Banaslys á sjó! Svanur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2022 08:31 Árið 2021 er fimmta árið í röð án þess að það verði banaslys á sjó hér við Ísland. Því ber að fagna og við Íslendingar getum sannarlega glaðst yfir því hve mjög viðhorf til öryggismála hafa batnað á síðustu áratugum. Fyrir daga kvótakerfisins og í kjölfar skuttogaravæðingar fórust allt að 11 manns á sjó á hverju ári og allt upp í 65 manns árið 1973. Það var fyrst árið 2008 sem enginn fórst við sjómennsku hér við land. Það er mér í fersku minni að menn sögðu einfaldlega að sjómennskan væri hættulegt starf og sjómenn ættu að fara varlega. Lítið væri við þessu að gera. Með aflamarkskerfinu fækkaði lélegum bátum og asinn við að fiska sem mest minnkaði og sjómenn fóru að huga að því að taka fastsettan afla á sem hagkvæmastan hátt. Þeim dögum fækkaði sem verið var að í vitlausu veðri. Nú var hægt að bíða þar til veður slotaði. Breytingarnar voru miklar og eftir 1994 fækkaði sjósköðum verulega og nú er svo komið að enginn hefur farist á sjó síðastliðin fimm ár. Þessu hljóta menn að fagna um allt land. Fast þeir sóttu sjóinn Tímabilið fyrir daga aflamarksins einkenndist af ofurkappi við að ná sem mestum afla á sem stystum tíma og kostaði það mörg mannslíf. Sóknarmark var hluti af þessu tímabili og kallaði á kapp á milli báta. Þeir sem náðu flestum tonnum voru heiðraðir á sjómannadaginn eftir að menn lutu höfði í stuttri þögn til að minnast þeirra sem drukknuðu um veturinn. Ekkert var spurt um verðmæti eða gæði aflans. Við búum á þeim hluta jarðarinnar þar sem veður eru válynd og koma okkur oft á óvart. Bátarnir okkar hafa stækkað og orðið öruggari, tölurnar tala sínu máli. Stóru fullkomnu veiðiskipin fara betur með mannskapinn og skila betri gæðum. Í dag gerum við út fullkomnustu fiskiskip í heimi og fyrir þá sem þau skoða er upplifunin eins og að skoða geimskip úr stjörnustríðsmyndunum. En um leið erum við með reglur um báta sem eru með sérstök veiðileyfi og fá afslátt á kvótaútreikning við línuveiðar ef þeir eru minni en 15 metrar. Að ógleymdum handfærabátunum. Trillur með rúllur sem bara mega fara á sjó yfir sumarmánuðina sem betur fer. Þessir bátar, sem eru undir 15 metrum, veita ekki sama öryggi og stóru skipin. Reisum minnismerki Íslenski sjómenn eru útverðir þessa lands og hafa skapað mikil verðmæti fyrir okkar þjóð. Þeim er sómi sýndur með minnisvörðum víða um land og í kirkjugörðum má finna legsteina margra sjómanna sem drukknað hafa við Ísland. Margir hafa aldrei komist þangað. En þekkir núverandi kynslóð þessa sögu? Minn draumur er að sjá veglegt minnismerki í höfuðborginni sem minnir á þessa sögu. Verkið myndi vísa út til sjávar, til þeirra sem eru þar enn og þeirra sem fundust og komust í vígða mold. Slíkt verk getum við sem eftir lifum notað til að votta þeim virðingu okkar og um leið minnt gesti sem hingað koma á hvað það er að vera Íslendingur og hvaða fórnir fyrri kynslóðir hafa fært. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Slysavarnir Vinnuslys Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Árið 2021 er fimmta árið í röð án þess að það verði banaslys á sjó hér við Ísland. Því ber að fagna og við Íslendingar getum sannarlega glaðst yfir því hve mjög viðhorf til öryggismála hafa batnað á síðustu áratugum. Fyrir daga kvótakerfisins og í kjölfar skuttogaravæðingar fórust allt að 11 manns á sjó á hverju ári og allt upp í 65 manns árið 1973. Það var fyrst árið 2008 sem enginn fórst við sjómennsku hér við land. Það er mér í fersku minni að menn sögðu einfaldlega að sjómennskan væri hættulegt starf og sjómenn ættu að fara varlega. Lítið væri við þessu að gera. Með aflamarkskerfinu fækkaði lélegum bátum og asinn við að fiska sem mest minnkaði og sjómenn fóru að huga að því að taka fastsettan afla á sem hagkvæmastan hátt. Þeim dögum fækkaði sem verið var að í vitlausu veðri. Nú var hægt að bíða þar til veður slotaði. Breytingarnar voru miklar og eftir 1994 fækkaði sjósköðum verulega og nú er svo komið að enginn hefur farist á sjó síðastliðin fimm ár. Þessu hljóta menn að fagna um allt land. Fast þeir sóttu sjóinn Tímabilið fyrir daga aflamarksins einkenndist af ofurkappi við að ná sem mestum afla á sem stystum tíma og kostaði það mörg mannslíf. Sóknarmark var hluti af þessu tímabili og kallaði á kapp á milli báta. Þeir sem náðu flestum tonnum voru heiðraðir á sjómannadaginn eftir að menn lutu höfði í stuttri þögn til að minnast þeirra sem drukknuðu um veturinn. Ekkert var spurt um verðmæti eða gæði aflans. Við búum á þeim hluta jarðarinnar þar sem veður eru válynd og koma okkur oft á óvart. Bátarnir okkar hafa stækkað og orðið öruggari, tölurnar tala sínu máli. Stóru fullkomnu veiðiskipin fara betur með mannskapinn og skila betri gæðum. Í dag gerum við út fullkomnustu fiskiskip í heimi og fyrir þá sem þau skoða er upplifunin eins og að skoða geimskip úr stjörnustríðsmyndunum. En um leið erum við með reglur um báta sem eru með sérstök veiðileyfi og fá afslátt á kvótaútreikning við línuveiðar ef þeir eru minni en 15 metrar. Að ógleymdum handfærabátunum. Trillur með rúllur sem bara mega fara á sjó yfir sumarmánuðina sem betur fer. Þessir bátar, sem eru undir 15 metrum, veita ekki sama öryggi og stóru skipin. Reisum minnismerki Íslenski sjómenn eru útverðir þessa lands og hafa skapað mikil verðmæti fyrir okkar þjóð. Þeim er sómi sýndur með minnisvörðum víða um land og í kirkjugörðum má finna legsteina margra sjómanna sem drukknað hafa við Ísland. Margir hafa aldrei komist þangað. En þekkir núverandi kynslóð þessa sögu? Minn draumur er að sjá veglegt minnismerki í höfuðborginni sem minnir á þessa sögu. Verkið myndi vísa út til sjávar, til þeirra sem eru þar enn og þeirra sem fundust og komust í vígða mold. Slíkt verk getum við sem eftir lifum notað til að votta þeim virðingu okkar og um leið minnt gesti sem hingað koma á hvað það er að vera Íslendingur og hvaða fórnir fyrri kynslóðir hafa fært. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun