaði samningi borgarinnar á Þorláksmessu um að hann gæti ráðið til sín starfsfólk og því snúið aftur heim af hjúkrunarheimili fyrir aldraða eftir áramót, var aftur sendur á spítala í gær. Borgin hafði fram að þeim tíma neitað honum um heimaþjónustu því hann þyrfti líka mikla heimahjúkrun. Honum tókst ekki að ráða starfsmenn á tilsettum tíma og missti plássið á hjúkrunarheimilinu í gær. Hilmar óskaði eftir heimaþjónustu frá borginni til að brúa bilið en var neitað. Hilmar segir hrikalegt að vera kominn aftur á spítala. „Þetta er bara mjög skrítinn tilfinning, ég er ekki veikur, ég er á spítala og þetta er bara mjög skrítin og óþægileg tilfinning. Mér þykir bara mjög leitt að borgin skuli ekki veita einhverja neyðarþjónustu meðan ég er að negla saman einhverju starfsfólki til að sinna mér. Það er ótrúlegt að maður sé settur á spítala þar sem er neyðarástand í stað þess að það sé fundið eitthvað annað úrræði“ segir Hilmar. Segir réttindi þverbrotin Flóki Ásgeirsson lögmaður Hilmars hefur unnið í máli hans síðan í maí þegar meðferð hans við legusári lauk á spítala. „Borgin leit svo á að hún hefði lokið sínum málum gagnvart Hilmari þegar samningurinn var undirritaður á Þorláksmessu. Það hafa engar skýringar á hvers vegna ekki sé hægt að koma á móts við hann í þessu millibils ástandi sem hann er í núna. Einu skýringar sem hafa fengist er að nú sé kominn á þessi beingreiðslusamningur sem gerður var á Þorláksmessu og þar með sé málið í höndum Hilmars sjálfs,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður hjá Magna lögmönnum. Flóki segir fleiri séu í sömu stöðu og Hilmar. „Það eru því miður alltof margir en mál Hilmars hefur verið með miklum ólíkindum og vinnubrögð borgarinnar í málinu vonandi einsdæmi,“ segir hann. Hann segir réttindi Hilmars þverbrotin og þeir íhugi næstu skref. „Hingað til þrátt fyrir mikla biðlund hefur ekki tekist að koma honum heim til sín og maður spyr sig hvort það þurfi að leita til dómstóla til að fá viðunandi niðurstöðu,“ segir Flóki að lokum. Uppfært 4.1 2022 Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vegna málsins samdægurs og var tjáð að svör bærust síðar. Reykjavíkurborg hefur ákveðið í dag þann 4. janúar að svara ekki fyrirspurn fréttastofu vegna málsins á grundvelli þess að um einstaka mál sé að ræða og hún hafi því ekki leyfi til að tjá sig. Félagsmál Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20. desember 2021 19:00 Fær að fara aftur heim Fjölfatlaður maður sem hefur verið fastur á Hrafnistu mánuðum saman vegna skorts á heimaþjónustu var tilkynnt rétt fyrir jól að borgin hafi loks samþykkti að veita honum hana. Maðurinn segist ekki hafa getað fengið betri jólagjöf. 25. desember 2021 13:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Hilmar Örn Kolbeins fjölfatlaður maður sem fagnaði samningi borgarinnar á Þorláksmessu um að hann gæti ráðið til sín starfsfólk og því snúið aftur heim af hjúkrunarheimili fyrir aldraða eftir áramót, var aftur sendur á spítala í gær. Borgin hafði fram að þeim tíma neitað honum um heimaþjónustu því hann þyrfti líka mikla heimahjúkrun. Honum tókst ekki að ráða starfsmenn á tilsettum tíma og missti plássið á hjúkrunarheimilinu í gær. Hilmar óskaði eftir heimaþjónustu frá borginni til að brúa bilið en var neitað. Hilmar segir hrikalegt að vera kominn aftur á spítala. „Þetta er bara mjög skrítinn tilfinning, ég er ekki veikur, ég er á spítala og þetta er bara mjög skrítin og óþægileg tilfinning. Mér þykir bara mjög leitt að borgin skuli ekki veita einhverja neyðarþjónustu meðan ég er að negla saman einhverju starfsfólki til að sinna mér. Það er ótrúlegt að maður sé settur á spítala þar sem er neyðarástand í stað þess að það sé fundið eitthvað annað úrræði“ segir Hilmar. Segir réttindi þverbrotin Flóki Ásgeirsson lögmaður Hilmars hefur unnið í máli hans síðan í maí þegar meðferð hans við legusári lauk á spítala. „Borgin leit svo á að hún hefði lokið sínum málum gagnvart Hilmari þegar samningurinn var undirritaður á Þorláksmessu. Það hafa engar skýringar á hvers vegna ekki sé hægt að koma á móts við hann í þessu millibils ástandi sem hann er í núna. Einu skýringar sem hafa fengist er að nú sé kominn á þessi beingreiðslusamningur sem gerður var á Þorláksmessu og þar með sé málið í höndum Hilmars sjálfs,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður hjá Magna lögmönnum. Flóki segir fleiri séu í sömu stöðu og Hilmar. „Það eru því miður alltof margir en mál Hilmars hefur verið með miklum ólíkindum og vinnubrögð borgarinnar í málinu vonandi einsdæmi,“ segir hann. Hann segir réttindi Hilmars þverbrotin og þeir íhugi næstu skref. „Hingað til þrátt fyrir mikla biðlund hefur ekki tekist að koma honum heim til sín og maður spyr sig hvort það þurfi að leita til dómstóla til að fá viðunandi niðurstöðu,“ segir Flóki að lokum. Uppfært 4.1 2022 Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vegna málsins samdægurs og var tjáð að svör bærust síðar. Reykjavíkurborg hefur ákveðið í dag þann 4. janúar að svara ekki fyrirspurn fréttastofu vegna málsins á grundvelli þess að um einstaka mál sé að ræða og hún hafi því ekki leyfi til að tjá sig.
Félagsmál Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20. desember 2021 19:00 Fær að fara aftur heim Fjölfatlaður maður sem hefur verið fastur á Hrafnistu mánuðum saman vegna skorts á heimaþjónustu var tilkynnt rétt fyrir jól að borgin hafi loks samþykkti að veita honum hana. Maðurinn segist ekki hafa getað fengið betri jólagjöf. 25. desember 2021 13:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20. desember 2021 19:00
Fær að fara aftur heim Fjölfatlaður maður sem hefur verið fastur á Hrafnistu mánuðum saman vegna skorts á heimaþjónustu var tilkynnt rétt fyrir jól að borgin hafi loks samþykkti að veita honum hana. Maðurinn segist ekki hafa getað fengið betri jólagjöf. 25. desember 2021 13:00