Tiana Ósk „dustaði af sér rykið“ eftir meiðsli og fór vel af stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2022 15:31 Tiana Ósk Whitworth byrjaði keppnistímabilið og um leið árið vel. Instagram/@tianaaosk Frjálsíþróttaáhugafólk gladdist yfir endurkomu spretthlauparans Tiönu Óskar Whitworth inn á keppnisvöllinn á innanfélagsmóti Reykjavíkurfélagana um síðustu helgi. Það var ekki aðeins ánægjulegt að sjá Tiönu keppa heldur kom hún sterk til baka úr meiðslum. Tiana Ósk kom í mark í 60 metra hlaupi á tímanum 7,54 sekúndum sem er þriðji besti tíminn hennar á ferlinum. Tiana á best 7,47 sekúndna hlaup frá 2018. „Það var geggjaður fílingur í mér um helgina! Vissi að ég væri komin í gott form svo það var bara að dusta af sér rykið og byrja þetta! Alltaf smá stress í kringum fyrsta hlaup svo það var frábært að ná góðum tíma og stefni bara á að halda áfram að hlaupa hratt,“ sagði Tiana Ósk Whitworth í viðtali við heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var einnig meðal keppenda á innanfélagsmóti Reykjarvíkurliðana. Hún kastaði lengst 16,46 metra sem er annar besti árangur hennar í kúluvarpi innanhúss. Hlynur Andrésson (ÍR) hljóp á sínum besta tíma frá upphafi í 10 kílómetra götuhlaupi í Valencia á sunnudaginn. Hann kom í mark á tímanum 29:24 mínútum og hafnaði í 49. Sæti. Hlynur er fluttur til Ítalíu og er þjálfarinn hans Ítalinn Stefano Baldini, fyrrum ólympíumeistari í maraþoni. Hlynur er að stefna á lágmark á EM í München í tíu þúsund metra hlaupi. Lágmarkið er 28:15,00 mín. en Íslandsmet hans í greininni er 28:55,47 mín. sem hann setti á European 10.000m Cup i fyrra. Þann 3. desember kepptu þeir Baldvin Þór Magnússon (UFA) og Óliver Máni Samúelsson (Ármann) á GVSU Holiday Open í Allendale, Michigan. Baldvin hljóp á besta tíma frá upphafi í 5000 metra hlaupi innanhúss. Hann kom annar í mark á tímanum 13:41,39 mín. en þar sem brautin er 300 metrar, (oversized track) er þetta ekki Íslandsmet. Óliver varð annar í 200 metra hlaupi á persónulegri bætingu 22,17 sek. en hann átti áður 22,47 sek. Óliver var einnig nálægt sínu besta í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,10 sek. en hann á best 7,07 sek. Óliver er í Hillsdale College í Michigan fylki ásamt Degi Andra Einarssyni. View this post on Instagram A post shared by Tiana O sk (@tianaaosk) Frjálsar íþróttir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Það var ekki aðeins ánægjulegt að sjá Tiönu keppa heldur kom hún sterk til baka úr meiðslum. Tiana Ósk kom í mark í 60 metra hlaupi á tímanum 7,54 sekúndum sem er þriðji besti tíminn hennar á ferlinum. Tiana á best 7,47 sekúndna hlaup frá 2018. „Það var geggjaður fílingur í mér um helgina! Vissi að ég væri komin í gott form svo það var bara að dusta af sér rykið og byrja þetta! Alltaf smá stress í kringum fyrsta hlaup svo það var frábært að ná góðum tíma og stefni bara á að halda áfram að hlaupa hratt,“ sagði Tiana Ósk Whitworth í viðtali við heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var einnig meðal keppenda á innanfélagsmóti Reykjarvíkurliðana. Hún kastaði lengst 16,46 metra sem er annar besti árangur hennar í kúluvarpi innanhúss. Hlynur Andrésson (ÍR) hljóp á sínum besta tíma frá upphafi í 10 kílómetra götuhlaupi í Valencia á sunnudaginn. Hann kom í mark á tímanum 29:24 mínútum og hafnaði í 49. Sæti. Hlynur er fluttur til Ítalíu og er þjálfarinn hans Ítalinn Stefano Baldini, fyrrum ólympíumeistari í maraþoni. Hlynur er að stefna á lágmark á EM í München í tíu þúsund metra hlaupi. Lágmarkið er 28:15,00 mín. en Íslandsmet hans í greininni er 28:55,47 mín. sem hann setti á European 10.000m Cup i fyrra. Þann 3. desember kepptu þeir Baldvin Þór Magnússon (UFA) og Óliver Máni Samúelsson (Ármann) á GVSU Holiday Open í Allendale, Michigan. Baldvin hljóp á besta tíma frá upphafi í 5000 metra hlaupi innanhúss. Hann kom annar í mark á tímanum 13:41,39 mín. en þar sem brautin er 300 metrar, (oversized track) er þetta ekki Íslandsmet. Óliver varð annar í 200 metra hlaupi á persónulegri bætingu 22,17 sek. en hann átti áður 22,47 sek. Óliver var einnig nálægt sínu besta í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,10 sek. en hann á best 7,07 sek. Óliver er í Hillsdale College í Michigan fylki ásamt Degi Andra Einarssyni. View this post on Instagram A post shared by Tiana O sk (@tianaaosk)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira