Við þurfum fleira fólk Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 15. janúar 2022 07:11 Á Íslandi býr fjölbreytt flóra fólks. Alls konar fólks. Þar á meðal af erlendum uppruna og stór hluti þeirra býr í Reykjavík, þar sem þau hjálpa til við að glæða mannlífið lit, vinna mikilvæg störf á öllum sviðum og eru nágrannar okkar og vinir. Sum þeirra ætla aðeins að koma tímabundið til landsins, en ílengjast. Önnur stoppa bara stutt. Þessi viðbót við samfélagið er meira en velkomin. Hún er nauðsynleg okkur öllum og við myndum strax finna fyrir því í okkar daglega lífi, ef þessi samfélagshópur myndi skyndilega ákveða allur að leita fyrir sér á öðrum slóðum. Ekki fyrir löngu hitti ég nokkrar erlendar konur sem hafa komið til landsins á mismunandi forsendum. Það voru góð atvinnutækifæri, ástin og ævintýraþráin. Erindið var að tala fyrir hagsmunum barna sinna. Að tryggja að þau fengju bestu mögulegu menntun, hvar svo sem þau væru stödd í íslensku. Því ákvarðanir fjölskyldunnar um að flytja til Íslands og hvort þau verði hér áfram snúast líka um það hvort börnunum líði vel. Þær vildu líka leggja sitt af mörkum til að gera Ísland að enn betra samfélagi. Samfélagi þar sem við fáum öll notið okkar, nýtt menntun okkar og þekkingu. Þannig verður allt Ísland betra. Við erum í samkeppni um erlent starfsfólk Viðreisn vill tryggja réttindi þeirra sem hingað vilja flytja, hvort sem það er á Covid tímum eða öðrum. Fólki af erlendum uppruna þarf að tryggja réttindi hér til þjónustu, náms og vinnu, svo það geti búið sér til betra líf. Fólki með alls konar reynslu. Við þurfum sérstaklega að horfa til þess að okkur vantar fólk til starfa í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Ekki bara í heimsfaraldri, heldur til framtíðar. Sérstaklega vantar okkur sérhæft starfsfólk á sjúkrahús. Starfsfólk sem mikil samkeppni er um, um allan heim. Í þeirri samkeppni þurfum við að gera betur í því að auðvelda fólki að flytja til Íslands og fá menntun sína metna. En umhverfið sem fólkið flytur til skiptir líka máli. Þar þarf Reykjavík, sem borgarsamfélag að standa sig í að bjóða upp á líflegt menningarsamfélag, góðar almenningssamgöngur, grænt og fallegt umhverfi, gott húsnæði og góða menntun fyrir börnin þeirra. Í borginni þarf fólk, bæði þau sem hér búa og hingað vilja flytja, að ná að næra líkama og sál og finna til öryggis hvað varðar þau sjálf og ekki síst börnin þeirra. Inngilding allra íbúa í þágu alls samfélagsins Öll sveitarfélög hagnast á því að huga að inngildingu allra íbúa sinna, sama hver uppruni þeirra er. En sveitarfélögin þurfa að forgangsráða bæði fjármunum og faglegu starfsfólki til að stuðla að virkri þátttöku allra og leysa þannig úr læðingi það afl sem felst í íbúum af erlendum uppruna í þágu alls samfélagsins. Til að stuðla að inngildingu allra íbúa og til þess að vera samkeppnishæf fyrir sérhæft starfsfólk sem hingað íhugar að flytja með fjölskyldu sína, þarf sérstaklega að horfa til skóla- og frístundastarfs. Þar dvelja börn stóran hluta dagsins og foreldrar þurfa að vera öruggir um að þeirra börn fái sömu tækifæri og önnur til menntunar. Að þeirra börn fái nauðsynlegan stuðning í skólum og í frístundastarfi til að hæfileikar þeirra fái að blómstra og þau fái að njóta sín. Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á að styðja við börn sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli, með sérstökum íslenskuverum. Markmiðið er ekki að íslenskan taki yfir móðurmál barnanna, enda sýna allar rannsóknir að góður grunnur í móðurmálinu hjálpi til við að læra næsta tungumál. Markmiðið er mun frekar að aðstoða börnin við að ná góðum tökum á íslensku til að opna fyrir þeim dyr að íslensku samfélagi. Styðjum öll börn, ekki bara helming Reykjavíkurborg hefur þurft að höfða dómsmál gegn íslenska ríkinu, til að fella úr gildi ákvörðun ríkisvaldsins að Reykjavík, eitt sveitarfélaga geti ekki fengið greiðslur úr Jöfnunarsjóði vegna skólastarfs og kennslu barna af erlendum uppruna. Óskandi væri að ríkið myndi semja við borgina til að jafna stöðu barna af erlendum uppruna um allt land, sérstaklega þegar það er haft í huga að tæplega helmingur allra barna á grunnskólaaldri búa í Reykjavík. Ég minni á að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar tiltekur sérstaklega að styðja þurfi við börn af erlendum uppruna í skólakerfinu. Þar á þessi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vonandi við að styðja þurfi við öll börn af erlendum uppruna en ekki bara þann helming barna sem býr utan Reykjavíkur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Viðreisn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi býr fjölbreytt flóra fólks. Alls konar fólks. Þar á meðal af erlendum uppruna og stór hluti þeirra býr í Reykjavík, þar sem þau hjálpa til við að glæða mannlífið lit, vinna mikilvæg störf á öllum sviðum og eru nágrannar okkar og vinir. Sum þeirra ætla aðeins að koma tímabundið til landsins, en ílengjast. Önnur stoppa bara stutt. Þessi viðbót við samfélagið er meira en velkomin. Hún er nauðsynleg okkur öllum og við myndum strax finna fyrir því í okkar daglega lífi, ef þessi samfélagshópur myndi skyndilega ákveða allur að leita fyrir sér á öðrum slóðum. Ekki fyrir löngu hitti ég nokkrar erlendar konur sem hafa komið til landsins á mismunandi forsendum. Það voru góð atvinnutækifæri, ástin og ævintýraþráin. Erindið var að tala fyrir hagsmunum barna sinna. Að tryggja að þau fengju bestu mögulegu menntun, hvar svo sem þau væru stödd í íslensku. Því ákvarðanir fjölskyldunnar um að flytja til Íslands og hvort þau verði hér áfram snúast líka um það hvort börnunum líði vel. Þær vildu líka leggja sitt af mörkum til að gera Ísland að enn betra samfélagi. Samfélagi þar sem við fáum öll notið okkar, nýtt menntun okkar og þekkingu. Þannig verður allt Ísland betra. Við erum í samkeppni um erlent starfsfólk Viðreisn vill tryggja réttindi þeirra sem hingað vilja flytja, hvort sem það er á Covid tímum eða öðrum. Fólki af erlendum uppruna þarf að tryggja réttindi hér til þjónustu, náms og vinnu, svo það geti búið sér til betra líf. Fólki með alls konar reynslu. Við þurfum sérstaklega að horfa til þess að okkur vantar fólk til starfa í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Ekki bara í heimsfaraldri, heldur til framtíðar. Sérstaklega vantar okkur sérhæft starfsfólk á sjúkrahús. Starfsfólk sem mikil samkeppni er um, um allan heim. Í þeirri samkeppni þurfum við að gera betur í því að auðvelda fólki að flytja til Íslands og fá menntun sína metna. En umhverfið sem fólkið flytur til skiptir líka máli. Þar þarf Reykjavík, sem borgarsamfélag að standa sig í að bjóða upp á líflegt menningarsamfélag, góðar almenningssamgöngur, grænt og fallegt umhverfi, gott húsnæði og góða menntun fyrir börnin þeirra. Í borginni þarf fólk, bæði þau sem hér búa og hingað vilja flytja, að ná að næra líkama og sál og finna til öryggis hvað varðar þau sjálf og ekki síst börnin þeirra. Inngilding allra íbúa í þágu alls samfélagsins Öll sveitarfélög hagnast á því að huga að inngildingu allra íbúa sinna, sama hver uppruni þeirra er. En sveitarfélögin þurfa að forgangsráða bæði fjármunum og faglegu starfsfólki til að stuðla að virkri þátttöku allra og leysa þannig úr læðingi það afl sem felst í íbúum af erlendum uppruna í þágu alls samfélagsins. Til að stuðla að inngildingu allra íbúa og til þess að vera samkeppnishæf fyrir sérhæft starfsfólk sem hingað íhugar að flytja með fjölskyldu sína, þarf sérstaklega að horfa til skóla- og frístundastarfs. Þar dvelja börn stóran hluta dagsins og foreldrar þurfa að vera öruggir um að þeirra börn fái sömu tækifæri og önnur til menntunar. Að þeirra börn fái nauðsynlegan stuðning í skólum og í frístundastarfi til að hæfileikar þeirra fái að blómstra og þau fái að njóta sín. Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á að styðja við börn sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli, með sérstökum íslenskuverum. Markmiðið er ekki að íslenskan taki yfir móðurmál barnanna, enda sýna allar rannsóknir að góður grunnur í móðurmálinu hjálpi til við að læra næsta tungumál. Markmiðið er mun frekar að aðstoða börnin við að ná góðum tökum á íslensku til að opna fyrir þeim dyr að íslensku samfélagi. Styðjum öll börn, ekki bara helming Reykjavíkurborg hefur þurft að höfða dómsmál gegn íslenska ríkinu, til að fella úr gildi ákvörðun ríkisvaldsins að Reykjavík, eitt sveitarfélaga geti ekki fengið greiðslur úr Jöfnunarsjóði vegna skólastarfs og kennslu barna af erlendum uppruna. Óskandi væri að ríkið myndi semja við borgina til að jafna stöðu barna af erlendum uppruna um allt land, sérstaklega þegar það er haft í huga að tæplega helmingur allra barna á grunnskólaaldri búa í Reykjavík. Ég minni á að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar tiltekur sérstaklega að styðja þurfi við börn af erlendum uppruna í skólakerfinu. Þar á þessi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vonandi við að styðja þurfi við öll börn af erlendum uppruna en ekki bara þann helming barna sem býr utan Reykjavíkur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun