Órofin þjónusta sveitarfélaga Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 21. janúar 2022 07:31 Auður hvers samfélags liggur í fólki. Þar á ég við í öllu fólki. Í Covid höfum við staðið saman um að verja þau sem viðkvæmari eru. Við vitum að fullfrískt fólk getur betur tekist á við veiruna en aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þess vegna erum við heima ef við getum, höldum tveggja metra reglu og virðum grímuskyldu, þegar hún á við. Til að verja þá einstaklinga sem eiga erfiðar með að takast á við Covid. Og það hefur tekist vonum framar, þrátt fyrir hverja bylgjunni á eftir annarri sem steypist yfir okkur og þrátt fyrir að við séum orðin þreytt á ástandinu. Hugur minn og hjarta þessa dagana er hjá starfsfólki í velferðarþjónustu. Við höfum mikið heyrt um álagið í heilbrigðiskerfinu og í skólum vegna Covid. En minna hefur verið talað um álagið í velferðarþjónustu, sem hefur einnig verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Þar er starfsfólk sem tekur hverja aukavaktina á fætur annarri. Sérstaklega í miðjum bylgjum eins og nú, þar sem um 200 starfsmenn er frá vegna einangrunar eða sóttkvíar. Ósérhlífni starfsfólks Sjálf þekki ég líka nokkur dæmi þess að fólk sem starfar í velferðarþjónustu hafi einangrað sig við vinnu og heimili til að geta verið til taks fyrir skjólstæðinga sína, sem verr geta tekist á við veiruna. Fólk sem hefur ekki bara sleppt mannamótum, saumaklúbbum og vinahittingum, heldur fer helst ekkert þar sem reikna má með að einhver fjöldi sé saman komin til þess að geta veitt viðkvæmum hópum nauðsynlega þjónustu. Hjá Reykjavíkurborg eru um 70 starfsstöðvar þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn og nauðsynlegt að sú þjónusta sé órofin. Þar er um að ræða t.d. búseta fatlaðra og aldraðra, hjúkrunarheimili, vistheimili fyrir börn og heimili fyrir fólk með fíknivanda. Að auki eru um 4.000 íbúar Reykjavíkur sem treysta á heimaþjónustu eða heimahjúkrun. Þyngri þjónusta með færra fólki Þegar starfsmaður er veikur eða í sóttkví er ekki um annað að ræða en að finna aðra til að fylla í skarðið. Þetta eru ekki verkefni sem geta beðið til morguns. Við þetta bætist álag á starfsmenn þegar íbúarnir, sem þurfa þjónustuna, greinast með Covid. Þjónustuna þarf samt sem áður að veita. Í sumum tilfellum þarf jafnvel að veita meiri þjónustu, þar sem viðkomandi íbúar fara ekki til starfa eða í félagsstarf á þeim tíma. Á Covid tímum þarf því fleira starfsfólk en áður og fólk sem starfar að jafnaði á miðlægum skrifstofum borgarinnar hefur verið kallað út til að leysa af í grunnþjónustunni. Það er kraftaverkafólk sem vinnur að velferðarmálum. Því kynntist ég hér í Reykjavík þegar ég vann við heimaþjónustu og síðar þegar ég stýrði þjónustu við aldraða. Það er eðlilegt að ræða takmarkanir á einstaklingsfrelsið Þegar kemur að ákvörðunum um hvernig einstaklingsfrelsi okkar er skert og á hvaða forsendum, til að verja þá einstaklega sem veikari eru fyrir, er eðlilegt að sú umræða fari fram í þinginu. Áhrifin eru víða, ekki bara á líkamlega heilsu, heldur líka á andlega og hafa haft áhrif á félagsþroska barnanna okkar. Takmarkanirnar sem við höfum þurft að búa við skerða lífsviðurværi fjölskyldna. Það er því að mörgu að huga þegar þarf að taka ákvörðun um hvaða leið verji best líf og heilsu sem flestra. Við, í sveitarstjórnum landsins, tökum ekki ákvarðanir um sóttvarnarrelgur en við framfylgjum þeim. Í samstarfi við almannavarnir í neyðarstjórn sjáum við svo vel hvað það skiptir ofboðslega miklu máli að geta staðið við órofna þjónustu til þeirra sem á henni þurfa að halda. En við getum ekki verið svo árum skipti, reglulega á neyðarstigi þar sem forgangsraða þarf til þjónustu upp á líf og dauða. Ef þróunin eftir Omicron verður ekki á þann veg að síðari afbrigði verði sífellt hættuminni þurfa sveitarfélögin og samfélagið allt að ræða hvaða þjónustu eigi að leggja áherslu á, með það í huga hversu marga starfsmenn þarf að auki til að stíga inn í veikinda- og sóttkvíarfríum reglulegra starfsmanna. Sveitarfélögin þurfa að taka þátt í samtalinu um það hvað eðlilegt líf með veirunni felur í sér, því þau munu þurfa að bregðast því með fyrirsjáanlega auknum kostnaði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Auður hvers samfélags liggur í fólki. Þar á ég við í öllu fólki. Í Covid höfum við staðið saman um að verja þau sem viðkvæmari eru. Við vitum að fullfrískt fólk getur betur tekist á við veiruna en aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þess vegna erum við heima ef við getum, höldum tveggja metra reglu og virðum grímuskyldu, þegar hún á við. Til að verja þá einstaklinga sem eiga erfiðar með að takast á við Covid. Og það hefur tekist vonum framar, þrátt fyrir hverja bylgjunni á eftir annarri sem steypist yfir okkur og þrátt fyrir að við séum orðin þreytt á ástandinu. Hugur minn og hjarta þessa dagana er hjá starfsfólki í velferðarþjónustu. Við höfum mikið heyrt um álagið í heilbrigðiskerfinu og í skólum vegna Covid. En minna hefur verið talað um álagið í velferðarþjónustu, sem hefur einnig verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Þar er starfsfólk sem tekur hverja aukavaktina á fætur annarri. Sérstaklega í miðjum bylgjum eins og nú, þar sem um 200 starfsmenn er frá vegna einangrunar eða sóttkvíar. Ósérhlífni starfsfólks Sjálf þekki ég líka nokkur dæmi þess að fólk sem starfar í velferðarþjónustu hafi einangrað sig við vinnu og heimili til að geta verið til taks fyrir skjólstæðinga sína, sem verr geta tekist á við veiruna. Fólk sem hefur ekki bara sleppt mannamótum, saumaklúbbum og vinahittingum, heldur fer helst ekkert þar sem reikna má með að einhver fjöldi sé saman komin til þess að geta veitt viðkvæmum hópum nauðsynlega þjónustu. Hjá Reykjavíkurborg eru um 70 starfsstöðvar þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn og nauðsynlegt að sú þjónusta sé órofin. Þar er um að ræða t.d. búseta fatlaðra og aldraðra, hjúkrunarheimili, vistheimili fyrir börn og heimili fyrir fólk með fíknivanda. Að auki eru um 4.000 íbúar Reykjavíkur sem treysta á heimaþjónustu eða heimahjúkrun. Þyngri þjónusta með færra fólki Þegar starfsmaður er veikur eða í sóttkví er ekki um annað að ræða en að finna aðra til að fylla í skarðið. Þetta eru ekki verkefni sem geta beðið til morguns. Við þetta bætist álag á starfsmenn þegar íbúarnir, sem þurfa þjónustuna, greinast með Covid. Þjónustuna þarf samt sem áður að veita. Í sumum tilfellum þarf jafnvel að veita meiri þjónustu, þar sem viðkomandi íbúar fara ekki til starfa eða í félagsstarf á þeim tíma. Á Covid tímum þarf því fleira starfsfólk en áður og fólk sem starfar að jafnaði á miðlægum skrifstofum borgarinnar hefur verið kallað út til að leysa af í grunnþjónustunni. Það er kraftaverkafólk sem vinnur að velferðarmálum. Því kynntist ég hér í Reykjavík þegar ég vann við heimaþjónustu og síðar þegar ég stýrði þjónustu við aldraða. Það er eðlilegt að ræða takmarkanir á einstaklingsfrelsið Þegar kemur að ákvörðunum um hvernig einstaklingsfrelsi okkar er skert og á hvaða forsendum, til að verja þá einstaklega sem veikari eru fyrir, er eðlilegt að sú umræða fari fram í þinginu. Áhrifin eru víða, ekki bara á líkamlega heilsu, heldur líka á andlega og hafa haft áhrif á félagsþroska barnanna okkar. Takmarkanirnar sem við höfum þurft að búa við skerða lífsviðurværi fjölskyldna. Það er því að mörgu að huga þegar þarf að taka ákvörðun um hvaða leið verji best líf og heilsu sem flestra. Við, í sveitarstjórnum landsins, tökum ekki ákvarðanir um sóttvarnarrelgur en við framfylgjum þeim. Í samstarfi við almannavarnir í neyðarstjórn sjáum við svo vel hvað það skiptir ofboðslega miklu máli að geta staðið við órofna þjónustu til þeirra sem á henni þurfa að halda. En við getum ekki verið svo árum skipti, reglulega á neyðarstigi þar sem forgangsraða þarf til þjónustu upp á líf og dauða. Ef þróunin eftir Omicron verður ekki á þann veg að síðari afbrigði verði sífellt hættuminni þurfa sveitarfélögin og samfélagið allt að ræða hvaða þjónustu eigi að leggja áherslu á, með það í huga hversu marga starfsmenn þarf að auki til að stíga inn í veikinda- og sóttkvíarfríum reglulegra starfsmanna. Sveitarfélögin þurfa að taka þátt í samtalinu um það hvað eðlilegt líf með veirunni felur í sér, því þau munu þurfa að bregðast því með fyrirsjáanlega auknum kostnaði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun