Sóttvarnarhræsni á Twitter Sigmar Guðmundsson skrifar 21. janúar 2022 11:00 Umræðan endalausa um hvar mörkin á milli sóttvarna og frelsis liggja í heimsfaraldrinum tekur stundum á sig furðulega mynd. Ekki síst þegar þeir sem taka ákvarðanir um skerðingu mannréttinda, eða eru í raunverulegri stöðu til að hafa áhrif á þær ákvarðanir, kannast ekkert við hlutverk sitt og svamla um í lýðskrumspollinum. Í nýlegri fréttaúttekt á Stöð tvö kom fram að mikill meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokks efast um réttmæti harðra sóttvarnartakmarkana. Og þær eru svo sannarlega harðar í dag. Alls 12 af 17 þingmönnum flokksins styðja í raun ekki ríkisstjórnina í þessum málum og þar af eru þrír ráðherrar. Þetta er alveg magnað. 12 stjórnarþingmenn, þar af þrír ráðherrar, eru ekki sammála þeim hörðu takmörkunum sem þeirra eigin ríkisstjórn setur á landsmenn. Varaþingmaður flokksins í Suðurvesturkjördæmi leiðir skrúðgönguna og krefst afsagnar sóttvarnarlæknis á milli þess sem hann reynir að koma í veg fyrir að börn verði bólusett. Við heyrum þessa þingmenn og ráðherra ítrekað tala gegn ákvörðun eigin ríkisstjórnar. Þeir tala og tala, en þeir gera ekki neitt. Þessir 12 þingmenn, og þar af þrír ráðherrar, hafa raunveruleg völd. En þeir kjósa að beita því valdi ekki. Hvorki við ríkisstjórnarborðið, né sem þingflokkur. Þeir tala fallega og af innlifun um frelsið og mannréttindin og benda ítrekað á allsvakalegar afleiðingar af hörðum sóttvörnum. Félagslegar og andlegar afleiðingar og útgjöld ríkissjóðs upp á tugi milljarða. En það er ekki nóg að vera svalur á Twitter. Að standa bara með frelsinu í orði en ekki í verki við ríkisstjórnarborðið er hræsni. Einn af öðrum týnast þessir 12 þingmenn upp í ræðupúlt Alþingis, fullkomlega ómeðvitaðir um að þeir eru við völd, til þess eins að vera skotnir niður af samstarfsflokkunum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG sakaði þá um upphrópanir í þinginu í vikunni og í gær sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að samráðherrarnir úr Sjálfstæðisflokknum „rugli umræðuna og grafi undan þeim aðgerðum“ sem gripið er til í sóttvarnarskyni. Þetta er ekkert annað en illa skrifað leikrit. Þessir 12 þingmenn eru eins og bandarískur kviðdómur sem kemst aldrei að niðurstöðu. Ég hef vissa samúð með þeim enda efnislega sammála því að nýtt og vægara veiruafbrigði, auk víðtækra bólusetninga, hlýtur að gefa tilefni til að endurhugsa nálgun okkar þegar kemur að viðbrögðum við þessum faraldri. Skilin á milli frelsis og takmarkana eru á öðrum stað í dag en fyrir fáeinum vikum, það hlýtur að blasa við okkur öllum þegar tölfræðin er skoðuð. En að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engin raunveruleg áhrif sem varða frelsi einstaklingsins er auðvitað í hrópandi andstöðu við hans helstu hugsjónir. Fyrir nú utan að það má vel gera þá kröfu á ríkisstjórn á neyðartímum, sama hvernig hún er samsett, að hún leiði þjóðina með samstilltum hætti í gegnum hættuástandið, en tali ekki út og suður. Að einstaka ráðherrar „grafi ekki undan“ og „rugli umræðuna“ með því að samþykkja aðgerðir en tali svo innihaldslaust gegn eigin samþykktum til þess eins að friða órólegt bakland. Höfundur er alþingismaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Umræðan endalausa um hvar mörkin á milli sóttvarna og frelsis liggja í heimsfaraldrinum tekur stundum á sig furðulega mynd. Ekki síst þegar þeir sem taka ákvarðanir um skerðingu mannréttinda, eða eru í raunverulegri stöðu til að hafa áhrif á þær ákvarðanir, kannast ekkert við hlutverk sitt og svamla um í lýðskrumspollinum. Í nýlegri fréttaúttekt á Stöð tvö kom fram að mikill meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokks efast um réttmæti harðra sóttvarnartakmarkana. Og þær eru svo sannarlega harðar í dag. Alls 12 af 17 þingmönnum flokksins styðja í raun ekki ríkisstjórnina í þessum málum og þar af eru þrír ráðherrar. Þetta er alveg magnað. 12 stjórnarþingmenn, þar af þrír ráðherrar, eru ekki sammála þeim hörðu takmörkunum sem þeirra eigin ríkisstjórn setur á landsmenn. Varaþingmaður flokksins í Suðurvesturkjördæmi leiðir skrúðgönguna og krefst afsagnar sóttvarnarlæknis á milli þess sem hann reynir að koma í veg fyrir að börn verði bólusett. Við heyrum þessa þingmenn og ráðherra ítrekað tala gegn ákvörðun eigin ríkisstjórnar. Þeir tala og tala, en þeir gera ekki neitt. Þessir 12 þingmenn, og þar af þrír ráðherrar, hafa raunveruleg völd. En þeir kjósa að beita því valdi ekki. Hvorki við ríkisstjórnarborðið, né sem þingflokkur. Þeir tala fallega og af innlifun um frelsið og mannréttindin og benda ítrekað á allsvakalegar afleiðingar af hörðum sóttvörnum. Félagslegar og andlegar afleiðingar og útgjöld ríkissjóðs upp á tugi milljarða. En það er ekki nóg að vera svalur á Twitter. Að standa bara með frelsinu í orði en ekki í verki við ríkisstjórnarborðið er hræsni. Einn af öðrum týnast þessir 12 þingmenn upp í ræðupúlt Alþingis, fullkomlega ómeðvitaðir um að þeir eru við völd, til þess eins að vera skotnir niður af samstarfsflokkunum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG sakaði þá um upphrópanir í þinginu í vikunni og í gær sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að samráðherrarnir úr Sjálfstæðisflokknum „rugli umræðuna og grafi undan þeim aðgerðum“ sem gripið er til í sóttvarnarskyni. Þetta er ekkert annað en illa skrifað leikrit. Þessir 12 þingmenn eru eins og bandarískur kviðdómur sem kemst aldrei að niðurstöðu. Ég hef vissa samúð með þeim enda efnislega sammála því að nýtt og vægara veiruafbrigði, auk víðtækra bólusetninga, hlýtur að gefa tilefni til að endurhugsa nálgun okkar þegar kemur að viðbrögðum við þessum faraldri. Skilin á milli frelsis og takmarkana eru á öðrum stað í dag en fyrir fáeinum vikum, það hlýtur að blasa við okkur öllum þegar tölfræðin er skoðuð. En að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engin raunveruleg áhrif sem varða frelsi einstaklingsins er auðvitað í hrópandi andstöðu við hans helstu hugsjónir. Fyrir nú utan að það má vel gera þá kröfu á ríkisstjórn á neyðartímum, sama hvernig hún er samsett, að hún leiði þjóðina með samstilltum hætti í gegnum hættuástandið, en tali ekki út og suður. Að einstaka ráðherrar „grafi ekki undan“ og „rugli umræðuna“ með því að samþykkja aðgerðir en tali svo innihaldslaust gegn eigin samþykktum til þess eins að friða órólegt bakland. Höfundur er alþingismaður Viðreisnar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun