Bylting í loftgæðum innanhúss - brýnt lýðheilsumál Már Egilsson skrifar 14. janúar 2022 09:01 Þessi pistill er innblásinn af grein frá alþjóðlegum hópi vísindafólks sem birtist í tímaritinu Science í maí 2020 og ber heitið „A paradigm shift to combat indoor respiratory infection“. Greinin var ákall um gagngera endurskoðun og byltingu í því hvernig þjóðir nálgast loftgæði innandyra í þeim tilgangi að verja heilsu almennings gegn loftbornum sjúkdómum og faröldrum sem lamað geta samfélagið. Aðalhöfundur greinarinnar er Lidia Morawska, læknir, prófessor við tækniháskólann í Queensland í Ástralíu og ein af fremstu sérfræðingum heims í áhrifum andrúmslofts og mengunar á heilsu. Í greininni er kallað eftir byltingu í innviðum sem tengjast loftgæðum. Sú bylting þarf að mati rannsóknarhópsins að vera af viðlíka stærðargráðu og byltingin sem átti sér stað á Bretlandi og víðar fyrir um 180 árum en á þeim tíma hófust sögulegar umbætur í skólp- og vatnsveitumálum. Traustir innviðir sem sóttvörn Í Bretlandi markast upphafið að þeirri byltingu af skýrslu sem kom út árið 1842 en þá stýrði lögfræðingur að nafni Chadwick yfirgripsmikilli rannsókn á ítrekuðum faröldrum hitasótta og heilsuleysis meðal bágstaddra Breta. Þar voru færð sannfærandi rök fyrir tengslum veikinda og ótímabærra dauðsfalla við bágar aðstæður, skólpveitu var ábótavant, vatn var mengað og loftun ófullnægjandi í þröngum híbýlum. Í skýrslunni er t.a.m að finna eftirfarandi frásögn af heimsókn rannsakanda til Tiverton á Englandi: „In many of the houses, persons were confined with fever and different diseases, and all I talked to either were ill or had been so: and the whole community presented a melancholy spectacle of disease and misery.“ Skýrslan vakti mikla athygli og ruddi leiðina fyrir stefnumörkun og innviðauppbyggingu Breta á skólp og vatnsveitum sem varði almenning fyrir vatnsbornum sjúkdómum og dró úr veikindum og dauða af þeim sökum. Aðgengi að hreinu vatni og fráveita skólps er eitthvað sem íbúar margra landa, því miður ekki allra, sjá í dag sem sjálfsagðan hluta innviða, en stór hluti þróunar á þessum innviðum á rót sína í sóttvarnarsjónarmiðum. Um svipað leyti og áðurnefnd skýrsla kom út var breski hjúkrunarfræðingurinn Florence Nightingale að íhuga að leggja fyrir sig aðhlynningu og hjúkrun. Nightingale varð síðar frumkvöðull í tölfræði og hjúkrun og hlaut verðskuldaða hylli fyrir umbótastarf á sjúkrahúsum, kennslu og baráttu í þágu félagslegra umbóta. Umbætur Nightingale á hersjúkrahúsi á Krímskaga reyndust árangursríkar smitvarnir. Nightingale sýndi skilmerkilega fram á að hreinlætisaðgerðir sem hún innleiddi, hefðu fylgni við lækkaða dánartíðni, þetta voru atriði eins og handþvottur starfsfólks og mikilvægi fersks lofts í herbergjum sjúklinga. Nightingale var í hópi frumkvöðla sóttvarna sem áttaði sig á mikilvægi loftgæða. Í skýrslu Chadwick frá 1842 er rannsakendum einnig ljóst hversu mikilvæg loftgæði eru: „Another cause of disease is to be found in the state of the cottages. Many are built on the ground without flooring, or against a damp hill. Some have neither windows nor doors sufficient to keep out the weather, or to let in the rays of the sun, or supply the means of ventilation; and in others the roof is so constructed or so worn as not to be weather tight.“ Því miður virðast sóttvarnarsjónarmið sem tengjast loftgæðum ekki hafa náð sömu fótfestu í innviðum ríkja eins og þau er tengjast vatnsgæðum, þó hugmyndin sé síður en svo ný af nálinni. Síðustu ár hefur kastljós fjölmiðla þó stundum beinst í þessa átt. Fjölmiðlar á Íslandi hafa fjallað um myglusveppavandamál opinberra bygginga en stundum afvegaleiðist umræðan því miður í pólitískar skylmingar og má velta fyrir sér hvort umfjöllunin gæti verið faglegri og lausnamiðaðri. Ýmsar spurningar vakna og ein af þeim er t.d. hvort efla þurfi eftirlit Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar eða Vinnueftirlits ríkisins, t.a.m. hvort hægt sé að innleiða í auknum mæli vöktun á loftgæðum. Loftgæði, sem sóttvarnar- og lýðheilsumál, nær að sjálfsögðu yfir mun fleira en myglusveppi. Ýmsar reglugerðir þessu tengt fjalla um koldíoxíðstyrk og æskilega endurnýjun lofts en vöktun og eftirlit virðist óskipulagt innan stofnana og lítið ef nokkuð fer fyrir sóttvarnarsjónarmiðum í reglugerðum sem tengjast loftgæðum. Lærdómur COVID-19 Í COVID-19 faraldrinum hefur orðið til mikið magn af gagnlegum upplýsingum. Þar stendur samfélagið á öxlum fag- og vísindafólks, sem hefur lyft grettistaki í að rannsaka veiruna, sjúkdóminn og birtingarmyndir hans í þaula og deilt þeim upplýsingum, mannkyni til gagns. Við vitum í dag, en vissum ekki um tíma, að SARS-COV-2 veiran er meðal annars loftborin og þurfa smitvarnir að taka mið af þeirri staðreynd. Grímur fyrir nefi og munni draga úr dreifingu smita, smithættan er misjöfn eftir fjarlægð útsettra frá smituðum og minnkar eftir því sem fjarlægðin eykst. Töluvert hefur verið rannsakað hvernig veiran dreifist um rými þar sem smitaður einstaklingur er og hefur vakið furðu hversu vel henni tekst til í þeim efnum. Hún er afar smitandi og smitgeta sumra afbrigða talin vera á við mislinga og hlaupabólu. Veiran safnast hratt upp í lofti í rýmum þar sem hreyfing lofts er lítil og smitar auðveldlega fjölda fólks. Við sumar aðstæður úti í samfélaginu eru þrengsli allt að því óhjákvæmileg. Við því hafa yfirvöld brugðist misjafnlega þegar kemur að smitvörnum. Einhver ríki hafa hvatt til grímunotkunar, önnur sett á grímuskyldu. Grímur eru gagnleg smitvörn, í þrengslum þar sem loftskipti eru ekki góð, jafnvel maskar af einföldustu gerð, hjálpa til við að draga úr magni veiru sem dreifist um rýmið og draga þannig úr líkum á að smitberi fylli rýmið af veirum og smiti aðra. Þéttari grímur sem sitja vel á andliti og vottað er að sigti loftið vel (t.d. síunarstaðlar ≥FFP2/N95) gera enn meira gagn, sérstaklega fyrir þann sem ber grímuna. Mörg flugfélög búa að fyrri umbótum á sviði loftgæða og sem hafa verið innleiddar sem hluti af vinnuvernd starfsmanna. Í flugvélum er sama loftinu dælt um rýmið í hringrás og er því endurunnið allt flugið. Flugvélar hafa því margar verið útbúnar með HEPA síum sem fjarlægja >99% af örverum úr loftinu. Loftblástur úr loftræstingu margra flugvéla er sagður laminar en ekki turbulent sem á að hafa í för með sér minni blöndun á útblæstri milli svæða. Loftskipti eru tíð og vega upp þrengslin sem þar eru, auk þess sem fólki er gert að bera grímu fyrir nefi og munni til að draga úr smithættu. Smithætta af lofbornum örverum í flugvélum virðist því vera mun minni en maður skyldi ætla fyrirfram af þrengslunum. Það sama er því miður ekki uppi á teningnum þegar kemur að flestum öðrum fararmátum, t.a.m. hópbifreiðum. Þar er jú hægt að opna glugga, en er það gert? Og verða loftskiptin við það nægilega mikil? Staðan í dag og til framtíðar Hver er þá staðan á fjölmennum biðstofum heilbrigðisstofnana, heilsugæslum, bráðamóttöku? Þrengslin eru oft mikil og biðin löng. Almennt talað eru engar sérstakar ráðstafanir gerðar á Íslandi og er lítið ef nokkuð eftirlit með loftgæðum. Þar má ímynda sér að blöndun fólks með ólíka smitsjúkdóma sé töluverð og hætta á smiti umtalsverð ef myndast þrengsli. Hvort sem er um er að ræða, inflúensu, RS veiru, mislinga eða COVID-19. Hér er líklega sóknarfæri þegar kemur að vöktun loftgæða, síun lofts og loftræstingu. Mikilvægi skynsamra sóttvarna hefur sannað sig undanfarin ár. Sóttvarnaraðgerðir hafa haft mikil áhrif á samfélög í COVID-19 faraldrinum, alvarleg veikindi og dánartíðni ríkja eru breytileg eftir því hvaða aðferðum hefur verið beitt og aðstæðum sem löndin eru í. Á köflum hefur faraldurinn náð inn fyrir smitvarnir og sums staðar valdið nær-hruni sjúkrahúsþjónustu undan álagi, gjörgæslupláss víða verið ónæg, hlífðarbúnaður og súrefnisbirgðir uppurnar. Ég vil taka undir ákall vísindafólks víða um heim og hvetja stjórnvöld til að taka alvarlega þá nauðsyn að ráðast í aðgerðir til að bæta loftgæði í almenningsrýmum og eftirlit með þeim. Það yrði gert til þess að verja samfélagið fyrir loftbornum sjúkdómum, í dag og til framtíðar. Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær, slík fjárfesting skilar sér til baka til samfélagsins sem getur þá veitt kröftugri viðspyrnu við loftbornum sjúkdómum, á sama hátt og kröftugir innviðir í skólplögnum og vatnsveitu hafa reynst vera árangursrík og nauðsynleg forvörn gegn vatnsbornum sjúkdómum. Ef gert yrði átak á þessu sviði væri skynsamlegt að leggja áherslu á úrbætur á þeim stöðum þar sem hættan á hópsmitum er mest en er óhjákvæmilegt fyrir almenning að forðast eigi helstu samfélagsinnviðir að halda velli. Áfram er þörf á að skapandi vísindafólk þrói og endurbæti aðferðir til að vakta og bæta loftgæði innandyra. Hlutverk vísindafólks verður líka að vekja athygli á þörfinni á fjárfestingu í þessum innviðum með því að höfða til framsýns stjórnmálafólks og fyrirtækja. Hleypum fersku lofti inn og klárum innviðabyltinguna sem hófst fyrir 200 árum. Höfundur er heimilislæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi pistill er innblásinn af grein frá alþjóðlegum hópi vísindafólks sem birtist í tímaritinu Science í maí 2020 og ber heitið „A paradigm shift to combat indoor respiratory infection“. Greinin var ákall um gagngera endurskoðun og byltingu í því hvernig þjóðir nálgast loftgæði innandyra í þeim tilgangi að verja heilsu almennings gegn loftbornum sjúkdómum og faröldrum sem lamað geta samfélagið. Aðalhöfundur greinarinnar er Lidia Morawska, læknir, prófessor við tækniháskólann í Queensland í Ástralíu og ein af fremstu sérfræðingum heims í áhrifum andrúmslofts og mengunar á heilsu. Í greininni er kallað eftir byltingu í innviðum sem tengjast loftgæðum. Sú bylting þarf að mati rannsóknarhópsins að vera af viðlíka stærðargráðu og byltingin sem átti sér stað á Bretlandi og víðar fyrir um 180 árum en á þeim tíma hófust sögulegar umbætur í skólp- og vatnsveitumálum. Traustir innviðir sem sóttvörn Í Bretlandi markast upphafið að þeirri byltingu af skýrslu sem kom út árið 1842 en þá stýrði lögfræðingur að nafni Chadwick yfirgripsmikilli rannsókn á ítrekuðum faröldrum hitasótta og heilsuleysis meðal bágstaddra Breta. Þar voru færð sannfærandi rök fyrir tengslum veikinda og ótímabærra dauðsfalla við bágar aðstæður, skólpveitu var ábótavant, vatn var mengað og loftun ófullnægjandi í þröngum híbýlum. Í skýrslunni er t.a.m að finna eftirfarandi frásögn af heimsókn rannsakanda til Tiverton á Englandi: „In many of the houses, persons were confined with fever and different diseases, and all I talked to either were ill or had been so: and the whole community presented a melancholy spectacle of disease and misery.“ Skýrslan vakti mikla athygli og ruddi leiðina fyrir stefnumörkun og innviðauppbyggingu Breta á skólp og vatnsveitum sem varði almenning fyrir vatnsbornum sjúkdómum og dró úr veikindum og dauða af þeim sökum. Aðgengi að hreinu vatni og fráveita skólps er eitthvað sem íbúar margra landa, því miður ekki allra, sjá í dag sem sjálfsagðan hluta innviða, en stór hluti þróunar á þessum innviðum á rót sína í sóttvarnarsjónarmiðum. Um svipað leyti og áðurnefnd skýrsla kom út var breski hjúkrunarfræðingurinn Florence Nightingale að íhuga að leggja fyrir sig aðhlynningu og hjúkrun. Nightingale varð síðar frumkvöðull í tölfræði og hjúkrun og hlaut verðskuldaða hylli fyrir umbótastarf á sjúkrahúsum, kennslu og baráttu í þágu félagslegra umbóta. Umbætur Nightingale á hersjúkrahúsi á Krímskaga reyndust árangursríkar smitvarnir. Nightingale sýndi skilmerkilega fram á að hreinlætisaðgerðir sem hún innleiddi, hefðu fylgni við lækkaða dánartíðni, þetta voru atriði eins og handþvottur starfsfólks og mikilvægi fersks lofts í herbergjum sjúklinga. Nightingale var í hópi frumkvöðla sóttvarna sem áttaði sig á mikilvægi loftgæða. Í skýrslu Chadwick frá 1842 er rannsakendum einnig ljóst hversu mikilvæg loftgæði eru: „Another cause of disease is to be found in the state of the cottages. Many are built on the ground without flooring, or against a damp hill. Some have neither windows nor doors sufficient to keep out the weather, or to let in the rays of the sun, or supply the means of ventilation; and in others the roof is so constructed or so worn as not to be weather tight.“ Því miður virðast sóttvarnarsjónarmið sem tengjast loftgæðum ekki hafa náð sömu fótfestu í innviðum ríkja eins og þau er tengjast vatnsgæðum, þó hugmyndin sé síður en svo ný af nálinni. Síðustu ár hefur kastljós fjölmiðla þó stundum beinst í þessa átt. Fjölmiðlar á Íslandi hafa fjallað um myglusveppavandamál opinberra bygginga en stundum afvegaleiðist umræðan því miður í pólitískar skylmingar og má velta fyrir sér hvort umfjöllunin gæti verið faglegri og lausnamiðaðri. Ýmsar spurningar vakna og ein af þeim er t.d. hvort efla þurfi eftirlit Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar eða Vinnueftirlits ríkisins, t.a.m. hvort hægt sé að innleiða í auknum mæli vöktun á loftgæðum. Loftgæði, sem sóttvarnar- og lýðheilsumál, nær að sjálfsögðu yfir mun fleira en myglusveppi. Ýmsar reglugerðir þessu tengt fjalla um koldíoxíðstyrk og æskilega endurnýjun lofts en vöktun og eftirlit virðist óskipulagt innan stofnana og lítið ef nokkuð fer fyrir sóttvarnarsjónarmiðum í reglugerðum sem tengjast loftgæðum. Lærdómur COVID-19 Í COVID-19 faraldrinum hefur orðið til mikið magn af gagnlegum upplýsingum. Þar stendur samfélagið á öxlum fag- og vísindafólks, sem hefur lyft grettistaki í að rannsaka veiruna, sjúkdóminn og birtingarmyndir hans í þaula og deilt þeim upplýsingum, mannkyni til gagns. Við vitum í dag, en vissum ekki um tíma, að SARS-COV-2 veiran er meðal annars loftborin og þurfa smitvarnir að taka mið af þeirri staðreynd. Grímur fyrir nefi og munni draga úr dreifingu smita, smithættan er misjöfn eftir fjarlægð útsettra frá smituðum og minnkar eftir því sem fjarlægðin eykst. Töluvert hefur verið rannsakað hvernig veiran dreifist um rými þar sem smitaður einstaklingur er og hefur vakið furðu hversu vel henni tekst til í þeim efnum. Hún er afar smitandi og smitgeta sumra afbrigða talin vera á við mislinga og hlaupabólu. Veiran safnast hratt upp í lofti í rýmum þar sem hreyfing lofts er lítil og smitar auðveldlega fjölda fólks. Við sumar aðstæður úti í samfélaginu eru þrengsli allt að því óhjákvæmileg. Við því hafa yfirvöld brugðist misjafnlega þegar kemur að smitvörnum. Einhver ríki hafa hvatt til grímunotkunar, önnur sett á grímuskyldu. Grímur eru gagnleg smitvörn, í þrengslum þar sem loftskipti eru ekki góð, jafnvel maskar af einföldustu gerð, hjálpa til við að draga úr magni veiru sem dreifist um rýmið og draga þannig úr líkum á að smitberi fylli rýmið af veirum og smiti aðra. Þéttari grímur sem sitja vel á andliti og vottað er að sigti loftið vel (t.d. síunarstaðlar ≥FFP2/N95) gera enn meira gagn, sérstaklega fyrir þann sem ber grímuna. Mörg flugfélög búa að fyrri umbótum á sviði loftgæða og sem hafa verið innleiddar sem hluti af vinnuvernd starfsmanna. Í flugvélum er sama loftinu dælt um rýmið í hringrás og er því endurunnið allt flugið. Flugvélar hafa því margar verið útbúnar með HEPA síum sem fjarlægja >99% af örverum úr loftinu. Loftblástur úr loftræstingu margra flugvéla er sagður laminar en ekki turbulent sem á að hafa í för með sér minni blöndun á útblæstri milli svæða. Loftskipti eru tíð og vega upp þrengslin sem þar eru, auk þess sem fólki er gert að bera grímu fyrir nefi og munni til að draga úr smithættu. Smithætta af lofbornum örverum í flugvélum virðist því vera mun minni en maður skyldi ætla fyrirfram af þrengslunum. Það sama er því miður ekki uppi á teningnum þegar kemur að flestum öðrum fararmátum, t.a.m. hópbifreiðum. Þar er jú hægt að opna glugga, en er það gert? Og verða loftskiptin við það nægilega mikil? Staðan í dag og til framtíðar Hver er þá staðan á fjölmennum biðstofum heilbrigðisstofnana, heilsugæslum, bráðamóttöku? Þrengslin eru oft mikil og biðin löng. Almennt talað eru engar sérstakar ráðstafanir gerðar á Íslandi og er lítið ef nokkuð eftirlit með loftgæðum. Þar má ímynda sér að blöndun fólks með ólíka smitsjúkdóma sé töluverð og hætta á smiti umtalsverð ef myndast þrengsli. Hvort sem er um er að ræða, inflúensu, RS veiru, mislinga eða COVID-19. Hér er líklega sóknarfæri þegar kemur að vöktun loftgæða, síun lofts og loftræstingu. Mikilvægi skynsamra sóttvarna hefur sannað sig undanfarin ár. Sóttvarnaraðgerðir hafa haft mikil áhrif á samfélög í COVID-19 faraldrinum, alvarleg veikindi og dánartíðni ríkja eru breytileg eftir því hvaða aðferðum hefur verið beitt og aðstæðum sem löndin eru í. Á köflum hefur faraldurinn náð inn fyrir smitvarnir og sums staðar valdið nær-hruni sjúkrahúsþjónustu undan álagi, gjörgæslupláss víða verið ónæg, hlífðarbúnaður og súrefnisbirgðir uppurnar. Ég vil taka undir ákall vísindafólks víða um heim og hvetja stjórnvöld til að taka alvarlega þá nauðsyn að ráðast í aðgerðir til að bæta loftgæði í almenningsrýmum og eftirlit með þeim. Það yrði gert til þess að verja samfélagið fyrir loftbornum sjúkdómum, í dag og til framtíðar. Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær, slík fjárfesting skilar sér til baka til samfélagsins sem getur þá veitt kröftugri viðspyrnu við loftbornum sjúkdómum, á sama hátt og kröftugir innviðir í skólplögnum og vatnsveitu hafa reynst vera árangursrík og nauðsynleg forvörn gegn vatnsbornum sjúkdómum. Ef gert yrði átak á þessu sviði væri skynsamlegt að leggja áherslu á úrbætur á þeim stöðum þar sem hættan á hópsmitum er mest en er óhjákvæmilegt fyrir almenning að forðast eigi helstu samfélagsinnviðir að halda velli. Áfram er þörf á að skapandi vísindafólk þrói og endurbæti aðferðir til að vakta og bæta loftgæði innandyra. Hlutverk vísindafólks verður líka að vekja athygli á þörfinni á fjárfestingu í þessum innviðum með því að höfða til framsýns stjórnmálafólks og fyrirtækja. Hleypum fersku lofti inn og klárum innviðabyltinguna sem hófst fyrir 200 árum. Höfundur er heimilislæknir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun