Daglegum notendum Facebook fækkar í fyrsta sinn í sögunni Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 08:40 Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, segir að vöxtur félagsins hafi dregist saman þar sem stórir hópar, sér í lagi í yngsta aldurshópnum, hafi frekar leitað til samkeppnisaðila. EPA Daglegum notendum Facebook hefur fækkað í fyrsta sinn í átján ára sögu samfélagsmiðilsins. Móðurfélag Facebook, Meta, greindi frá því í gær að daglegir notendir hafi farið úr 1.930 milljónum í lok þriðja ársfjórðungs 2021 í 1.929 milljónir notenda í lok fjórða ársfjórðungs. Félagið gaf sömuleiðis út viðvörun vegna samdráttar í vexti vegna aukinnar samkeppni frá samfélagsmiðlum á borð við TikTok og YouTube. Á sama tíma séu auglýsendur í auknum mæli að halda að sér höndum. Hlutabréf Meta lækkuðu um heil 20 prósent eftir viðskipti á hlutabréfamarkaði í New York í gær. Hlutabréf í öðrum samfélagsmiðlum líkt og Twitter, Snap og Pintrest lækkuðu sömuleiðis verulega eftir viðskipti dagsins. Í frétt BBC kemur fram að Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, segi að vöxtur félagsins hafi dregist saman þar sem stórir hópar fólks, sér í lagi í yngsta aldurshópnum, leiti frekar til samkeppnisaðila. Zuckerberg segir að Meta, sem er næststærsti stafræni auglýsingavettvangur heims á eftir Google, hafi einnig átt í vandræðum vegna nýrra breytinga á einkastillingingum hjá Apple, sem torveldi vinnu við auglýsingasölu. Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Móðurfélag Facebook, Meta, greindi frá því í gær að daglegir notendir hafi farið úr 1.930 milljónum í lok þriðja ársfjórðungs 2021 í 1.929 milljónir notenda í lok fjórða ársfjórðungs. Félagið gaf sömuleiðis út viðvörun vegna samdráttar í vexti vegna aukinnar samkeppni frá samfélagsmiðlum á borð við TikTok og YouTube. Á sama tíma séu auglýsendur í auknum mæli að halda að sér höndum. Hlutabréf Meta lækkuðu um heil 20 prósent eftir viðskipti á hlutabréfamarkaði í New York í gær. Hlutabréf í öðrum samfélagsmiðlum líkt og Twitter, Snap og Pintrest lækkuðu sömuleiðis verulega eftir viðskipti dagsins. Í frétt BBC kemur fram að Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, segi að vöxtur félagsins hafi dregist saman þar sem stórir hópar fólks, sér í lagi í yngsta aldurshópnum, leiti frekar til samkeppnisaðila. Zuckerberg segir að Meta, sem er næststærsti stafræni auglýsingavettvangur heims á eftir Google, hafi einnig átt í vandræðum vegna nýrra breytinga á einkastillingingum hjá Apple, sem torveldi vinnu við auglýsingasölu.
Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira