Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2022 16:44 Um áttatíu leikskólapláss eru á Sæborg. Reykjavíkurborg 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. „Þetta er stór hluti. Við erum bara að kortleggja málið og fara yfir þetta núna,“ segir Ásta Kristín Svavarsdóttir, leikskólastjóri Sæborgar, í samtali við Vísi. Eru nú flest börn og starfsmenn á tveimur deildum komin í einangrun. Ákveðið var að loka leikskólanum í tvo daga þar sem ekki er nægt starfsfólk til að manna einu deildina sem er hvorki í einangrun né sóttkví. „Nær allir sem ég hef heyrt í eru með lítil sem engin einkenni, fólk er ekki alvarlega veikt, hvorki börn né starfsfólk. Það er einn sem var frekar hastarlega veikur í starfsmannahópnum í tvo, þrjá daga en núna er hann allur að koma til,“ segir Ásta. Fara í sýnatöku um helgina „Það eina sem maður getur gert er að gera það besta í aðstæðunum og sem betur fer vinna leikskólastjórar vel saman og ég hef fengið rosalega góðan stuðning hjá mínum yfirmönnum. Þetta er óþægileg staða og skrítið að skólinn sé lokaður,“ segir Ásta. Hún hafi sömuleiðis átt í góðum samskiptum við rakningateymi almannavarna og fundið fyrir stuðningi frá þeim. Deildin sem lenti í sóttkví í dag fer í sýnatöku á laugardag og því er ekki útilokað að enn eigi eftir að bætast í hóp smitaðra á Sæborg. Loka hefur þurft fleiri leikskólum á landinu í dag. Í Grindavík voru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum Laut, öðrum tveggja í bænum, beðnir um að sækja börnin sín vegna þess að starfsmaður hafði greinst smitaður. Leikskólanum verður lokað fram yfir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Þetta er stór hluti. Við erum bara að kortleggja málið og fara yfir þetta núna,“ segir Ásta Kristín Svavarsdóttir, leikskólastjóri Sæborgar, í samtali við Vísi. Eru nú flest börn og starfsmenn á tveimur deildum komin í einangrun. Ákveðið var að loka leikskólanum í tvo daga þar sem ekki er nægt starfsfólk til að manna einu deildina sem er hvorki í einangrun né sóttkví. „Nær allir sem ég hef heyrt í eru með lítil sem engin einkenni, fólk er ekki alvarlega veikt, hvorki börn né starfsfólk. Það er einn sem var frekar hastarlega veikur í starfsmannahópnum í tvo, þrjá daga en núna er hann allur að koma til,“ segir Ásta. Fara í sýnatöku um helgina „Það eina sem maður getur gert er að gera það besta í aðstæðunum og sem betur fer vinna leikskólastjórar vel saman og ég hef fengið rosalega góðan stuðning hjá mínum yfirmönnum. Þetta er óþægileg staða og skrítið að skólinn sé lokaður,“ segir Ásta. Hún hafi sömuleiðis átt í góðum samskiptum við rakningateymi almannavarna og fundið fyrir stuðningi frá þeim. Deildin sem lenti í sóttkví í dag fer í sýnatöku á laugardag og því er ekki útilokað að enn eigi eftir að bætast í hóp smitaðra á Sæborg. Loka hefur þurft fleiri leikskólum á landinu í dag. Í Grindavík voru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum Laut, öðrum tveggja í bænum, beðnir um að sækja börnin sín vegna þess að starfsmaður hafði greinst smitaður. Leikskólanum verður lokað fram yfir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira