Geð- og atferlisraskanir sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 26. janúar 2022 19:00 Árið 2020 létust 106 einstaklingar hér á landi þar sem dánarorsök var skilgreind sem geð- og atferlisröskun. Geð- og atferlisraskanir eru þar með sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Sama ár létust 47 einstaklingar vegna sjálfsvíga og 37 vegna lyfjanotkunar. Færri innlagnar pláss á geðdeildum Í skýrslu um heilsufar og heilbrigðisþjónustu frá árinu 2021 kom fram að 7,5% af innlögnum á sjúkrahús árið 2019 voru vegna geð- og atferlisraskana. Þrátt fyrir þetta stóra hlutfall innlagna var ákveðið að fækka innlagnarplássum um tíu á geðdeildum Landspítala. Forsvarsmenn Landspítala rökstyðja þessa lokun með skorti á læknum og hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Sömu sögu er að segja með skort á starfsfólki hjá geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lyfjuð þjóð Það er gömul saga og ný að Íslendingar séu leiðandi á Norðurlöndum í hvers kyns lyfjanotkun. Árið 2018 var fimmta hver kona á Íslandi á þunglyndislyfjum og ellefu þúsund einstaklingar á svefnlyfjum. Notkun hættulegra verkjalyfja eins og Oxycontin hefur svo aukist til muna á síðustu árum. Árið 2011 fengu 500 manns lyfið uppáskrifað en á síðasta ári voru það 3500 einstaklingar sem fengu sama lyf. Á hjúkrunarheimilum eru einstaklingar 73% einstaklinga á geðlyfi að staðaldri. Þá er einungis rúmlega fjórðungur ekki á geðlyfjum. Árið 2017 voru íslensk börn á öllum aldri að nota margfalt meira magn af geðlyfjum en börn nágrannaþjóða samkvæmt Embætti landlæknis. Fyrsta meðferð við flestum kvíðaröskunum er samtalsmeðferð en ekki lyfjagjöf og kann það að benda til þess að við séum á rangri leið, með því að setja met í geðlyfja og svefnlyfjanotkun á Norðurlöndum. Bregðumst við neyðarástandi Hér á landi eru alltof mörg ótímabær dauðsföll vegna verkjalyfja eða annarra lyfja. Það er kominn tími til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að draga úr lyfjanotkun Íslendinga og setji fjármagn í úrræði við hæfi sem dæmi fullfjármagna niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu eða hvers kyns aukin úrræði við geð- og fíknivanda. Við þurfum að bregðast hratt og örugglega við þeim dauðsföllum sem að skilgreind eru sem andlát vegna geð- og atferlisraskana. Þau ótímabæru dauðsföll sem við stöndum frammi fyrir þarf að bregðast við þar sem að þessi málaflokkur hefur verið vanræktur of lengi og því þarf að breyta strax. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Fíkn Alþingi Heilbrigðismál Píratar Geðheilbrigði Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 létust 106 einstaklingar hér á landi þar sem dánarorsök var skilgreind sem geð- og atferlisröskun. Geð- og atferlisraskanir eru þar með sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Sama ár létust 47 einstaklingar vegna sjálfsvíga og 37 vegna lyfjanotkunar. Færri innlagnar pláss á geðdeildum Í skýrslu um heilsufar og heilbrigðisþjónustu frá árinu 2021 kom fram að 7,5% af innlögnum á sjúkrahús árið 2019 voru vegna geð- og atferlisraskana. Þrátt fyrir þetta stóra hlutfall innlagna var ákveðið að fækka innlagnarplássum um tíu á geðdeildum Landspítala. Forsvarsmenn Landspítala rökstyðja þessa lokun með skorti á læknum og hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Sömu sögu er að segja með skort á starfsfólki hjá geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lyfjuð þjóð Það er gömul saga og ný að Íslendingar séu leiðandi á Norðurlöndum í hvers kyns lyfjanotkun. Árið 2018 var fimmta hver kona á Íslandi á þunglyndislyfjum og ellefu þúsund einstaklingar á svefnlyfjum. Notkun hættulegra verkjalyfja eins og Oxycontin hefur svo aukist til muna á síðustu árum. Árið 2011 fengu 500 manns lyfið uppáskrifað en á síðasta ári voru það 3500 einstaklingar sem fengu sama lyf. Á hjúkrunarheimilum eru einstaklingar 73% einstaklinga á geðlyfi að staðaldri. Þá er einungis rúmlega fjórðungur ekki á geðlyfjum. Árið 2017 voru íslensk börn á öllum aldri að nota margfalt meira magn af geðlyfjum en börn nágrannaþjóða samkvæmt Embætti landlæknis. Fyrsta meðferð við flestum kvíðaröskunum er samtalsmeðferð en ekki lyfjagjöf og kann það að benda til þess að við séum á rangri leið, með því að setja met í geðlyfja og svefnlyfjanotkun á Norðurlöndum. Bregðumst við neyðarástandi Hér á landi eru alltof mörg ótímabær dauðsföll vegna verkjalyfja eða annarra lyfja. Það er kominn tími til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að draga úr lyfjanotkun Íslendinga og setji fjármagn í úrræði við hæfi sem dæmi fullfjármagna niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu eða hvers kyns aukin úrræði við geð- og fíknivanda. Við þurfum að bregðast hratt og örugglega við þeim dauðsföllum sem að skilgreind eru sem andlát vegna geð- og atferlisraskana. Þau ótímabæru dauðsföll sem við stöndum frammi fyrir þarf að bregðast við þar sem að þessi málaflokkur hefur verið vanræktur of lengi og því þarf að breyta strax. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun