Hætta við hugmynd um 75 þúsund króna launaauka Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2022 16:05 Leikskólakennarar geta gleymt því að gerast starfsmannaveiðarar. Vísir/Vilhelm Hætt hefur verið við umdeilda hugmynd borgaryfirvalda um að greiða leikskólakennurum 75 þúsund króna launaauka fyrir að fá vini sína og ættingja til starfa á leikskóla. Í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar segir að borgin ætli að fylgja eftir átaki um að að auka fjölda leikskólaplássa með fjölþættum stuðningi við leikskólastjórnendur varðandi ráðningar- og mannauðsmál. Hins vegar hafi verið fallið frá hugmynd um launaauka. Formaður Félags leikskólakennara sagði í samtali við fréttastofu í gær að hugmyndin væri grátbrosleg og ekki til þess fallin að ráðast að rót mönnunarvandans. „Brúum bilið verkefnið sem gengur út á að fjölga verulega leikskólarýmum í borginni kallar á aukinn mannafla í leikskóla Reykjavíkur. Á undanförnum árum hafa fjárframlög til skólamála aukist verulega sem hefur skilað sér í bættu starfsumhverfi fyrir leikskólakennara og annað starfsfólk ásamt aukinni þjónustu til barna á öllum skólastigum. Borgin hefur samþykkt fjölmargar aðgerðir á undanförnum árum til að bæta starfsumhverfi í leikskólum og varið til þess rúmlega 4 milljörðum króna á tímabilinu 2018-2022,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Mönnun er aðalvandinn Þá segir að framkvæmdir við stækkanir og nýbyggingar leikskóla gangi vel en að fjölgun leikskólaplássa strandi á fjölgun starfsfólks. „Borgarráð samþykkti á fimmtudag að leggja aukið fjármagn, um 20 milljónir króna, til að styðja við ráðningar- og mannauðsmál. Þar munar mestu um aukinn stuðning mannauðsráðgjafa sem munu einbeita sér að stuðningi við stjórnendur leikskóla í ráðningarmálum.“ Stefna á aukna ánægju starfsfólks Verkefnið sé tvíþætt, annars vegar felist það í að vekja athygli á leikskólakennarastarfinu og laða að fleiri umsækjendur, og hins vegar að hlúa að starfsumhverfi á leikskólum. „Að einhverju leyti tengist þetta tvennt, þ.e. besta kynningin á störfunum er ánægður starfsmaður sem talar vel um vinnustaðinn sinn í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Nú þegar fallið hafi verið frá hugmynd um launaauka, sem þó tíðkist víða, verði auknu púðri varið í að þróa aðrar hugmyndir á borð við nýja auglýsingaherferð, að efla íslenskukennslu og bæta móttöku nýliða, þróa aðgengilegra umsóknarkerfi, auka greiningarvinnu, efla stuðning við einstaka leikskóla, og samstarf við ráðningastofur og Háskóla Íslands. „Þá verður leitað leiða til að hlúa betur að starfsumhverfinu til að draga úr starfsmannaveltu,“ segir í lok tilkynningar. Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar segir að borgin ætli að fylgja eftir átaki um að að auka fjölda leikskólaplássa með fjölþættum stuðningi við leikskólastjórnendur varðandi ráðningar- og mannauðsmál. Hins vegar hafi verið fallið frá hugmynd um launaauka. Formaður Félags leikskólakennara sagði í samtali við fréttastofu í gær að hugmyndin væri grátbrosleg og ekki til þess fallin að ráðast að rót mönnunarvandans. „Brúum bilið verkefnið sem gengur út á að fjölga verulega leikskólarýmum í borginni kallar á aukinn mannafla í leikskóla Reykjavíkur. Á undanförnum árum hafa fjárframlög til skólamála aukist verulega sem hefur skilað sér í bættu starfsumhverfi fyrir leikskólakennara og annað starfsfólk ásamt aukinni þjónustu til barna á öllum skólastigum. Borgin hefur samþykkt fjölmargar aðgerðir á undanförnum árum til að bæta starfsumhverfi í leikskólum og varið til þess rúmlega 4 milljörðum króna á tímabilinu 2018-2022,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Mönnun er aðalvandinn Þá segir að framkvæmdir við stækkanir og nýbyggingar leikskóla gangi vel en að fjölgun leikskólaplássa strandi á fjölgun starfsfólks. „Borgarráð samþykkti á fimmtudag að leggja aukið fjármagn, um 20 milljónir króna, til að styðja við ráðningar- og mannauðsmál. Þar munar mestu um aukinn stuðning mannauðsráðgjafa sem munu einbeita sér að stuðningi við stjórnendur leikskóla í ráðningarmálum.“ Stefna á aukna ánægju starfsfólks Verkefnið sé tvíþætt, annars vegar felist það í að vekja athygli á leikskólakennarastarfinu og laða að fleiri umsækjendur, og hins vegar að hlúa að starfsumhverfi á leikskólum. „Að einhverju leyti tengist þetta tvennt, þ.e. besta kynningin á störfunum er ánægður starfsmaður sem talar vel um vinnustaðinn sinn í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Nú þegar fallið hafi verið frá hugmynd um launaauka, sem þó tíðkist víða, verði auknu púðri varið í að þróa aðrar hugmyndir á borð við nýja auglýsingaherferð, að efla íslenskukennslu og bæta móttöku nýliða, þróa aðgengilegra umsóknarkerfi, auka greiningarvinnu, efla stuðning við einstaka leikskóla, og samstarf við ráðningastofur og Háskóla Íslands. „Þá verður leitað leiða til að hlúa betur að starfsumhverfinu til að draga úr starfsmannaveltu,“ segir í lok tilkynningar.
Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira