Brady úr leik | Ein dramatískasta helgi í sögu NFL Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. janúar 2022 12:00 Brady labbar af velli í nótt. Hugsanlega í síðasta skiptið á ferlinum. vísir/getty Átta liða úrslitin í NFL-deildinni um helgina verða lengi í minnum höfð. Þrír leikir réðust á lokasparki leikjanna og einn fór í framlengingu. Laugardagurinn byrjaði með látum þegar sigurvegararnir í Þjóðadeildinni og Ameríkudeildinni féllu úr leik. Cincinnati Bengals skellti Tennesse Titans, 19-16, og San Francisco fór svo til Green Bay og vann frækinn sigur, 13-10, þó svo sókn liðsins hefði ekki skorað snertimark í leiknum. Það var þó aðeins reykurinn af réttunum í gærkvöldi og nótt varð allt vitlaust. Í fyrri leik dagsins gerði LA Rams sér lítið fyrir og skellti meisturum Tampa Bay, 30-27. Rams komst í 27-3 en Tampa kom til baka af fullum krafti með Tom Brady fremstan í flokki. Endurkoma sem minnti á þegar Brady kom til baka gegn Atlanta í Super Bowl eftir að hafa verið 28-3 undir. PLAYOFF. LENNY.@Buccaneers tie it up!📺: #LARvsTB on NBC📱: https://t.co/6Hz1DjFj3t pic.twitter.com/sjPdUuExuf— NFL (@NFL) January 23, 2022 Buccaneers jafnaði leikinn 27-27 er lítið var eftir en það var enn tími fyrir Rams að stela leiknum. Leikstjórnandi þeirra átti langa sendingu á útherjann Cooper Kupp sem kom liðinu í vallarmarksstöðu. Rams skoraði úr vallarmarkinu um leið og leiktímanum lauk. .@CooperKupp put the team on his back.This ending was WILD. #LARvsTB pic.twitter.com/6clEXf9SQq— NFL (@NFL) January 23, 2022 Meistararnir því búnir og Tom Brady segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann mæti aftur til leiks í haust. Hann er orðinn 44 ára gamall. Tívolibomburnar komu svo í lokaatriðinu sem var leikur Kansas City Chiefs og Buffalo Bills. Sturlaður leikur sem Kansas vann í framlengingu, 42-36. Dramatíkin á síðustu tveimur mínútum leiksins var með ólíkindum. Liðin skiptust þrisvar á forskotinu og spiluðu í raun fullkomlega. JOSH ALLEN AND GABRIEL DAVIS' 4TH TD GIVES THE BILLS THE LEAD WITH 17 SECONDS.📺: #BUFvsKC on CBS📱: https://t.co/bCIjXIlFWh pic.twitter.com/DgdL4Pwvnd— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bills virtist þó vera búið að vinna leikinn með snertimarki er 13 sekúndur lifðu leiks. 13 sekúndur dugðu aftur á móti Patrick Mahomes, leikstjórnanda Chiefs, til þess að koma liðinu í vallarmarksfæri og jafna um leið og leiktíminn rann út. MAHOMES HAD 13 SECONDS! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/68g4cJ0sqW— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bæði Mahomes og Josh Allen, leikstjórnandi Bills, voru að spila fullkominn leik. Það vissu því allir að mikið væri undir í hlutkestinu. Hvort liðið byrjaði með boltann í framlengingunni. Það var Kansas sem vann hlutkestið. Mahomes hafði engan áhuga á því að leyfa Allen að koma aftur inn á völlinn. Hann keyrði liðið alla leið upp völlinn og kastaði á Travis Kelce fyrir snertimarki sem kláraði leikinn. Lygilegur leikur. THIS VIEW OF THE WINNER. 🤯 pic.twitter.com/c7CntozVF0— NFL (@NFL) January 24, 2022 Undanúrslit deildarinnar fara fram næsta sunnudag. 49ers sækir þá Rams heim en Kansas tekur á Bengals. Báðir leikir að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Formúla 1 City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Fótbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Fótbolti Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Fótbolti Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Fótbolti Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Fórnaði sér fyrir strákaliðið Dagskráin í dag: Bónus deild karla, Evrópudeildin, golf og Ronaldo Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Anton tekur við kvennaliði Vals Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Danir flugu inn í undanúrslitin Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Leiðarlok hjá Gerrard og Al Ettifaq Foden skýtur á Southgate Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Gunnar mætir Kevin Holland í búrinu í London Handalaus pílukastari slær í gegn Amorim og Rashford talast ekki við Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Sjá meira
Laugardagurinn byrjaði með látum þegar sigurvegararnir í Þjóðadeildinni og Ameríkudeildinni féllu úr leik. Cincinnati Bengals skellti Tennesse Titans, 19-16, og San Francisco fór svo til Green Bay og vann frækinn sigur, 13-10, þó svo sókn liðsins hefði ekki skorað snertimark í leiknum. Það var þó aðeins reykurinn af réttunum í gærkvöldi og nótt varð allt vitlaust. Í fyrri leik dagsins gerði LA Rams sér lítið fyrir og skellti meisturum Tampa Bay, 30-27. Rams komst í 27-3 en Tampa kom til baka af fullum krafti með Tom Brady fremstan í flokki. Endurkoma sem minnti á þegar Brady kom til baka gegn Atlanta í Super Bowl eftir að hafa verið 28-3 undir. PLAYOFF. LENNY.@Buccaneers tie it up!📺: #LARvsTB on NBC📱: https://t.co/6Hz1DjFj3t pic.twitter.com/sjPdUuExuf— NFL (@NFL) January 23, 2022 Buccaneers jafnaði leikinn 27-27 er lítið var eftir en það var enn tími fyrir Rams að stela leiknum. Leikstjórnandi þeirra átti langa sendingu á útherjann Cooper Kupp sem kom liðinu í vallarmarksstöðu. Rams skoraði úr vallarmarkinu um leið og leiktímanum lauk. .@CooperKupp put the team on his back.This ending was WILD. #LARvsTB pic.twitter.com/6clEXf9SQq— NFL (@NFL) January 23, 2022 Meistararnir því búnir og Tom Brady segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann mæti aftur til leiks í haust. Hann er orðinn 44 ára gamall. Tívolibomburnar komu svo í lokaatriðinu sem var leikur Kansas City Chiefs og Buffalo Bills. Sturlaður leikur sem Kansas vann í framlengingu, 42-36. Dramatíkin á síðustu tveimur mínútum leiksins var með ólíkindum. Liðin skiptust þrisvar á forskotinu og spiluðu í raun fullkomlega. JOSH ALLEN AND GABRIEL DAVIS' 4TH TD GIVES THE BILLS THE LEAD WITH 17 SECONDS.📺: #BUFvsKC on CBS📱: https://t.co/bCIjXIlFWh pic.twitter.com/DgdL4Pwvnd— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bills virtist þó vera búið að vinna leikinn með snertimarki er 13 sekúndur lifðu leiks. 13 sekúndur dugðu aftur á móti Patrick Mahomes, leikstjórnanda Chiefs, til þess að koma liðinu í vallarmarksfæri og jafna um leið og leiktíminn rann út. MAHOMES HAD 13 SECONDS! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/68g4cJ0sqW— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bæði Mahomes og Josh Allen, leikstjórnandi Bills, voru að spila fullkominn leik. Það vissu því allir að mikið væri undir í hlutkestinu. Hvort liðið byrjaði með boltann í framlengingunni. Það var Kansas sem vann hlutkestið. Mahomes hafði engan áhuga á því að leyfa Allen að koma aftur inn á völlinn. Hann keyrði liðið alla leið upp völlinn og kastaði á Travis Kelce fyrir snertimarki sem kláraði leikinn. Lygilegur leikur. THIS VIEW OF THE WINNER. 🤯 pic.twitter.com/c7CntozVF0— NFL (@NFL) January 24, 2022 Undanúrslit deildarinnar fara fram næsta sunnudag. 49ers sækir þá Rams heim en Kansas tekur á Bengals. Báðir leikir að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Formúla 1 City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Fótbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Fótbolti Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Fótbolti Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Fótbolti Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Fórnaði sér fyrir strákaliðið Dagskráin í dag: Bónus deild karla, Evrópudeildin, golf og Ronaldo Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Anton tekur við kvennaliði Vals Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Danir flugu inn í undanúrslitin Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Leiðarlok hjá Gerrard og Al Ettifaq Foden skýtur á Southgate Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Gunnar mætir Kevin Holland í búrinu í London Handalaus pílukastari slær í gegn Amorim og Rashford talast ekki við Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Sjá meira