Mikilvægi kennslu list- og verkgreina í faraldrinum Ellen Calmon skrifar 12. janúar 2022 09:30 Ég hef verið hugsi í öllum þessum takmörkunum sem við nú búum við og þá ekki síst varðandi börn og skólastarf. Börnin okkar eru nú þegar að upplifa gríðarlegar takmarkanir á fjölda sviða og meðal annars í skólastarfi þar sem sumar kennslustundir hafa verið felldar niður. Takmarkanirnar í lífum barna að undanförnu hafa verið margs konar, einhver hafa þurft að sæta því að mega bara leika við bekkjarfélaga en ekki skólafélaga í öðrum bekkjum. Þau hafa orðið af fjölskyldustundum til dæmis í kringum jólin þar sem margar fjölskyldur héldu minni jól, færri komu saman. Það vantaði jafnvel ömmu og afa sem alltaf eru með. Þau hafa orðið af afmælisveislum, ferðum sem áætlaður voru hafa ekki verið farnar og íþróttamót hafa verið felld niður. Sum börn hafa farið marg oft í sóttkví ásamt því að þurfa að sæta einangrun. Listnám hvers konar hefur verið fellt niður, frestað eða kennt með breyttu sniði svo sem tónlistarkennsla sem hefur verið færð yfir á netið en skilar engan veginn sama krafti og skynjun. Svona mætti lengi telja. Vonbrigði á vonbrigði ofan. Þetta tekur á litlar sálir og ég hef oft þurft að viðurkenna vanmátt minn gagnvart veirunni og þurft að hugga drenginn minn og útskýra fyrir honum að þarna fáum við engu um ráðið. Þá er ég viss um að skjátími barna hafi almennt aukist og örvun annars konar en bóklestur, skjár og kyrrsetuverkefni hefur orðið minni. Útrás fyrir tilfinningar Vegna alls þessa er kennsla list- og verkgreina ásamt íþróttakennslu gríðarlega mikilvæg á tímum faraldursins svo þess sé gætt að börnin fái annars konar örvun en þá eina að sitja yfir bóklegu námi, án þess að ég geri lítið úr því. En list- og verkgreinar og skapandi skólastarf veitir börnum tækifæri til að tjá tilfinningar sínar, finna sér leiðir til túlkunar á þeim og opna hugann fyrir nýjum víddum og sköpun. Námið getur hjálpað þeim að fá útrás, leita huggunar, samsama sig, ýta undir tilfinningar eða sefa þær. Ég tel því kennslu list- og verkgreina sérstaklega mikilvæga nú á tímum faraldursins. Betri líðan betri námsárangur Það er svo mikilvægt að börnin upplifi að það sé gaman í skólanum og í öllum þessum aðþrengingum að þau upplifi rými til að skapa, vera og stækka. Ef börnum líður ekki vel í skólanum og þau upplifa ekki að það sé gaman þá dregur einfaldlega úr námsárangri. Það er þekkt. Starfsfólk skóla- og frístundamála á hins vegar heiður skilinn fyrir að standa vörð um börnin okkar og allt það ómælda og óeigingjarna starf sem þau hafa lagt af mörkum við að halda úti óslitnu, faglegu starfi og þjónustu við börnin okkar í faraldrinum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Skóla - og menntamál Grunnskólar Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið hugsi í öllum þessum takmörkunum sem við nú búum við og þá ekki síst varðandi börn og skólastarf. Börnin okkar eru nú þegar að upplifa gríðarlegar takmarkanir á fjölda sviða og meðal annars í skólastarfi þar sem sumar kennslustundir hafa verið felldar niður. Takmarkanirnar í lífum barna að undanförnu hafa verið margs konar, einhver hafa þurft að sæta því að mega bara leika við bekkjarfélaga en ekki skólafélaga í öðrum bekkjum. Þau hafa orðið af fjölskyldustundum til dæmis í kringum jólin þar sem margar fjölskyldur héldu minni jól, færri komu saman. Það vantaði jafnvel ömmu og afa sem alltaf eru með. Þau hafa orðið af afmælisveislum, ferðum sem áætlaður voru hafa ekki verið farnar og íþróttamót hafa verið felld niður. Sum börn hafa farið marg oft í sóttkví ásamt því að þurfa að sæta einangrun. Listnám hvers konar hefur verið fellt niður, frestað eða kennt með breyttu sniði svo sem tónlistarkennsla sem hefur verið færð yfir á netið en skilar engan veginn sama krafti og skynjun. Svona mætti lengi telja. Vonbrigði á vonbrigði ofan. Þetta tekur á litlar sálir og ég hef oft þurft að viðurkenna vanmátt minn gagnvart veirunni og þurft að hugga drenginn minn og útskýra fyrir honum að þarna fáum við engu um ráðið. Þá er ég viss um að skjátími barna hafi almennt aukist og örvun annars konar en bóklestur, skjár og kyrrsetuverkefni hefur orðið minni. Útrás fyrir tilfinningar Vegna alls þessa er kennsla list- og verkgreina ásamt íþróttakennslu gríðarlega mikilvæg á tímum faraldursins svo þess sé gætt að börnin fái annars konar örvun en þá eina að sitja yfir bóklegu námi, án þess að ég geri lítið úr því. En list- og verkgreinar og skapandi skólastarf veitir börnum tækifæri til að tjá tilfinningar sínar, finna sér leiðir til túlkunar á þeim og opna hugann fyrir nýjum víddum og sköpun. Námið getur hjálpað þeim að fá útrás, leita huggunar, samsama sig, ýta undir tilfinningar eða sefa þær. Ég tel því kennslu list- og verkgreina sérstaklega mikilvæga nú á tímum faraldursins. Betri líðan betri námsárangur Það er svo mikilvægt að börnin upplifi að það sé gaman í skólanum og í öllum þessum aðþrengingum að þau upplifi rými til að skapa, vera og stækka. Ef börnum líður ekki vel í skólanum og þau upplifa ekki að það sé gaman þá dregur einfaldlega úr námsárangri. Það er þekkt. Starfsfólk skóla- og frístundamála á hins vegar heiður skilinn fyrir að standa vörð um börnin okkar og allt það ómælda og óeigingjarna starf sem þau hafa lagt af mörkum við að halda úti óslitnu, faglegu starfi og þjónustu við börnin okkar í faraldrinum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og kennari.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun