Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2022 10:18 Þvermál kúlunnar sem sjá má hér á myndinni og er hluti kvikmyndaversins á að vera sex metrar. SEE Forsvarsmenn breska fyrirtækisins Space Entertainment Enterprise hafa tilkynnt áætlanir um að framleiða nýja viðbót við Alþjóðlegu geimstöðina. Þessa viðbót á að skjóta út í geim og nota sem sérstakt kvikmyndatökuver. Fyrirtækið kemur að ótilgreindri kvikmynd sem heimsfrægi leikarinn Tom Cruise og leikstjórinn Doug Liman vinna að og hefur SEE ráðið Axiom Space til að byggja viðbótina, sem á að innihalda íþróttaleikvang auk kvikmyndavers. Það er samkvæmt tilkynningu sem SEE sendi út í síðustu viku. Blaðamaður Variety segir þó að áætlanir um þetta kvikmyndaver í geimnum ekki tengjast kvikmynd Cruise með beinum hætti. Sjá einnig: Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Forsvarsmenn SEE vonast til þess að kvikmyndaverið verði skotið út í geim á seinni hluta ársins 2024. Axiom Space ætlar að gera nýja geimstöð á braut um jörðu og stendur til að byggja hana í fyrstu sem hluta af Alþjóðlegu geimstöðinni. Þar á að tengja kvikmyndatökuverið við nýja geimstöð Axiom og Alþjóðlegu geimstöðina. Þegar/ef geimstöð Axiom verður losuð frá Alþjóðlegu geimstöðinni, sem gæti gerst árið 2028, á kvikmyndaverið að vera stór hluti hinnar nýju geimstöðvar. Forsvarsmenn SEE segja að ekki eigi eingöngu að nota þennan hluta geimstöðvarinnar til kvikmyndatöku heldur verði einnig hægt að taka upp tónlist, íþróttaviðburði og sjónvarpsefni þar. Lítið að frétta af mynd Cruise Tom Cruise mun hefja tökur á Mission: Impossible 8 á næstunni í Suður-Afríku og stendur til að hans næsta verk verði að taka upp kvikmynd í geimnum. Lítið sem ekkert er vitað um þá mynd en Doug Liman og Christopher McQuarrie eru að skrifa handrit myndarinnar. Samkvæmt heimildum Variety verður bróðurpartur myndarinnar tekinn upp á jörðu niðri og þá eigi einnig að taka hluta hennar upp í eldflaug. Geimurinn Tækni Hollywood Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. 6. desember 2021 09:25 Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07 William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Fyrirtækið kemur að ótilgreindri kvikmynd sem heimsfrægi leikarinn Tom Cruise og leikstjórinn Doug Liman vinna að og hefur SEE ráðið Axiom Space til að byggja viðbótina, sem á að innihalda íþróttaleikvang auk kvikmyndavers. Það er samkvæmt tilkynningu sem SEE sendi út í síðustu viku. Blaðamaður Variety segir þó að áætlanir um þetta kvikmyndaver í geimnum ekki tengjast kvikmynd Cruise með beinum hætti. Sjá einnig: Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Forsvarsmenn SEE vonast til þess að kvikmyndaverið verði skotið út í geim á seinni hluta ársins 2024. Axiom Space ætlar að gera nýja geimstöð á braut um jörðu og stendur til að byggja hana í fyrstu sem hluta af Alþjóðlegu geimstöðinni. Þar á að tengja kvikmyndatökuverið við nýja geimstöð Axiom og Alþjóðlegu geimstöðina. Þegar/ef geimstöð Axiom verður losuð frá Alþjóðlegu geimstöðinni, sem gæti gerst árið 2028, á kvikmyndaverið að vera stór hluti hinnar nýju geimstöðvar. Forsvarsmenn SEE segja að ekki eigi eingöngu að nota þennan hluta geimstöðvarinnar til kvikmyndatöku heldur verði einnig hægt að taka upp tónlist, íþróttaviðburði og sjónvarpsefni þar. Lítið að frétta af mynd Cruise Tom Cruise mun hefja tökur á Mission: Impossible 8 á næstunni í Suður-Afríku og stendur til að hans næsta verk verði að taka upp kvikmynd í geimnum. Lítið sem ekkert er vitað um þá mynd en Doug Liman og Christopher McQuarrie eru að skrifa handrit myndarinnar. Samkvæmt heimildum Variety verður bróðurpartur myndarinnar tekinn upp á jörðu niðri og þá eigi einnig að taka hluta hennar upp í eldflaug.
Geimurinn Tækni Hollywood Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. 6. desember 2021 09:25 Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07 William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. 6. desember 2021 09:25
Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07
William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00