Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. janúar 2022 07:01 Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að meðalbiðtími sjúklinga sem þjást af endómetríósu eftir fyrsta viðtali við lækni á Kvenlækningadeild eru sex mánuðir, en 49 sjúklingar eru nú á bið eftir fyrsta viðtali og 92 eftir framhaldsviðtali eða eftirliti hjá læknum. Biðtími til að komast að í verkjateymi Landspítala er sömuleiðis sex mánuðir ef beiðni kemur að utan. Biðtími vegna beiðna innan spítalans vegna erfiðra vandamála er sagður vera yfirleitt innan við mánuður. Í svarinu kemur jafnframt fram að heilbrigðisráðherra vinni nú að styttingu biðtíma innan alls heilbrigðiskerfisins og að hann hafi nú kallað eftir upplýsingum frá Landspítala um hvort og þá hvernig megi stytta greiningartíma endómetríósu. Það er í samræmi við nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem leggur áherslu á heilbrigðisþjónustu út frá þörfum sjúklinga. Í svarinu kemur einnig fram að það sé til sérstakrar skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins hvernig hægt sé að efla þjónustu við sjúklinga sem glíma við endómetríósu. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Af svari heilbrigðisráðherra má ráða að málefni sjúklinga með endómetríósa hafi nú verið tekin til tímabærrar skoðunar og að umbóta sé að vænta. Það er fagnaðarefni fyrir sjúklinga sem hafa liðið bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Diljá Mist Einarsdóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að meðalbiðtími sjúklinga sem þjást af endómetríósu eftir fyrsta viðtali við lækni á Kvenlækningadeild eru sex mánuðir, en 49 sjúklingar eru nú á bið eftir fyrsta viðtali og 92 eftir framhaldsviðtali eða eftirliti hjá læknum. Biðtími til að komast að í verkjateymi Landspítala er sömuleiðis sex mánuðir ef beiðni kemur að utan. Biðtími vegna beiðna innan spítalans vegna erfiðra vandamála er sagður vera yfirleitt innan við mánuður. Í svarinu kemur jafnframt fram að heilbrigðisráðherra vinni nú að styttingu biðtíma innan alls heilbrigðiskerfisins og að hann hafi nú kallað eftir upplýsingum frá Landspítala um hvort og þá hvernig megi stytta greiningartíma endómetríósu. Það er í samræmi við nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem leggur áherslu á heilbrigðisþjónustu út frá þörfum sjúklinga. Í svarinu kemur einnig fram að það sé til sérstakrar skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins hvernig hægt sé að efla þjónustu við sjúklinga sem glíma við endómetríósu. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Af svari heilbrigðisráðherra má ráða að málefni sjúklinga með endómetríósa hafi nú verið tekin til tímabærrar skoðunar og að umbóta sé að vænta. Það er fagnaðarefni fyrir sjúklinga sem hafa liðið bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar