Hallærislegt virkjanaútspil Tómas Guðbjartsson skrifar 8. janúar 2022 07:00 Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar að fresta samþykkt þjóðgarðs á Vestfjörðum „þar til lausnir fáist á orkumálum á Vestfjörðum“ er einkar hallærislegt útspil – og óskiljanlegt. Þarna notar bæjarstjórn þjóðgarð sem skiptimynt í pókerspili sem í aðalatriðum snýst um vægast sagt umdeildar virkjanir á Vestfjarðakjálkanum. Á enn eina ferðina að níðast á Hvalá og endurvekja það virkjanalík frá dauðum? Eða er það virkjun í Vatnsfirði sem er málið, líkt og Orkubú Vestfjarða telur fýsilegt? Minni á að Vatnsfjörður var friðaður árið 1975 og ef á að virkja þar þarf að rífa upp friðlýsinguna. Ætlar bæjarstjórn Ísafjarðar að standa fyrir slíkum gjörningi? Aðspurður í fréttum RÚV tekur Birgir Gunnarsson bæjarstjóri fram að bæjarstjórnin „sé ekki mótfallin þjóðgarði“ og hann sé „hið besta mál náttúrlega“. Hitt sveitarfélagið sem kemur að þjóðgarðinum, Vesturbyggð, er sammála því, enda ítrekað samþykkt þjóðgarðinn. Sem er ekkert skrítið því Vesturbyggð sér í honum ýmsa möguleika og leyfir náttúrunni að njóta vafans. Útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar verður trauðla til að efla samstöðu Vestfirðinga í þessu máli sem og öðrum. Það var hún sem bakkaði óvænt út 17. júní sl. þegar skrifa átti undir samþykkt um þjóðgarðinn. Fram að því höfðu báðar sveitarstjórnir unnið að framgangi þjóðgarðs í góðri samvinnu með stjórnvöldum. Ekki stórmannleg ákvörðun það á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Rétt er að minnast þess að bæjarstjórn Ísafjarðar vildi fyrir ekki svo mörgum árum síðan veita vatni ofan Dynjanda í Mjólkárvirkjun. Með því átti að auka afl hennar, en um leið hefði vatn til fossins Dynjanda, einnar helstu gullkýr Vestfjarða, geta skerst. Sem betur fer var sú sturlaða hugmynd blásin af og fossinn og umhverfi hans nú friðað. Nýtt útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar er í sama anda, og mun ekki eldast vel frekar en atlagan að Dynjanda. Allir eru sammála um að orkuöryggi er ófullnægjandi á Vestfjörðum. Vandamálið liggur hins vegar ekki í skorti á stórvirkjunum heldur í götóttu dreifikerfi. Því ættu áherslurnar að snúast um að styrkja línulagnir og koma þeim í jörð þar sem vetrarveðrin eru hvað verst. Rétt er að taka fram að í tillögum að friðlýsingu er undanþága fyrir lagningu raflína í gegnum þjóðgarðinn. Á Vestfjörðum er mun nærtækara að afla rafmangs með umhverfisvænni smávirkjunum og vindorku í stað stórvirkjana – því slíkar framkvæmdir rústa náttúruperlum sem okkur ber skylda til að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Annars verður fórnarkostnaðurinn of mikill og við Vestfirðingar skjótum okkur í fótinn. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Orkumál Þjóðgarðar Ísafjarðarbær Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar að fresta samþykkt þjóðgarðs á Vestfjörðum „þar til lausnir fáist á orkumálum á Vestfjörðum“ er einkar hallærislegt útspil – og óskiljanlegt. Þarna notar bæjarstjórn þjóðgarð sem skiptimynt í pókerspili sem í aðalatriðum snýst um vægast sagt umdeildar virkjanir á Vestfjarðakjálkanum. Á enn eina ferðina að níðast á Hvalá og endurvekja það virkjanalík frá dauðum? Eða er það virkjun í Vatnsfirði sem er málið, líkt og Orkubú Vestfjarða telur fýsilegt? Minni á að Vatnsfjörður var friðaður árið 1975 og ef á að virkja þar þarf að rífa upp friðlýsinguna. Ætlar bæjarstjórn Ísafjarðar að standa fyrir slíkum gjörningi? Aðspurður í fréttum RÚV tekur Birgir Gunnarsson bæjarstjóri fram að bæjarstjórnin „sé ekki mótfallin þjóðgarði“ og hann sé „hið besta mál náttúrlega“. Hitt sveitarfélagið sem kemur að þjóðgarðinum, Vesturbyggð, er sammála því, enda ítrekað samþykkt þjóðgarðinn. Sem er ekkert skrítið því Vesturbyggð sér í honum ýmsa möguleika og leyfir náttúrunni að njóta vafans. Útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar verður trauðla til að efla samstöðu Vestfirðinga í þessu máli sem og öðrum. Það var hún sem bakkaði óvænt út 17. júní sl. þegar skrifa átti undir samþykkt um þjóðgarðinn. Fram að því höfðu báðar sveitarstjórnir unnið að framgangi þjóðgarðs í góðri samvinnu með stjórnvöldum. Ekki stórmannleg ákvörðun það á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Rétt er að minnast þess að bæjarstjórn Ísafjarðar vildi fyrir ekki svo mörgum árum síðan veita vatni ofan Dynjanda í Mjólkárvirkjun. Með því átti að auka afl hennar, en um leið hefði vatn til fossins Dynjanda, einnar helstu gullkýr Vestfjarða, geta skerst. Sem betur fer var sú sturlaða hugmynd blásin af og fossinn og umhverfi hans nú friðað. Nýtt útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar er í sama anda, og mun ekki eldast vel frekar en atlagan að Dynjanda. Allir eru sammála um að orkuöryggi er ófullnægjandi á Vestfjörðum. Vandamálið liggur hins vegar ekki í skorti á stórvirkjunum heldur í götóttu dreifikerfi. Því ættu áherslurnar að snúast um að styrkja línulagnir og koma þeim í jörð þar sem vetrarveðrin eru hvað verst. Rétt er að taka fram að í tillögum að friðlýsingu er undanþága fyrir lagningu raflína í gegnum þjóðgarðinn. Á Vestfjörðum er mun nærtækara að afla rafmangs með umhverfisvænni smávirkjunum og vindorku í stað stórvirkjana – því slíkar framkvæmdir rústa náttúruperlum sem okkur ber skylda til að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Annars verður fórnarkostnaðurinn of mikill og við Vestfirðingar skjótum okkur í fótinn. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun