„Vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2022 13:30 Tryggvi Snær Hlinason er kandídat í að eiga fyrstu troðsluna í nýrri þjóðarhöll sem formaður KKÍ gerir sér vonir um að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. Vísir/Bára „Sú áætlun sem að ríkisstjórnin er með núna, og ráðherra íþróttamála hefur lagt fram, er þannig að bæði FIBA og við hjá KKÍ treystum því að þetta sé að fara að gerast,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, um byggingu nýs þjóðarleikvangs fyrir inniíþróttir. Hættunni á að íslenska karlalandsliðið í körfubolta þyrfti að spila heimaleik á Ítalíu í næsta mánuði, í undankeppni HM, virðist hafa verið afstýrt. Hannes segir FIBA hafa veitt undanþágu til að leikurinn fari fram á Ásvöllum, þó að höllin þar standist ekki kröfur sambandsins, eftir sannfæringu um að góður gangur sé í vinnu við nýjan þjóðarleikvang. Leikvang sem Hannes vonast til að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. „Sú vinna sem að ríkisstjórnin er að leggja í þetta, sem við gátum upplýst FIBA um í kringum áramótin, sýnir að það er ekki bara ríkur vilji til að koma þessu í gang. Menn eru komnir á fullt í vinnu við það, svo að þetta geti farið inn í næstu fjármálaáætlun og við sjáum peninga fara í þetta. Áætlun ríkisstjórnarinnar virðist vera að þetta liggi allt frekar ljóst fyrir með vorinu, í mars eða apríl, og það er mjög jákvætt,“ segir Hannes. „Þetta er það sem við höfum kallað eftir í mörg ár – að það sé ekki bara talað um að það sé áhugi fyrir því að gera eitthvað. Vonandi verður hægt að ákveða endanlega staðsetningu og annað fljótlega, svo að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu með haustinu. Við vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið,“ segir Hannes. Mögulega leikið á Ásvöllum í sumar ef FIBA leyfir KKÍ hafði áður þurft að skipta á heimaleikjum karlalandsliðsins við Rússland og spila í Pétursborg í nóvember, vegna þess að FIBA sagði enga höll á Íslandi uppfylla kröfur fyrir undankeppni HM karla. Laugardalshöll varð fyrir miklum vatnsskemmdum í nóvember 2020 og er enn ónothæf. Mögulegt er að karlalandsliðið spili einnig heimaleiki á Ásvöllum í júní, ef FIBA leyfir. „FIBA óskaði eftir frekari skýrslu frá okkur um miðjan marsmánuð um stöðuna. Þetta er því í raun allt í „gjörgæslu“ en ef við verðum ennþá svona ánægð þá, þá munum við væntanlega fá að spila heimaleikina okkar tvo í júní á Ásvöllum. Svo vona ég nú að Laugardalshöllin verði orðin leikhæf þegar næstu leikir eftir það verða, í lok ágúst. Miðað við stöðuna á henni er ég ekki bjartsýnn á að hún verði tilbúin í júní,“ segir Hannes. Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Hættunni á að íslenska karlalandsliðið í körfubolta þyrfti að spila heimaleik á Ítalíu í næsta mánuði, í undankeppni HM, virðist hafa verið afstýrt. Hannes segir FIBA hafa veitt undanþágu til að leikurinn fari fram á Ásvöllum, þó að höllin þar standist ekki kröfur sambandsins, eftir sannfæringu um að góður gangur sé í vinnu við nýjan þjóðarleikvang. Leikvang sem Hannes vonast til að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. „Sú vinna sem að ríkisstjórnin er að leggja í þetta, sem við gátum upplýst FIBA um í kringum áramótin, sýnir að það er ekki bara ríkur vilji til að koma þessu í gang. Menn eru komnir á fullt í vinnu við það, svo að þetta geti farið inn í næstu fjármálaáætlun og við sjáum peninga fara í þetta. Áætlun ríkisstjórnarinnar virðist vera að þetta liggi allt frekar ljóst fyrir með vorinu, í mars eða apríl, og það er mjög jákvætt,“ segir Hannes. „Þetta er það sem við höfum kallað eftir í mörg ár – að það sé ekki bara talað um að það sé áhugi fyrir því að gera eitthvað. Vonandi verður hægt að ákveða endanlega staðsetningu og annað fljótlega, svo að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu með haustinu. Við vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið,“ segir Hannes. Mögulega leikið á Ásvöllum í sumar ef FIBA leyfir KKÍ hafði áður þurft að skipta á heimaleikjum karlalandsliðsins við Rússland og spila í Pétursborg í nóvember, vegna þess að FIBA sagði enga höll á Íslandi uppfylla kröfur fyrir undankeppni HM karla. Laugardalshöll varð fyrir miklum vatnsskemmdum í nóvember 2020 og er enn ónothæf. Mögulegt er að karlalandsliðið spili einnig heimaleiki á Ásvöllum í júní, ef FIBA leyfir. „FIBA óskaði eftir frekari skýrslu frá okkur um miðjan marsmánuð um stöðuna. Þetta er því í raun allt í „gjörgæslu“ en ef við verðum ennþá svona ánægð þá, þá munum við væntanlega fá að spila heimaleikina okkar tvo í júní á Ásvöllum. Svo vona ég nú að Laugardalshöllin verði orðin leikhæf þegar næstu leikir eftir það verða, í lok ágúst. Miðað við stöðuna á henni er ég ekki bjartsýnn á að hún verði tilbúin í júní,“ segir Hannes.
Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum