Skortir orku? Orri Páll Jóhannsson skrifar 24. janúar 2022 07:01 Þegar fram í sækir mun skorta raforku til þess að mæta stærstu áskorun samtímans; loftslagsbreytingum. Til þess að stemma stigu við þeim þurfum við m.a. að hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og haftengdri starfsemi. Góður gangur hefur verið í orkuskiptum í samgöngum þar sem Ísland er í öðru sæti á heimsvísu yfir hlutfall nýrra nýorkubíla. En höfum í huga að þó svo það muni þurfa að afla frekari orku vegna orkuskipta þegar fram í sækir, eins og forstjóri Landsvirkjunar sagði í nýlegu viðtali, þá erum við að horfa til næstu áratuga í því samhengi. Við ætlum okkur að hafa náð fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og því þurfum við að taka öll skref af vel yfirlögðu ráði, leggja hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar til grundvallar og treysta náttúruvernd. Forgangsröðum orku í þágu orkuskipta Okkur er ljóst að maðurinn hefur gengið freklega á gæði Jarðar, eytt um efni fram og tekið vanhugsaðar ákvarðanir í sína þágu án þess að huga að heildarsamhengi hlutanna, hvað þá öðrum lífverum. Loftslagsváin er ein afleiðing þessa. Það er brýnt að við komum okkur saman um forgangsröðun í hvað þurfi orku og þá hversu mikillar orku þarf að afla til viðbótar. Velflest erum við sammála um að orkuskiptin séu einn af lyklunum til þess að stemma stigu við loftslagsvánni. Á sama tíma þurfum við að tryggja réttlát umskipti þeirra óumflýjanlegu samfélagsbreytinga sem fylgja nýrri nálgun. Um þetta vitnar stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Nýr orkumálastjóri gerir anga þessarar umræðu að umtalsefni í nýlegri grein hér á vísi.is. Þar bendir hún á að það sé ekki gefið að aukin orkuframleiðsla eða fjárfestingar í flutningskerfinu skili sér beint í auknum árangri í orkuskiptum. Krafan á orkufyrirtæki að hámarka hagnað í þágu eigenda sinna fer ekki endilega saman með því að íbúum og smærri fyrirtækjum á köldum svæðum séu tryggð raforka. Hvað þá smáiðnaði sem stuðlar að grænni atvinnuuppbyggingu, grænmetisbændum eða fjölskyldum sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Ég tek því heilshugar undir með orkumálastjóra sem segir þörf á að kortleggja orkumarkaðinn og skapa lagaumgjörð sem tryggi að framvegis rati umframorka og ný orkuöflun til orkuskipta. Þannig má tryggja að við náum markmiðum okkar um að verða óháð jarðefnaeldsneyti og kolefnishlutlaus árið 2040. Orkuskipti með náttúruvernd í huga Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er rík áhersla lögð á loftslagsmál. Kveðið er á um að gæta verði hagsmuna núverandi og komandi kynslóða og að sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi með jafnvægi milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Það er ekki gert með því að ráðast í stórvirkar virkjanaframkvæmdir í anda liðinnar tíðar. Sagan segir okkur að við höfum oft farið óðslega fram í orkuöflun gagnvart viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Við ætlum sannarlega að byggja upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040. En það þarf að ríkja sátt um nýjar virkjanir og áður en kemur til þeirra þurfum við að leita allra leiða til þess að spara og fara betur með þá orku sem þegar er framleidd, bæta nýtingu í virkjunum sem þegar hafa verið reistar og takmarka orkutap í orkukerfinu en ekki einungis horfa til hagnaðar eigenda orkufyrirtækjanna í krónum talið. Náttúra landsins, rétt eins og orkan, er verðmæt en takmörkuð gæði. Okkur ber að fara vel með hvor tveggja og hugsa lausnir marga áratugi fram í tímann en ekki til skamms tíma. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Orri Páll Jóhannsson Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Þegar fram í sækir mun skorta raforku til þess að mæta stærstu áskorun samtímans; loftslagsbreytingum. Til þess að stemma stigu við þeim þurfum við m.a. að hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og haftengdri starfsemi. Góður gangur hefur verið í orkuskiptum í samgöngum þar sem Ísland er í öðru sæti á heimsvísu yfir hlutfall nýrra nýorkubíla. En höfum í huga að þó svo það muni þurfa að afla frekari orku vegna orkuskipta þegar fram í sækir, eins og forstjóri Landsvirkjunar sagði í nýlegu viðtali, þá erum við að horfa til næstu áratuga í því samhengi. Við ætlum okkur að hafa náð fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og því þurfum við að taka öll skref af vel yfirlögðu ráði, leggja hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar til grundvallar og treysta náttúruvernd. Forgangsröðum orku í þágu orkuskipta Okkur er ljóst að maðurinn hefur gengið freklega á gæði Jarðar, eytt um efni fram og tekið vanhugsaðar ákvarðanir í sína þágu án þess að huga að heildarsamhengi hlutanna, hvað þá öðrum lífverum. Loftslagsváin er ein afleiðing þessa. Það er brýnt að við komum okkur saman um forgangsröðun í hvað þurfi orku og þá hversu mikillar orku þarf að afla til viðbótar. Velflest erum við sammála um að orkuskiptin séu einn af lyklunum til þess að stemma stigu við loftslagsvánni. Á sama tíma þurfum við að tryggja réttlát umskipti þeirra óumflýjanlegu samfélagsbreytinga sem fylgja nýrri nálgun. Um þetta vitnar stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Nýr orkumálastjóri gerir anga þessarar umræðu að umtalsefni í nýlegri grein hér á vísi.is. Þar bendir hún á að það sé ekki gefið að aukin orkuframleiðsla eða fjárfestingar í flutningskerfinu skili sér beint í auknum árangri í orkuskiptum. Krafan á orkufyrirtæki að hámarka hagnað í þágu eigenda sinna fer ekki endilega saman með því að íbúum og smærri fyrirtækjum á köldum svæðum séu tryggð raforka. Hvað þá smáiðnaði sem stuðlar að grænni atvinnuuppbyggingu, grænmetisbændum eða fjölskyldum sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Ég tek því heilshugar undir með orkumálastjóra sem segir þörf á að kortleggja orkumarkaðinn og skapa lagaumgjörð sem tryggi að framvegis rati umframorka og ný orkuöflun til orkuskipta. Þannig má tryggja að við náum markmiðum okkar um að verða óháð jarðefnaeldsneyti og kolefnishlutlaus árið 2040. Orkuskipti með náttúruvernd í huga Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er rík áhersla lögð á loftslagsmál. Kveðið er á um að gæta verði hagsmuna núverandi og komandi kynslóða og að sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi með jafnvægi milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Það er ekki gert með því að ráðast í stórvirkar virkjanaframkvæmdir í anda liðinnar tíðar. Sagan segir okkur að við höfum oft farið óðslega fram í orkuöflun gagnvart viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Við ætlum sannarlega að byggja upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040. En það þarf að ríkja sátt um nýjar virkjanir og áður en kemur til þeirra þurfum við að leita allra leiða til þess að spara og fara betur með þá orku sem þegar er framleidd, bæta nýtingu í virkjunum sem þegar hafa verið reistar og takmarka orkutap í orkukerfinu en ekki einungis horfa til hagnaðar eigenda orkufyrirtækjanna í krónum talið. Náttúra landsins, rétt eins og orkan, er verðmæt en takmörkuð gæði. Okkur ber að fara vel með hvor tveggja og hugsa lausnir marga áratugi fram í tímann en ekki til skamms tíma. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun