Inn fyrir endimörk alheimsins Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 25. janúar 2022 15:02 Heiminum hefur sennilega aldrei vegnað betur. Skrýtið að segja þetta á því sem við vonum að sé skottið á tveggja ára löngum heimsfaraldri. Faraldurinn er eins og óbærilegur ættingi sem hefur sest við miðju borðsins og í stað þess að sinna skyldum sínum og rétta sósuna snýr hann öllum samræðum upp í sjálfan sig og akkúrat þegar hann virðist ætla að þagna upphefst ræðan á ný. Þessi tvö ár af degi múrmeldýrsins hafa þó ekki breytt því að mörg ljós í heiminum eru iðagræn. Þessi mynd úr Raunvitund, tímamótariti Hans Rosling segir meira en mörg þúsund orð. Ég ætti að vita það því ég þýddi hana. Þrátt fyrir þetta gera ýmsir brestir vart við sig. Örbirgð er að aukast í fyrsta skipti í mjög langan tíma í heiminum vegna faraldursins í fátækustu ríkjum heims. Ójöfnuður, sem er frjór jarðvegur lýðskrumara og skautunar, er síst á undanhaldi. Loftslagsváin er yfir og allt um kring eins og Voldemort, í senn ógnvekjandi og ósýnileg. Undanfarna áratugi hefur mælikvarði á árangur heimsins fyrst og fremst verið hagvöxtur. Þrátt fyrir batnandi lífskjör, minni örbirgð, færri átök, meira heilbrigði, hægari fólksfjölgun og aukna menntun þá eru blikur á lofti. Ágangur okkar á jörðina, sem er uppspretta allrar okkar velsældar, er orðin ósjálfbær. Ég sé þetta á hverjum einasta degi í mínu daglega starfi. Á hverjum einasta degi undanfarin ár - líka á sunnudögum og jóladag- tekur SORPA á móti 600 tonnum af rusli til meðhöndlunar. Eins og góður vinur minn orðaði það: „Það er svona 500 tonnum meira á dag en ég hefði haldið.“ 600 tonn á dag jafngilda því að keyra smábíl fram af hengiflugi á tveggja mínútna fresti. Allan daginn, allt árið. Alltaf. Við gerum okkar besta til að koma þessum verðmætum, sem einhver framleiddi, seldi og borgaði einhvern tíma peninga fyrir, og koma þeim aftur inn í hringrásina. Staðreyndin er hins vegar sú að helmingurinn af þessu rusli kemst aldrei aftur inn í hringrásina og endar í urðun. Þar liggja þessi verðmæti grafin, rotnandi og losa gríðarlegt magn af gróðurhúsalofttegundum. Við þurfum að endurskoða hvernig við mælum árangur. Það hlýtur að vera til betri leið en línulega hagkerfið með línulega vextinum og með bara eina línu neðst í ársreikningnum sem segir þér til um hvort þú stóðst þig vel eða illa í ár. Kata Raworth, hagfræðingur og höfundur bókarinnar Doughnut Economics: Seven Ways to Think Like a 21st-Century Economist, sem útleggst á íslensku sem Kleinuhringjahagfræði: Sjö aðferðir til að hugsa eins og 21. aldar hagfræðingur. Mun kleinuhringurinn bjarga okkur? á Kjarnanum. Í henni leggur Kate út frá því að blýanturinn er máttugri en hundrað ára hagfræðikenningar því í honum felst mátturinn til að teikna heiminn upp á nýtt. Og hún teiknaði hann í formi kleinuhrings. Í stað þess að horfa á eina kennitölu fyrir velgengni heimsins - hagvöxt - þá dró hún upp fjöldan allan af viðmiðum sem setja heiminum mörk, bæði út á við og inn á við. Viðmiðin utan á hringnum eins og loftslagsbreytingar, ferksvatnsnotkun, súrnun sjávar og loftmengun eru þættir sem við megum ekki ganga of langt á. Ef og þegar við gerum það stefnum við jafnvægi heims og náttúru í hættu. Inni í hringnum eru svo viðmið þar sem við þurfum að standast ákveðnar lágmarkskröfur á hnattræna vísu til að lifa nógu góðu lífi. Við þurfum öll aðgengi að nógu miklum og nærandi mat, nógu mikilli orku, félagslegum jöfnuði, húsnæði og svona mætti lengi telja. Þegar þessum þörfum er ekki mætt stefnum við velmegun, lífi og öryggi okkar minnsta bræðra og systra í hættu. Til að takast á við stórar áskoranir 21. aldarinnar þurfa hagkerfi heimsins að breytast. Ekki sé lengur hægt að treysta á ótakmarkaðan og línulegan vöxt heldur þurfi að virða þær takmarkanir sem náttúran setur okkur á sama tíma og við tryggjum að grunnþörfum allra jarðarbúa sé mætt. Því þó svo að hagvöxtur sé mikilvægt mælitæki á árangur ríkja þá er hann ekki og getur ekki verið eini mælikvarðinn. Heimurinn er flóknari en svo að ein tala sem mælir efnahagsumsvif geti sagt til um velgengni okkar eða vangetu til framtíðar á öllum sviðum. Heilbrigðu hagkerfi, segir Kate, er nefnilega ekki ætlað að vaxa heldur þrífast. Kate Raworth er ein þeirra sem halda erindi á Janúarráðstefnu Festu 2022 á fimmtudaginn 27. janúar. Auk Kate mun Johan Rockström halda þar erindi, en hann er einna helst þekktur fyrir rannsóknir á þolmörkum jarðar. Þá verður boðið upp á fjölbreyttar umræður með íslenskum aðilum. Dagskrá hefst kl 9:00, beint streymi og öllum opin, allar upplýsingar má nálgast hér. Höfundur er samskipta- og þróunarstjóri SORPU bs, sem er eitt af aðildarfélögum Festu - miðstöðvar um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorpa Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Heiminum hefur sennilega aldrei vegnað betur. Skrýtið að segja þetta á því sem við vonum að sé skottið á tveggja ára löngum heimsfaraldri. Faraldurinn er eins og óbærilegur ættingi sem hefur sest við miðju borðsins og í stað þess að sinna skyldum sínum og rétta sósuna snýr hann öllum samræðum upp í sjálfan sig og akkúrat þegar hann virðist ætla að þagna upphefst ræðan á ný. Þessi tvö ár af degi múrmeldýrsins hafa þó ekki breytt því að mörg ljós í heiminum eru iðagræn. Þessi mynd úr Raunvitund, tímamótariti Hans Rosling segir meira en mörg þúsund orð. Ég ætti að vita það því ég þýddi hana. Þrátt fyrir þetta gera ýmsir brestir vart við sig. Örbirgð er að aukast í fyrsta skipti í mjög langan tíma í heiminum vegna faraldursins í fátækustu ríkjum heims. Ójöfnuður, sem er frjór jarðvegur lýðskrumara og skautunar, er síst á undanhaldi. Loftslagsváin er yfir og allt um kring eins og Voldemort, í senn ógnvekjandi og ósýnileg. Undanfarna áratugi hefur mælikvarði á árangur heimsins fyrst og fremst verið hagvöxtur. Þrátt fyrir batnandi lífskjör, minni örbirgð, færri átök, meira heilbrigði, hægari fólksfjölgun og aukna menntun þá eru blikur á lofti. Ágangur okkar á jörðina, sem er uppspretta allrar okkar velsældar, er orðin ósjálfbær. Ég sé þetta á hverjum einasta degi í mínu daglega starfi. Á hverjum einasta degi undanfarin ár - líka á sunnudögum og jóladag- tekur SORPA á móti 600 tonnum af rusli til meðhöndlunar. Eins og góður vinur minn orðaði það: „Það er svona 500 tonnum meira á dag en ég hefði haldið.“ 600 tonn á dag jafngilda því að keyra smábíl fram af hengiflugi á tveggja mínútna fresti. Allan daginn, allt árið. Alltaf. Við gerum okkar besta til að koma þessum verðmætum, sem einhver framleiddi, seldi og borgaði einhvern tíma peninga fyrir, og koma þeim aftur inn í hringrásina. Staðreyndin er hins vegar sú að helmingurinn af þessu rusli kemst aldrei aftur inn í hringrásina og endar í urðun. Þar liggja þessi verðmæti grafin, rotnandi og losa gríðarlegt magn af gróðurhúsalofttegundum. Við þurfum að endurskoða hvernig við mælum árangur. Það hlýtur að vera til betri leið en línulega hagkerfið með línulega vextinum og með bara eina línu neðst í ársreikningnum sem segir þér til um hvort þú stóðst þig vel eða illa í ár. Kata Raworth, hagfræðingur og höfundur bókarinnar Doughnut Economics: Seven Ways to Think Like a 21st-Century Economist, sem útleggst á íslensku sem Kleinuhringjahagfræði: Sjö aðferðir til að hugsa eins og 21. aldar hagfræðingur. Mun kleinuhringurinn bjarga okkur? á Kjarnanum. Í henni leggur Kate út frá því að blýanturinn er máttugri en hundrað ára hagfræðikenningar því í honum felst mátturinn til að teikna heiminn upp á nýtt. Og hún teiknaði hann í formi kleinuhrings. Í stað þess að horfa á eina kennitölu fyrir velgengni heimsins - hagvöxt - þá dró hún upp fjöldan allan af viðmiðum sem setja heiminum mörk, bæði út á við og inn á við. Viðmiðin utan á hringnum eins og loftslagsbreytingar, ferksvatnsnotkun, súrnun sjávar og loftmengun eru þættir sem við megum ekki ganga of langt á. Ef og þegar við gerum það stefnum við jafnvægi heims og náttúru í hættu. Inni í hringnum eru svo viðmið þar sem við þurfum að standast ákveðnar lágmarkskröfur á hnattræna vísu til að lifa nógu góðu lífi. Við þurfum öll aðgengi að nógu miklum og nærandi mat, nógu mikilli orku, félagslegum jöfnuði, húsnæði og svona mætti lengi telja. Þegar þessum þörfum er ekki mætt stefnum við velmegun, lífi og öryggi okkar minnsta bræðra og systra í hættu. Til að takast á við stórar áskoranir 21. aldarinnar þurfa hagkerfi heimsins að breytast. Ekki sé lengur hægt að treysta á ótakmarkaðan og línulegan vöxt heldur þurfi að virða þær takmarkanir sem náttúran setur okkur á sama tíma og við tryggjum að grunnþörfum allra jarðarbúa sé mætt. Því þó svo að hagvöxtur sé mikilvægt mælitæki á árangur ríkja þá er hann ekki og getur ekki verið eini mælikvarðinn. Heimurinn er flóknari en svo að ein tala sem mælir efnahagsumsvif geti sagt til um velgengni okkar eða vangetu til framtíðar á öllum sviðum. Heilbrigðu hagkerfi, segir Kate, er nefnilega ekki ætlað að vaxa heldur þrífast. Kate Raworth er ein þeirra sem halda erindi á Janúarráðstefnu Festu 2022 á fimmtudaginn 27. janúar. Auk Kate mun Johan Rockström halda þar erindi, en hann er einna helst þekktur fyrir rannsóknir á þolmörkum jarðar. Þá verður boðið upp á fjölbreyttar umræður með íslenskum aðilum. Dagskrá hefst kl 9:00, beint streymi og öllum opin, allar upplýsingar má nálgast hér. Höfundur er samskipta- og þróunarstjóri SORPU bs, sem er eitt af aðildarfélögum Festu - miðstöðvar um sjálfbærni.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun