Krabbamein – standa allir jafnt að vígi? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 09:00 Á alþjóðadegi krabbameina í ár er athyglinni beint að ójöfnuði í tengslum við krabbamein. Því miður er það svo að ójöfnuður í tengslum við krabbamein er til staðar hér á landi, líkt og annars staðar. Hann birtist með margvíslegum hætti og getur orsakast af kostnaði, skorti á upplýsingum, mismunandi heilsulæsi og fleiru. Heilsa ræðst af mörgum þáttum: einstaklingsbundnum, félagslegum, fjárhagslegum, menntun, uppruna og fleiru. Í skýrslu embættis landlæknis frá því í júní síðastliðnum, Ójöfnuður í heilsu á Íslandi, kemur fram að tengsl séu á milli minni menntunar og verri fjárhagsstöðu og lakari heilsu og lifnaðarhátta. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að á milli 28–45% krabbameinstilfella tengjast áhættuþáttum sem hægt væri að koma í veg fyrir. Tóbak er stærsti áhættuþátturinn en annað í lifnaðarháttum, svo sem áfengisneysla, sólargeislun, hreyfingarleysi, ofþyngd og fleira hefur líka áhrif. Krabbameinsfélagið hefur lengi haft áhyggjur af ójafnri stöðu fólks í tengslum við krabbamein og hefur í starfi sínu brugðist við með margvíslegum hætti. Sem dæmi má nefna að á árunum 2019 og 2020 stóð félagið fyrir tilraunaverkefni um gjaldfrjálsa skimun sem sýndi með ótvíræðum hvernig kostnaður getur verið hindrun fyrir þátttöku í skimun. Félagið hefur jafnt og þétt aukið við þjónustu sína á landsbyggðinni, í samstarfi við aðildarfélög sín og býður nú sjúklingum og aðstandendum reglubundið, ókeypis ráðgjöf fagfólks á fjórum stöðum á landsbyggðinni til viðbótar við Reykjavík. Að auki býðst öllum ráðgjöf í síma og í gegnum tölvu. Fólki sem búsett er á landsbyggðinni og þarf að sækja meðferð eða rannsóknir í Reykjavík býðst dvöl í íbúðum á vegum félagsins. Sjálfboðaliðar félagsins bjóða upp á akstur í meðferð fyrir þá sem eiga erfitt með að komast á milli staða. Rannsóknir félagsins varpa í æ meira mæli ljósi á ójöfnuð í tengslum við krabbamein. Þátttaka í starfi aðildarfélaga um allt land er fólki að kostnaðarlausu og mörg félaganna styðja við félagsmenn sína með endurgreiðslu kostnaðar, til dæmis vegna dvalar fjarri heimili. Ójöfnuður birtist með margvíslegum hætti í tengslum við krabbamein. Sem dæmi má nefna að huga þarf sérstaklega að stöðu fólks af erlendum uppruna, sem getur verið viðkvæm af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna tungumálaörðugleika, minna tengslanets og þekkingar á samfélaginu og kerfinu og tryggja upplýsingar og þjónustu við hæfi. Í nýrri rannsókn Krabbameinsfélagsins eru vísbendingar um minni þátttöku kvenna af erlendum uppruna í skimun en annarra kvenna. Krabbameinsfélagið hefur aukið þjónustu við pólskumælandi fólk að undanförnu með félagsráðgjöf á pólsku, sérstökum reykleysisnámskeiðum og fræðsluefni sem verður brátt aðgengilegt á pólsku á heimasíðu félagsins. Hjá félaginu er starfandi sérstakur stuðningshópur fyrir konur af erlendum uppruna. Búseta hefur margvísleg áhrif. Sumir þurfa til dæmis að ferðast um langan veg til að fá viðeigandi krabbameinsmeðferð og geta oft ekki haft aðstandanda með sér vegna annmarka á endurgreiðslu ferðakostnaðar fylgdarmanna. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks. Í sambandi við krabbamein standa ekki allir jafnt að vígi. Forsenda þess að draga úr ójöfnuði er að viðurkenna að hann er til staðar. Nauðsynlegt er að að hugsa stórt og vinna að því að allir standi jafnt í tengslum við krabbamein, hvort sem er í forvarnarstarfi, greiningu og meðferð. Íslensk krabbameinsáætlun er þar mikilvægt verkfæri sem nú er lag að taka upp úr skúffunni og hrinda í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á alþjóðadegi krabbameina í ár er athyglinni beint að ójöfnuði í tengslum við krabbamein. Því miður er það svo að ójöfnuður í tengslum við krabbamein er til staðar hér á landi, líkt og annars staðar. Hann birtist með margvíslegum hætti og getur orsakast af kostnaði, skorti á upplýsingum, mismunandi heilsulæsi og fleiru. Heilsa ræðst af mörgum þáttum: einstaklingsbundnum, félagslegum, fjárhagslegum, menntun, uppruna og fleiru. Í skýrslu embættis landlæknis frá því í júní síðastliðnum, Ójöfnuður í heilsu á Íslandi, kemur fram að tengsl séu á milli minni menntunar og verri fjárhagsstöðu og lakari heilsu og lifnaðarhátta. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að á milli 28–45% krabbameinstilfella tengjast áhættuþáttum sem hægt væri að koma í veg fyrir. Tóbak er stærsti áhættuþátturinn en annað í lifnaðarháttum, svo sem áfengisneysla, sólargeislun, hreyfingarleysi, ofþyngd og fleira hefur líka áhrif. Krabbameinsfélagið hefur lengi haft áhyggjur af ójafnri stöðu fólks í tengslum við krabbamein og hefur í starfi sínu brugðist við með margvíslegum hætti. Sem dæmi má nefna að á árunum 2019 og 2020 stóð félagið fyrir tilraunaverkefni um gjaldfrjálsa skimun sem sýndi með ótvíræðum hvernig kostnaður getur verið hindrun fyrir þátttöku í skimun. Félagið hefur jafnt og þétt aukið við þjónustu sína á landsbyggðinni, í samstarfi við aðildarfélög sín og býður nú sjúklingum og aðstandendum reglubundið, ókeypis ráðgjöf fagfólks á fjórum stöðum á landsbyggðinni til viðbótar við Reykjavík. Að auki býðst öllum ráðgjöf í síma og í gegnum tölvu. Fólki sem búsett er á landsbyggðinni og þarf að sækja meðferð eða rannsóknir í Reykjavík býðst dvöl í íbúðum á vegum félagsins. Sjálfboðaliðar félagsins bjóða upp á akstur í meðferð fyrir þá sem eiga erfitt með að komast á milli staða. Rannsóknir félagsins varpa í æ meira mæli ljósi á ójöfnuð í tengslum við krabbamein. Þátttaka í starfi aðildarfélaga um allt land er fólki að kostnaðarlausu og mörg félaganna styðja við félagsmenn sína með endurgreiðslu kostnaðar, til dæmis vegna dvalar fjarri heimili. Ójöfnuður birtist með margvíslegum hætti í tengslum við krabbamein. Sem dæmi má nefna að huga þarf sérstaklega að stöðu fólks af erlendum uppruna, sem getur verið viðkvæm af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna tungumálaörðugleika, minna tengslanets og þekkingar á samfélaginu og kerfinu og tryggja upplýsingar og þjónustu við hæfi. Í nýrri rannsókn Krabbameinsfélagsins eru vísbendingar um minni þátttöku kvenna af erlendum uppruna í skimun en annarra kvenna. Krabbameinsfélagið hefur aukið þjónustu við pólskumælandi fólk að undanförnu með félagsráðgjöf á pólsku, sérstökum reykleysisnámskeiðum og fræðsluefni sem verður brátt aðgengilegt á pólsku á heimasíðu félagsins. Hjá félaginu er starfandi sérstakur stuðningshópur fyrir konur af erlendum uppruna. Búseta hefur margvísleg áhrif. Sumir þurfa til dæmis að ferðast um langan veg til að fá viðeigandi krabbameinsmeðferð og geta oft ekki haft aðstandanda með sér vegna annmarka á endurgreiðslu ferðakostnaðar fylgdarmanna. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks. Í sambandi við krabbamein standa ekki allir jafnt að vígi. Forsenda þess að draga úr ójöfnuði er að viðurkenna að hann er til staðar. Nauðsynlegt er að að hugsa stórt og vinna að því að allir standi jafnt í tengslum við krabbamein, hvort sem er í forvarnarstarfi, greiningu og meðferð. Íslensk krabbameinsáætlun er þar mikilvægt verkfæri sem nú er lag að taka upp úr skúffunni og hrinda í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun