Kyrie snýr aftur: „Enginn í NBA hefur það sem Nets hefur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 19:46 Þríeyki Brooklyn Nets: Kevin Durant, James Harden og nú Kyrie Irving. Jim Davis/Getty Images Hinn óbólusetti Kyrie Irving mun spila sinn fyrsta leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta þegar Brooklyn Nets sækir Indiana Pacers heim í nótt. Kyrie Irving er einn þeirra sem hafa ekki látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Sökum þess hefur hann orðið af mörgum milljónum Bandaríkjadala þar sem hann hefur ekki enn spilað leik með Brooklyn Nets á tímabilinu. Fjölmörg lið í NBA-deildinni hafa sett þá kröfu að leikmenn séu bólusettir ef þeir ætla sér að spila í höllum þeirra. Nets er eitt þeirra félaga og því hefur Kyrie ekki mátt spila né æfa með Nets. Fyrir nokkru síðan var staðfest að hann gæti æft með Brooklyn þegar liðið ferðast sem og spilað þá útileiki þar sem heimaliðið leyfir óbólusettum leikmönnum að taka þátt. Hann þarf þó alltaf að uppfylla ákveðin skilyrði, skila neikvæðum prófum áður en hann mætir á æfingu eða í leik og þar fram eftir götunum. Eftir að tilkynnt var um endurkomu Kyrie nældi hann sér í veiruna og því hefur endurkoman tafist. Nú er hún loks að verða að veruleika. Fyrrverandi NBA-goðsagnirnar Shaquille O´Neal og Charles Barkley láta gamminn geysa í þætti sínum NBA on TNT. Þeir – ásamt fleirum – eru vægast sagt spenntir fyrir því að sjá Kyrie í Brooklyn-treyjunni. Uncle Drew makes his return to the Nets Big 3 @NBAonTNT pic.twitter.com/xzGwdsFR5m— Bleacher Report (@BleacherReport) January 5, 2022 Með Kyrie Irving, James Harden og hinn óstöðvandi Kevin Durant er fátt ef eitthvað sem getur stöðvað Brooklyn Nets að þeirra mati. Nets er sem stendur í 2. sæti Austurdeildarinnar með 23 sigra og 12 töp eftir 35 leiki. Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð er ljóst að endurkoma Kyrie gæti ekki komið á betri tíma þar. Nú er bara að bíða og sjá hvort hversu ryðgaður Kyrie er eftir nokkra mánaða pásu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Kyrie Irving er einn þeirra sem hafa ekki látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Sökum þess hefur hann orðið af mörgum milljónum Bandaríkjadala þar sem hann hefur ekki enn spilað leik með Brooklyn Nets á tímabilinu. Fjölmörg lið í NBA-deildinni hafa sett þá kröfu að leikmenn séu bólusettir ef þeir ætla sér að spila í höllum þeirra. Nets er eitt þeirra félaga og því hefur Kyrie ekki mátt spila né æfa með Nets. Fyrir nokkru síðan var staðfest að hann gæti æft með Brooklyn þegar liðið ferðast sem og spilað þá útileiki þar sem heimaliðið leyfir óbólusettum leikmönnum að taka þátt. Hann þarf þó alltaf að uppfylla ákveðin skilyrði, skila neikvæðum prófum áður en hann mætir á æfingu eða í leik og þar fram eftir götunum. Eftir að tilkynnt var um endurkomu Kyrie nældi hann sér í veiruna og því hefur endurkoman tafist. Nú er hún loks að verða að veruleika. Fyrrverandi NBA-goðsagnirnar Shaquille O´Neal og Charles Barkley láta gamminn geysa í þætti sínum NBA on TNT. Þeir – ásamt fleirum – eru vægast sagt spenntir fyrir því að sjá Kyrie í Brooklyn-treyjunni. Uncle Drew makes his return to the Nets Big 3 @NBAonTNT pic.twitter.com/xzGwdsFR5m— Bleacher Report (@BleacherReport) January 5, 2022 Með Kyrie Irving, James Harden og hinn óstöðvandi Kevin Durant er fátt ef eitthvað sem getur stöðvað Brooklyn Nets að þeirra mati. Nets er sem stendur í 2. sæti Austurdeildarinnar með 23 sigra og 12 töp eftir 35 leiki. Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð er ljóst að endurkoma Kyrie gæti ekki komið á betri tíma þar. Nú er bara að bíða og sjá hvort hversu ryðgaður Kyrie er eftir nokkra mánaða pásu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira