Ný veitingahús sitja í súpunni Þorgeir Helgason skrifar 25. janúar 2022 20:30 Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar. Það var því fagnaðarefni þegar ríkisstjórnin tilkynnti að mælt yrði fyrir frumvarpi um veitingastyrki á Alþingi. Fögnuðurinn entist hins vegar skammt þegar í ljós kom að viðspyrnustyrkurinn sem bjóða á nýjum og nýlegum veitingahúsum er sama marki brenndur og fyrri úrræði ríkisstjórnarinnar. Á meðan eldri veitingahús fá styrki greidda miðað við tekjur sem þau höfðu árið 2019 þurfa ný veitingahús að reikna út meðaltekjur á lamandi veirutímum og bera þær saman við tekjur á lamandi veirutímum. Bersýnilega er erfitt að sýna fram á tekjutap á milli tímabila þegar reksturinn hefur nánast aðeins verið rekinn á tímum sóttvarnaraðgerða. Í tilfelli 27 mathúss & bars, sem tók til starfa þann 11. mars. 2020, ber við umsókn um viðspyrnustyrk að miða við meðaltekjur veitingastaðarins frá 11. mars 2020 til 30. nóvember 2021. Um er að ræða 629 daga tímabil. Á því tímabili voru einungis 34 dagar þar sem engar sóttvarnarráðstafanir voru í gildi. Í heildina voru 10-50 manna samkomutakmarkanir í gildi 291 dag sem er nánast um annan hvern dag frá því að veitingastaðurinn hóf rekstur. Enn fremur var skertur afgreiðslutími í 273 daga á umræddu tímabili. Það er því í engu falli raunhæft eða sanngjarnt að hafa til viðmiðunar um tekjufall veitingastaðar á tímabili þar sem harðar og hamlandi samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími ríkti annan hvern dag. Þessu má líkja við að setja saklausan mann í fangelsi og ætla síðar að borga honum bætur en miða þá við tekjurnar sem hann hafði í fangelsinu. Sanngjarnt og eðlilegt væri að leyfa nýjum veitingahúsum að sýna meðaltekjur á þeim tímabilum sem samkomutakmarkanir voru ekki við lýði eða ekki hamlandi í þessum geira. Þannig er 102 daga tímabilið frá 28. ágúst 2021 til 8. desember 2021 sérstaklega vel til þess fallið. Á þessu tímabili miðuðust samkomutakmarkanir við 200-2000 manns í rými og afgreiðslutími var ekki skertur. Rekstrarumhverfi veitingahúsa er alveg nógu erfitt þótt við sem ný erum í bransanum þurfum ekki að keppa í verði og þjónustu við veitingahús sem njóta ríkra ríkisstyrkja. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú borist umsögn frá átta nýstofnuðum veitingahúsum þar sem hvatt er til þess að sanngirni sé gætt við úthlutun ríkisstyrkja til veitingahúsa. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn horfi til þeirra athugasemda og breyti frumvarpinu til hins betra. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri 27 mathús & bar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Alþingi Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar. Það var því fagnaðarefni þegar ríkisstjórnin tilkynnti að mælt yrði fyrir frumvarpi um veitingastyrki á Alþingi. Fögnuðurinn entist hins vegar skammt þegar í ljós kom að viðspyrnustyrkurinn sem bjóða á nýjum og nýlegum veitingahúsum er sama marki brenndur og fyrri úrræði ríkisstjórnarinnar. Á meðan eldri veitingahús fá styrki greidda miðað við tekjur sem þau höfðu árið 2019 þurfa ný veitingahús að reikna út meðaltekjur á lamandi veirutímum og bera þær saman við tekjur á lamandi veirutímum. Bersýnilega er erfitt að sýna fram á tekjutap á milli tímabila þegar reksturinn hefur nánast aðeins verið rekinn á tímum sóttvarnaraðgerða. Í tilfelli 27 mathúss & bars, sem tók til starfa þann 11. mars. 2020, ber við umsókn um viðspyrnustyrk að miða við meðaltekjur veitingastaðarins frá 11. mars 2020 til 30. nóvember 2021. Um er að ræða 629 daga tímabil. Á því tímabili voru einungis 34 dagar þar sem engar sóttvarnarráðstafanir voru í gildi. Í heildina voru 10-50 manna samkomutakmarkanir í gildi 291 dag sem er nánast um annan hvern dag frá því að veitingastaðurinn hóf rekstur. Enn fremur var skertur afgreiðslutími í 273 daga á umræddu tímabili. Það er því í engu falli raunhæft eða sanngjarnt að hafa til viðmiðunar um tekjufall veitingastaðar á tímabili þar sem harðar og hamlandi samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími ríkti annan hvern dag. Þessu má líkja við að setja saklausan mann í fangelsi og ætla síðar að borga honum bætur en miða þá við tekjurnar sem hann hafði í fangelsinu. Sanngjarnt og eðlilegt væri að leyfa nýjum veitingahúsum að sýna meðaltekjur á þeim tímabilum sem samkomutakmarkanir voru ekki við lýði eða ekki hamlandi í þessum geira. Þannig er 102 daga tímabilið frá 28. ágúst 2021 til 8. desember 2021 sérstaklega vel til þess fallið. Á þessu tímabili miðuðust samkomutakmarkanir við 200-2000 manns í rými og afgreiðslutími var ekki skertur. Rekstrarumhverfi veitingahúsa er alveg nógu erfitt þótt við sem ný erum í bransanum þurfum ekki að keppa í verði og þjónustu við veitingahús sem njóta ríkra ríkisstyrkja. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú borist umsögn frá átta nýstofnuðum veitingahúsum þar sem hvatt er til þess að sanngirni sé gætt við úthlutun ríkisstyrkja til veitingahúsa. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn horfi til þeirra athugasemda og breyti frumvarpinu til hins betra. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri 27 mathús & bar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun