Óvæntur áhugi á enskum leikmönnum: „Líkamlega sterkir og vanir að spila af mikilli ákefð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 09:00 Chris Smalling og Tammy Abraham eru meðal fimm enskra leikmanna í Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Isabella Bonotto/Getty Images Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. José Mourinho stillti upp þremur enskum leikmönnum í leik Roma og Juventus nýverið. Hefur það aldrei gerst áður í sögu félagsins. Fara þarf aftur til upphafs 20. aldar til að finna ítalskt lið sem stillti upp þremur enskum leikmönnum í byrjunarliði sínu. Three English players in our team for the first time ever!#ASRoma #RomaJuve pic.twitter.com/Ez27weZ4IA— AS Roma English (@ASRomaEN) January 9, 2022 Alls eru fimm enskir leikmenn í Serie A í dag. Chris Smalling, Tammy Abraham og Ainsley Maitland-Niles eru allir í Roma. Fikayo Tomori er hjá AC Milan og Axel Tuanzebe gekk nýverið til liðs við Napoli á láni. Athygli vekur að þrír af þessum fimm leika í stöðu miðvarðar en Ítalía hefur verið þekkt fyrir að framleiða frábæra varnarmenn í gegnum árin. „Ég held það séu nokkur atriði sem útskýra þennan endurnýjaða áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Við erum til dæmis að sjá í fyrsta skiptið í langan tíma stór nöfn í þjálfaraheiminum koma til Ítalíu eftir að hafa þjálfað á Englandi og þeir taka með sér enska leikmenn,“ sagði Björn Már Ólafsson í stuttu spjalli við Vísi um þennan óvænta áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Björn Már gerði sér ferð til Ítalíu nýverið til að sjá sína menn.Einkasafn Lögfræðingurinn Björn Már er einnig sannkallaður sérfræðingur þegar kemur að ítalska boltanum og heldur meðal annars út hlaðvarpi sem fjallar eingöngu um knattspyrnu þar í landi. „Antonio Conte og José Mourinho eru dæmi þar um. Conte sótti Ashley Young til Internzionale og Mourinho hefur sótt Tammy og Maitland-Niles til Roma þar sem þeir hitta fyrir Smalling.“ „Á síðustu áratugum hafa ítölsk lið ekki haft bolmagn til þess að sækja þjálfara aftur „heim“ til Ítalíu eftir að þeir eru farnir að þjálfa á Englandi.“ „Ef við skoðum týpurnar sem ítölsku liðin hafa verið að sækja, þá eru þetta aðallega líkamlega sterkir leikmenn sem eru vanir að spila af mikilli ákefð en eru kannski ekki með sérstaklega góða tækni.“ „Þetta er klárlega til að vega á móti ítölskum leikmönnum sem margir hverjir eru vel skólaðir tæknilega en skortir marga hraðann og ákefðina sem nútímafótbolti krefst. Smalling, Abraham og Tomori eru ekki knattspyrnumenn með framúrskarandi tækni en eru klókir leikmenn sem spila á styrkleikum sínum.“ Tomori nýtur sín vel í Mílanó.EPA-EFE/MATTEO BAZZI „Að lokum held ég að ef ítölsk lið ætla að sækja leikmenn með reynslu úr Meistaradeild Evrópu, þá þurfi þau að horfa til Englands. Það er af þeirri einföldu ástæðu að ítölsk lið hafa ekki haft góðu gengi að fagna þar undanfarin ár, öfugt við ensku liðin.“ „Smalling er dæmi um þannig leikmann sem kom með ómetanlega Meistaradeildarreynslu til Roma, reynslu sem fáir ítalskir varnarmenn hafa,“ sagði Björn Már að lokum um þennan nýfundna áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. José Mourinho stillti upp þremur enskum leikmönnum í leik Roma og Juventus nýverið. Hefur það aldrei gerst áður í sögu félagsins. Fara þarf aftur til upphafs 20. aldar til að finna ítalskt lið sem stillti upp þremur enskum leikmönnum í byrjunarliði sínu. Three English players in our team for the first time ever!#ASRoma #RomaJuve pic.twitter.com/Ez27weZ4IA— AS Roma English (@ASRomaEN) January 9, 2022 Alls eru fimm enskir leikmenn í Serie A í dag. Chris Smalling, Tammy Abraham og Ainsley Maitland-Niles eru allir í Roma. Fikayo Tomori er hjá AC Milan og Axel Tuanzebe gekk nýverið til liðs við Napoli á láni. Athygli vekur að þrír af þessum fimm leika í stöðu miðvarðar en Ítalía hefur verið þekkt fyrir að framleiða frábæra varnarmenn í gegnum árin. „Ég held það séu nokkur atriði sem útskýra þennan endurnýjaða áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Við erum til dæmis að sjá í fyrsta skiptið í langan tíma stór nöfn í þjálfaraheiminum koma til Ítalíu eftir að hafa þjálfað á Englandi og þeir taka með sér enska leikmenn,“ sagði Björn Már Ólafsson í stuttu spjalli við Vísi um þennan óvænta áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Björn Már gerði sér ferð til Ítalíu nýverið til að sjá sína menn.Einkasafn Lögfræðingurinn Björn Már er einnig sannkallaður sérfræðingur þegar kemur að ítalska boltanum og heldur meðal annars út hlaðvarpi sem fjallar eingöngu um knattspyrnu þar í landi. „Antonio Conte og José Mourinho eru dæmi þar um. Conte sótti Ashley Young til Internzionale og Mourinho hefur sótt Tammy og Maitland-Niles til Roma þar sem þeir hitta fyrir Smalling.“ „Á síðustu áratugum hafa ítölsk lið ekki haft bolmagn til þess að sækja þjálfara aftur „heim“ til Ítalíu eftir að þeir eru farnir að þjálfa á Englandi.“ „Ef við skoðum týpurnar sem ítölsku liðin hafa verið að sækja, þá eru þetta aðallega líkamlega sterkir leikmenn sem eru vanir að spila af mikilli ákefð en eru kannski ekki með sérstaklega góða tækni.“ „Þetta er klárlega til að vega á móti ítölskum leikmönnum sem margir hverjir eru vel skólaðir tæknilega en skortir marga hraðann og ákefðina sem nútímafótbolti krefst. Smalling, Abraham og Tomori eru ekki knattspyrnumenn með framúrskarandi tækni en eru klókir leikmenn sem spila á styrkleikum sínum.“ Tomori nýtur sín vel í Mílanó.EPA-EFE/MATTEO BAZZI „Að lokum held ég að ef ítölsk lið ætla að sækja leikmenn með reynslu úr Meistaradeild Evrópu, þá þurfi þau að horfa til Englands. Það er af þeirri einföldu ástæðu að ítölsk lið hafa ekki haft góðu gengi að fagna þar undanfarin ár, öfugt við ensku liðin.“ „Smalling er dæmi um þannig leikmann sem kom með ómetanlega Meistaradeildarreynslu til Roma, reynslu sem fáir ítalskir varnarmenn hafa,“ sagði Björn Már að lokum um þennan nýfundna áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira